Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 95
Lokaorð.
Mikið hefur verið rætt um endurskipulagningu leiðbeininga-
þjónustunnar, en lítið hefur gerst í þeim málum enn sem
komið er. Mín skoðun er sú að við verðum sjálfir að sýna
frumkvæði og breyta starfsemi búnaðarsambandanna og
Ræktunarfélagsins þannig að hún þjóni tilgangi sínum sem
best. Ég tel mjög skynsamlegt að við förum að vinna fleiri
verkefni sameginlega, líkt og við höfum gert í efnagreining-
unum. Þess má geta að líkur eru á að Ævarr Hjartarson
verði ráðinn til Ræktunarfélagsins til að sinna bændabók-
haldi á félagssvæðinu, en fyrirheit hefur fengist frá Fram-
leiðnisjóði um fjármagn til þessa verkefnis. Þarna er kannski
komin fyrirmynd að því skipulagi sem við ættum að taka
upp á fleiri sviðum leiðbeininga. Meginvandamálið við end-
ursköpun leiðbeiningaþjónustunnar verður þó alltaf Qár-
mögnun hennar, en með samdrætti í landbúnaði hefur
þrengt fjárhagslega bæði að búnaðarsamböndunum og
Ræktunarfélaginu.
Ræktunarfélag Norðurlands hefur á seinni árum blandast
inní þrjú mál sem öll geta snert fjárhag þess verulega. í
fyrsta lagi gerði félagið samning við RALA um búrekstur
Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum og fær hagnað eða ber
halla af þeim rekstri. Ég lít svo á að málefni Tilraunastöðvar-
innar séu í nokkurs konar biðstöðu meðan ríkið leggur nánast
ekkert fé til rannsókna þar. í öðru lagi keypti félagið íbúðar-
hús á Möðruvöllum og greiðir af þeim lánum sem á því
hvíla en fær inn húsaleigu. Ég hef litið svo á að þarna sé
Ræktunarfélagið að brúa biðtímann uns Tilraunastöðin, sem
þarf á þessu húsi að halda, geti eignast það. í þriðja lagi
tók Ræktunarfélagið formlega að sér að reisa og reka sótt-
kvíabú fyrir loðdýr á Möðruvöllum, en Tilraunastöðin hefur
séð um þessa framkvæmd. Ætlast er til að ríkissjóður standi
undir þessu fjárhagslega. Enn hefur Ræktunarfélagið ekki
skaðast á neinum þessara samninga fjárhagslega, en rekstur
íbúðarhússins þrengir lausaQárstöðu þess verulega.
Ég tíunda ekki frekar málefni Ræktunarfélagsins, en vænti
þess að hér verði gagnlegar umræður um starfsemi þess og
7
97