Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 12
bænda og sjá hvað þau hefðu að geyma. Sigldum við frá
varðskipalæginu og út fjörðinn og töldum net og það sem
í þeim var. Lögum samkvæmt er ós Miðfjarðar árinnar og
1000 metra svæði út frá stórstraumsfjöruborði, friðhelgt
svæði. Leiddi athugun okkar í ljós að þar var ekkert athuga-
vert að sjá og friðun haldin. Utar fórum við síðan að verða
varir við net og á siglingunni urðum við alls varir við 5
net sem samtals hafa verið að lengd um 300 metrar. í sumum
tilfellum voru net lögð í hlykki, í öllum tilfellum voru þau
ómerkt og í engu tilfelli var einn einasti göngusilungur í þeim
enda möskvastærðin um 14—15 sm á blautan, strengdan
möskva. Hins vegar voru í netum þessum þrír laxar, allir
dauðir. Þeir snéru allir trjónunni í átt að Miðfjarðará og
hafa trúlega ætlað að heiðra hana með nærveru sinni þetta
sumarið. Einhverjir eftirmálar urðu af þessari eftirlitsferð en
sökum þess að mál sem útaf þessu kunna að skapast, og
verða hugsanlega rekin sem sakamál, þykir ekki fært að fara
nákvæmlega út í þá sálma hér.
Aðra ferð má nefnda sem veiðiverðir fóru sjóleiðis um Mið-
fjörð og skal hún hér rakin en staðarnöfnum er auðvitað
ekki hægt að gera hér skil. Við Hannes Thorarensen höfðum
ákveðið að láta aka okkur með gúmbátinn (varðskipið) lang-
leiðina útá Vatnsnestá og sigla síðan til baka og rannsaka
á leiðinni ýmsa netabelgi sem við höfðum áhuga á að vita
hverjum tilheyrðu og til hvers væru notaðir. Sem við erum
á leiðinni út nesið, sjáum við hvar bátur siglir á firðinum,
og áttum við okkur á því að verið er að vitja um net sem
vitað er um í sjó þar og eru þar undir því yfirskyni að verið
sé að veiða göngusilung.
Við ákváðum að sjósetja þar strax varðskipið og kanna
hvernig aflabrögð væru hjá sjómönnum og héldum til fundar
við þá. Brá þá svo við að sjómenn fengu skyndilega heimþrá
og bátur þeirra tók stefnuna beint á næsta land sem var
eigi alllangt frá þeim stað sem við vorum á. Beittum við
aflvél varðskipsins (öllum 9.9 hestöflum) til hins ítrasta en
höfðum ekki roð við hinum bátnum þannig að sá bátur tók
land, eftir skamma viðdvöl í skeri sem á leið hans varð. Náð-
14