Vísbending - 18.12.1998, Page 16
honum þætti gott að drekka;
kampavín, viskí, koníak?... Og
hann kveikti strax á koníaki, -
koníak er fínt! sagði hann. Og
nú var úr vöndu að ráða; einn
af róturunum var með flösku af
einhverjum þriggja stjörnu
rudda, en ekki ætluðum við að
bjóða heimsfrægum manninum
uppá það. Svo við hringdum í
fínasta hótelið í Reykjavík, til
hans Skúla á Holtinu, hann var
frægur fyrir vínkjallarann sinn.
Og Skúli reyndist eiga nokkrar
fínar flöskur, meðal annars
napóleonskoníak frá liðinni öld
sem hann hafði keypt á uppboði
í London, og þetta fengum við
hann til að senda okkur með
flugvél. Og hann lét sérstakan
þjón fylgja með, vínþjón af
Holtinu sem kunni að gera grein
fyrir svona dýrmæti, og tæpum
tveimur tímum síðar var flug-
vélin lent og þjónninn kominn
á staðinn.
Hróðugir tilkynntum við
Ringó að nú væri koníakið hans
komið, og þjónninn tók stór út-
skorin kristalsglös úr fórum sín-
um, botnfyllti þau og bar fyrir
hjónin með stuttri kynningu á
sögu þessara veiga, stóð svo
teinréttur með hallandi flösk-
una; hún var græn og rykfallin
og miðinn litverpur og trosnað-
ur. Ringó var augljóslega glaður
að fá koníakið, en þó var einsog
hann saknaði einhvers, og eftir
nokkra bið leit hann í kringum
sig, sneri sér svo að næsta
manni og sagði:
-Og hvar er svo kókið til að
blanda með?
Að öðru leyti gekk þetta allt
einsog í sögu einsog ég hef áður
getið um; þau hjónin flugu heim
morguninn eftir; það eina sem
eitthvað fór úrskeiðis var
kannski þegar hann var á
leiðinni á svið seinna um
kvöldið, en hann sýndi það lítil-
læti að vilja koma fram með ís-
lenskum kollegum sínum
einsog menn vita. Hljómsveit-
arpallur útihátíðarinnar var í
skógarrjóðrinu í Atlavík og
mikill manngrúi þar í kring og
flestir drukknir, og ekki hætt-
andi á að láta alheimsstjörnu
labba í gegnum þvöguna. Svo
að við sóttum bíl uppað dyrum
og laumuðum Ringó í baksætið
og ókum að hljómsveitarpallin-
um; á honum voru dyr baksviðs
og ekki nema fáeinir metrar
þangað frá þeim stað þarsem
bíllinn nam staðar. Og þegar
enginn virtist í augsýn átti að
vera óhætt að láta trommarann
skjótast þarna á milli án teljandi
vandræða...
En samt fór það nú svo að
einn fullur náungi náði af hon-
um tali. Sá hafði brugðið sér
bakvið tré til að pissa, en þegar
hann var búinn að ljúka sér af
og var með glöðum og drukkn-
um handtökum að brasa við að
renna upp klaufinni, sá hann
snarast út úr bíl mann sem hann
þóttist nú aldeilis kannast við.
Og hann rak upp fagnaðarvein,
og áður en nokkur náði að átta
sig var hann kominn með
trommarann í fangið og kyssti
hann vota kossa á báða vanga.
Ringó er fremur smávaxinn
einsog menn vita, en hinn glað-
væri útihátíðargestur var hins-
vegar stórvaxinn maður í svell-
þykkri lopapeysu og með lang-
staðna skeggbrodda, og þegar
hann hafði knúsað popparann
um hríð veinaði hann hamingju-
samur:
-Þú kenndir mér smíði á Eið-
um!
Þegar ég kom aftur á Sædýra-
safnið voru aparnir búnir að
temja sér nýjar kúnstir. Þeir
lærðu fyrir löngu að sníkja góð-
gæti af gestum og gangandi, og
gerðu það reyndar á mjög
skemmtilegan og sjarmerandi
hátt, sem erfitt var að standast;
þeir horfðu á mann þessum
glettnu augum sínum, klöppuðu
einu sinni saman lófunum og
réttu svo fram höndina út á milli
rimlanna. Og það voru margir
sem ekki stóðust þetta, heldur
þreifuðu í vasa sína, fundu
karamellu eða sleikibrjóstsykur
og hentu til þeirra; það voru
svona tveir metrar á milli
apabúrsins og rekkverks sem
hindraði að gestir færu of nærri
þeim. Og það var frábærlega
fyndið að sjáaf hve mikilli fimi
og gleði aparnir gripu það sem
hent var til þeirra; rifu svo
bréfið utanaf og gæddu sér á
namminu, með smjatti og
gleðiópum. En þeir voru semsé
komnir með nýtt tilbrigði við
þennan leik, ekki eins heillandi.
Nú var háttur þeirra að klappa
einu sinni saman lófum, og rétta
svo fram aðra höndina; en ef
menn hentu engu nammi til
þeirra þá urðu aparnir reiðir,
brugðu hendinni undir rassinn,
skitu í lófann og grýttu í
gestina. Og aparnir voru þræl-
hittnir, það máttu þeir eiga... Og
þegar ég sá þetta rann það
skyndilega upp fyrir mér hvað
það var sem Ringó sagði, eða
það sem mér fannst hann segja
þegar hann var að kveðja og
sneri sér við í flugvélardyrun-
um:
-Bye bye suckers!
Eða mér finnst einsog hann
hafi sagt það. Eg er samt ekki
viss...
16