Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Side 35
Starfsskýrsla Sigfúsar Þorsteinssonar
til aðalfundar 1971
Eins og framlagðir reikningar bera með sér, var rekstur
Ræktunarsambandsins á sl. ári með nokkuð (iðrum blæ en
undanfarin ár.
Kemur þar til fyrst og fremst miklu meiri vinna en árið
áður, einkum meiri opinber vinna. Vinna hófst seint, var
byrjað að vinna í flögum um mánaðamót maí-júní. Var mik-
il vinna lögð í þau einkum með Ford Conty vélunum, sem
eru mjög eftirsóttar og skila miklum afköstum hvort heldur
það er vélin með tætaranum eða sú með herfinu. Þessar vél-
ar hafa jafnan gengið vel, hins vegar hefur verið mjög til-
finnanlegt viðhald á verkEerum, sem þeim fylgja og þá eink-
um tætaranum. Mun viðhald hans á árinu hafa slagað upp
í verð nýs tætara. Reynslan hefur sýnt, að þetta stór tætari
er vélinni ofvaxinn, vökvakúplingin hefur ekki þolað álagið.
Þessum tætara hefur nú verið lagt og von er á nýjum tæt-
ara, aðeins minni, nú næstu daga. Með þessum gamla tætara
er búið að vinna stórt landflæmi frá því hann kom og marg-
ir bændur fengið ódýra vinnu með honum. Jarðýtur byrj-
uðu vinnu í júní og sumar ekki fyrr en í júlí. Fremur dauft
var fyrir vinnu fyrir þær framan af sumri en fór vaxandi
eftir þvi sem leið á sumarið og þegar kom fram á haust var
erfitt að anna eftirspum um þessi tæki.
Skurðgröftur hófst síðast í júní. Fjórar gröfur voru starf-
ræktar, þær sömu og árið áður. Alls var mokað um 330 þús-
und ten.m og var það um 50.000 ten.m meira en boðið var
út, en þrátt fyrir það endaði árið þannig, að ekki var grafið
alveg hjá öllum, sem pöntuðu griift, aðrir bættust í þeirra
37