Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Síða 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Síða 12
bænda og sjá hvað þau hefðu að geyma. Sigldum við frá varðskipalæginu og út fjörðinn og töldum net og það sem í þeim var. Lögum samkvæmt er ós Miðfjarðar árinnar og 1000 metra svæði út frá stórstraumsfjöruborði, friðhelgt svæði. Leiddi athugun okkar í ljós að þar var ekkert athuga- vert að sjá og friðun haldin. Utar fórum við síðan að verða varir við net og á siglingunni urðum við alls varir við 5 net sem samtals hafa verið að lengd um 300 metrar. í sumum tilfellum voru net lögð í hlykki, í öllum tilfellum voru þau ómerkt og í engu tilfelli var einn einasti göngusilungur í þeim enda möskvastærðin um 14—15 sm á blautan, strengdan möskva. Hins vegar voru í netum þessum þrír laxar, allir dauðir. Þeir snéru allir trjónunni í átt að Miðfjarðará og hafa trúlega ætlað að heiðra hana með nærveru sinni þetta sumarið. Einhverjir eftirmálar urðu af þessari eftirlitsferð en sökum þess að mál sem útaf þessu kunna að skapast, og verða hugsanlega rekin sem sakamál, þykir ekki fært að fara nákvæmlega út í þá sálma hér. Aðra ferð má nefnda sem veiðiverðir fóru sjóleiðis um Mið- fjörð og skal hún hér rakin en staðarnöfnum er auðvitað ekki hægt að gera hér skil. Við Hannes Thorarensen höfðum ákveðið að láta aka okkur með gúmbátinn (varðskipið) lang- leiðina útá Vatnsnestá og sigla síðan til baka og rannsaka á leiðinni ýmsa netabelgi sem við höfðum áhuga á að vita hverjum tilheyrðu og til hvers væru notaðir. Sem við erum á leiðinni út nesið, sjáum við hvar bátur siglir á firðinum, og áttum við okkur á því að verið er að vitja um net sem vitað er um í sjó þar og eru þar undir því yfirskyni að verið sé að veiða göngusilung. Við ákváðum að sjósetja þar strax varðskipið og kanna hvernig aflabrögð væru hjá sjómönnum og héldum til fundar við þá. Brá þá svo við að sjómenn fengu skyndilega heimþrá og bátur þeirra tók stefnuna beint á næsta land sem var eigi alllangt frá þeim stað sem við vorum á. Beittum við aflvél varðskipsins (öllum 9.9 hestöflum) til hins ítrasta en höfðum ekki roð við hinum bátnum þannig að sá bátur tók land, eftir skamma viðdvöl í skeri sem á leið hans varð. Náð- 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.