Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Page 10
Tillögur jarðræktarnefndar B
Framsögumaður: Matthías Eggertsson.
„Aðalfundur li.S.A. 1971 felur framkvæmdastjóra Rækt-
unarsambands Austurlands að hafa samband við formenn
búnaðarfélaga á svæðinu í marz — apríl ár bvert, safna frá
þeim vinnupöntunum og gera að því loknu vinnuáætlun
fyrir vélar sambandsins fyrir komandi sumar. Við samn-
ingu slíkrar áætlunar sé þess gætt, að hinir einstöku hrepp-
ar gangi fyrir til skiptis um vorvinnu fínvinnslutækjanna,
þannig að bændur viti fyrirfram, hvaða vor þeir gangi fyrir
um þessa þjónustu.“ Till. samþ. samhljóða.
Eftirfarandi tillaga kom frá framkvæmdastjóra ræktun-
arsambandsins:
„Aðalfundur B.S.A. 197 f leggur áherzlu á, að hraðað
verði byggingu verkstæðis fyrir ræktunarsambandið.
Verkstæðisreksturinn verði sniðinn við þarfir þess og sé
undir stjórn framkvæmdastjóra og verkstæðisformanns
R.S.A."
Nokkrar umræður urðu um tillöguna.
Fram kom eftirfarandi dagskrártillaga frá Ffermanni
Guðmundssyni:
„Þar sem ræktunarsambandið heyrir undir stjórn bún-
aðarsambandsins, telur fundurinn, að verkstæðisreksturinn
heyri einnig undir hana og tillagan sé því óþörf og brjóti
í bága við lög sambandsins, er henni því vísað frá og tekið
fyrir næsta mál á dagskrá.“
Dagskrártillagan var samþykkt með 10 atkv. gegn 8.
Tillögur allsherjarnefndar
Framsögumaður: Hermann Guðmundsson.
1. Raforkumál.
„Aðalfundur B.S.A. 1971 lýsir ánægju sinni með ákvörð-
un um virkjun Lagarfoss. En jafnframt varar fundurinn
forráðamenn orkumála mjög eindregið við því að gera
frekari virkjun þannig að sökkva í vatn stórum lands-
12