Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 117
Aðalbjörn Benediktsson taldi að móta þyrfti ákveðnari stefnu í hey-
verkun sem hentaði aðstæðum á hverjum stað og þörfum hvers bónda.
ítrekaði hann ágæti votheysverkunar, til dæmis hefðu margir ofnæmi
fyrir heyryki.
Því næst voru reikningar Ræktunarfélagsins og styrktarsjóðs Rækt-
unarfélagsins bornir undir atkvæði og voru þeir samþykktir samhljóða.
7. Nefndarstörf. Tillaga kom um tvær nefndir, allsherjarnefnd og fjár-
hagsnefnd og var því gert hlé til nefndarstarfa. Jafnframt þessu var
haldinn fundur Sauðfjársæðingastöðvarinnar.
Fjárhagsnefnd:
Arnór Gunnarsson,
Jón Gíslason,
Þóranna Björgvinsdóttir,
Stefán Halldórsson,
Pétur Helgason,
Björn Þórðarson,
Bjarni Guðleifsson,
Þórður Stefánsson,
Jón H. Sigurðsson,
Magnús Lárusson.
Allsherjarnefnd:
Gunnar Sæmundsson,
Ágúst Sigurðsson,
Sigmar Jóhannesson,
Sveinn Jónsson,
Þorsteinn Davíðsson,
Guðmundur H. Gunnarsson,
Jóhannes Sigvaldason,
Jón Bjarnason,
Árni Gunnarsson,
Guðmundur Steindórsson,
Stefanía Jónsdóttir.
Fyrir fjárhagsnefnd var lögð fjárhagsáætlun fyrir 1990 og fyrir alls-
herjarnefnd var lögð tillaga frá stjórn félagsins um fjárveitingu á fjár-
lögum til Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum.
8. Nefndarálit. Sveinn Jónsson gerði grein fyrir störfum allsherjarnefndar
en fyrir hana hafði verið lögð eftirfarandi tillaga eins og fyrr segir:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Húnavöllum
5. september 1989 leggur áherslu á að við afgreiðslu fjárlaga fyrir
1990 verði Tilraunastöðin á Möðruvöllum aftur tekin inn á fjárlög
með sérstaka fjárveitingu eins og var árin fyrir 1988“.
Með tillögunni fylgdi greinargerð henni til stuðnings. Tillagan var
síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þá gerði Ágúst Sigurðsson grein fyrir tillögu frá allsherjarnefnd svo-
hljóðandi:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn á Húnavöllum
5. september 1989 lýsir andstöðu sinni við fyrirhugaða stofnun um-
hverfis málaráðuneytis. Fundurinn bendir á að bændur eiga allt
sitt undir því að vel takist til með umhverfisvernd og því sé fyrirhug-
uð breyting með öllu óþörf og síst til þess fallin að auka traust
manna á svonefndri nýskipan umhverfismála“.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn 1.
Gunnar Sæmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá allsherjar-
nefnd:
119