Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Síða 41

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Síða 41
valið land, sem kalið hafði mikið tveimur árum áður og leit illa út. Landið er framræst mýri, en þó grunnt niður á möl. Fyrsta uppskeruár tilraunarinnar var 1971 og gaf það eft- irfarandi niðurstöður: Endurvinnsla eftir kal. Breiðavað nr. 267—70 Heyhkg/ha Hlutföll a. Plægt og herfað að vori................... 60,4 96 b. Grófunnið með tætara að vori.............. 57,5 91 c. Fínunnið með tætara að vori............... 59,6 95 d. Yfirborðsvinnsla að vori.................. 52,6 83 e. Plægt á 1. ári, herfað og sáð ári síðar . . 0,0 0 f. Landið óhreyft ........................... 63,0 100 í þá reiti, sem sáð var, var sáð Engmo vallarfoxgrasi 30 kg/ha. Áburður: 250 Kjarni 200 þrífosfat og 150 kalí 60% kg/ha. Sáð var í e-reiti vorið 1972, þannig að þeir verða fyrst degnir sumarið 1972. Það er athyglisvert, að óhreyfða landið skuli gefa jafn- mikla uppskeru og hér er um að ræða. Taka skal fram, að fleiri fóðureiningar eru í hverjum heyhesti af sáðgresinu, (samkvæmt erlendum rannsóknum um 5% fleiri), þar sem það var komið skemmra á þroskaferlinum, þegar það var slegið eða vel skriðið, en á óhreyfða landinu voru grösin far- in að blómstra. Þar voru ríkjandi grös vallarsveifgrös, tún- vingull, og varpasveifgras og svolítið bar á haugarfa. Samkvæmt reynslu má búast við, að vallarfoxgras skili mestri uppskeru fyrstu árin eftir sáningu, en að síðar dragi úr uppskeru þess. í kaltúni er hins vegar þess að vænta, að lítil uppskera fáist fyrst eftir kalið, en að túnið sæki sig, þeg- ar frá líður, eftir að landið hefur verið hvílt um hríð. Sú niðurstaða, sem hér fæst, að strax á fyrsta uppskeruári stendur óhreyfða landið jafnfætis reitunum með hreinu vall- arfoxgrasi í uppskeru og að uppskera er jafnmikil og hér um 43

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.