Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Qupperneq 5

Vísbending - 18.12.1998, Qupperneq 5
Leiðin var löng og á köflum ströng Rætt við dr. Jóhannes Nordal um leiðina til aukins frelsis í viðskiptum að vekur óneitanlega athygli nianns, að þeir hagfræðing- ar, sem fengnir voru til að leggja línurnar í þeim tilraunum, sem gerðar voru til að rífa þjóðina upp úr og út úr haftakerfinu um og eftir miðja öldina, voru yfirleitt fyrrver- andi vinstri menn og róttæklingar, sósíalistar, jafnvel kommúnistar, svo sem Benjamín H. J. Eiríksson og Jónas Haralz. Ég taldi því ekki úr vegi að spyrja dr. Jóhannes Nordal um hans pólitísku fortíð. Hqfðir þú einhver pólitísk afskipti á yngri árum? Eg fór utan strax að loknu stúdents- prófi og skipaði mérekki í neinn hinna íslensku stjórnmálaflokka. En tókstu þá engan þátt ístúdentapóli- tík? Jú eitthvað dálítið, en það stóð nú ekki lengi. Varstu þá frekar á hœgri eða vinstri kantinum ? Frekar var ég nú á vinstri kantinum í kringum kosningarnar í Bretlandi 1945. Það var þá mikil stemmning í þjóðfélaginu fyrir breyttum stjórnar- háttum og nýjum aðferðum við stjóm efnahagsmála og það var ómögulegt annað en hrífast með. Ég hafði hafið nám við London School of Econom- ics ári fyrr og og fylgdist því með að- draganda kosninganna og kosningun- urn sjálfum. Ég minnist þess að við fengum nokkrir stúdentar úr LSE að koma og sitja á áheyrendabekk á árs- þingi Verkamannaflokksins vorið 1945 en þar var mikill eldmóður og augljós einhugur um víðtækar og djúpstæðar kerfisbreytingar. Og það var í sjálfu sér ekki að undra. Fyrir- stríðsárin höfðu verið ákaflega erfið breskum almenningi, ekki síðuren hér og annars staðar, og atvinnuleysi ntikið, útbreitt og langvarandi. Hlut- skipti bresks almennings hafði með vissum hætti breyst til batnaðar á stríðsárunum, þegar öllunt kröftum þjóðarinnar var beint að því eina markmiði að vinna stríðið. Stjórn- málaflokkarnir lögðu af deilur og sam- einuðust um stjórn landsins í þjóð- stjórn. Það var reynt að bæta úr marg- víslegu félagslegu misrétti, og þrátt fyrir það að fólk yrði náttúrlega að skera allt við nögl og allt væri skammtað, þá hafði maður á tilfinn- ingunni að það væri skammtað af miklu réttlæti og að þessi mikla sam- staða um alla skapaða hluti milli hægri og vinstri manna hefði gefið ákaflega góða raun. Það sem mér er sérstaklega minnis- stætt frá þessunt fundi, er sá hluti hans sem tekinn var fyrir almennar umræð- ur. Þar risu upp almennir flokksmenn hingað og þangað að og lýstu skoð- unum sínum, draumum og þrám og þarna reis upp náungi, sem hafði verið í breska setuliðinu á íslandi og fór að lýsa því hvað Islendingar hefðu það gott og af því gætu ntenn séð að jafn- vel í fátækum og fjarlægum löndum væru menn að ná góðurn árangri með því að standa að málum af sanngirni og réttlæti. Ég lyftist svolítið upp í sæti mínu undir ræðu þessa manns. En ég verð að viðurkenna að fljótlega eftir hinn ntikla kosningasigur Verka- mannaflokksins fór ég að hafa miklar efasemdir um ágæti ýmissa þátta í stefnu hans. Ég bjó í Bretlandi öll þau ár, sem þessi fyrsta stjórn hans, stjórn Attlees, sat, og fylgdist náttúrlega vel nteð því, sem var að gerast, og það var ljóst að stjórnin festi á vissan hátt í sessi og efldi það miðstýrða hagkerfi, sem stríðsreksturinn hafði gert nauð- synlegt. Það hafði reynst vel við þær aðstæður og á meðan það var óhjá- kvæmilegt að beina öllum kröftum þjóðarinnar að því eina marki að vinna stríðið. En þegar stríðinu var lokið hefði fremur þurft að leysa úr læðingi krafta fyrirtækja og einstaklinga, frentur en að stefna að þeirri víðtæku þjóðnýtingu, sem var á stefnuskrá flokksins, kolanáma, járnbrauta og málmiðnaðar. Þessi stefna gat aldrei skilað skjótum árangri, og það sem verra var, stóð ekki heldur undir vænt- ingum þjóðnýtingarmanna til lengri tíma litið. Staða Bretlands var rnjög erfið eftir stríð. Þeir höfðu safnað gífurlegum skuldum til að standa undir stríðs- rekstrinum, eytt nánast öllum eignum sem þeir áttu erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, en þar höfðu Bretar átt afar miklar eignir í hlutabréfum og skuldabréfum; allt var þetta tekið og selt til þess að kaupa vörur til stríðs- rekstrarins og þeir söfnuðu skuldum við samveldislöndin og nýlendur sínar um víða veröld. Einnig við Islendingar áttum, sem kunnugt er, miklar inni- stæður hjá Bretum, þegar stríðinu lauk. Þannig að það var augljóslega mjög á brattann að sækja hjá Bretum í hag- rænum efnum um þessar mundir. En Verkamannaflokkurinn kaus að leysa þetta annars vegar með því að halda fast í þessa miðstýrðu hagstjórn og hins vegar lagði hann geysimikla áherslu á að halda niðri vöxtum. Það var mjög skiljanlegt og raunar réttlætt með því að nauðsynlegt væri að halda niðri vöxtum á hinum feiknalegu ríkis- skuldum og létta þannig róðurinn fyrir ríkissjóð. En með þessu móti var nátt- úrlega ekki hægt að koma á jafnvægi á peningamarkaðnum eða innleiða það frelsi í peningamálum, sem æski- legt hefði verið til hvetja til uppbygg- ingar. 5

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.