Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Page 38

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Page 38
ur verið eignarhluti Steindórs Einarssonar, þ. e. hálf skurð- grafa af Pristman Cub VI. gerð. Keypt var jarðýta nokkurra ára, en nýuppgerð af Cat. D 6 gerð, með ribber og U-tönn. Þá var ákveðið, eftir að upplýst var, að Ræktunarsamband- ið fengi vegagerðina á Jökuldal að kaupa ámokstursvél af gerðinni Bröyt X2B. Þessi vél er fyrst og fremst ætluð í þetta verk, til mála kemur að selja hana að því loknu eða reka hana áfram, ef verkefni fást fyrir hana, og tel ég mig hafa vil- yrði fyrir vinnu handa henni hjá Vegagerðinni næstu árin. Auk þess getur hún komið að gagni við skurðgröft, einkum í föstu landi. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa ýtu af gerðinni International B.T.D. 20, ensk. Þessar vélar hafa verið hér í notkun síðan 1963 og hafa reynzt misjafnlega, einkum eldri árgerðirnar. Þessar vélar kosta ekki í innkaup- um nema ca. 50—60% af verði amerískra véla af sambæri- legri stærð, en hins vegar eru vinnutaxtar líkir í opinberri vinnu. Kaupverð þessara véla og tækja eru um 10 millj. kr. og hef- ur verið aflað lánsloforða og lána til þessara kaupa. Ykkur finnst kannski að í nokkuð sé ráðist, en hafa má í huga, að verkefni eru mikil framundan í opinberri vinnu og vonandi líka í ræktun. Hafa ber líka í huga, að sambandið hefur ekki endurnýjað né aukið sinn vélakost nú um árabil en slíkt gengur ekki til lengdar. Að endingu þakka ég Búnaðarfélagsform., stjórn og starfs- mönnum R.S.A. samstarfið á liðnu ári. 40

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.