Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Síða 26

Vísbending - 18.12.1998, Síða 26
sem íslenskur garðyrkjubóndi í nútímanum en slíkir selja sínar kartöflur á 250 krónur kílóið einn daginn en gefa manni þær hinn daginn. Skömmu aftar í bókinni en út- listanir á fiskverði Björns bónda er að finna segir frá við- skiptum hans við Þórð skírara. Rétt eins og sumir hag- fræðingar vill Þórður leiða menn frá villu síns vegar með því að láta þá lesaréttarkenning- ar. Hann vill ólmur bjarga sálu Björns og gefa honum biblíu sem er þrykkt í London og kostar sjötíu og fimm aura. Birni er ekki gefið um ölmusu og gjafir og þeim lendir saman út af verðinu en Björn telur að hin helga bók megi ekki kosta minna en kýrverð. að er alveg ljóst að svona staðfesta er eftir- breytniverð í sjálfu sér. Þess vegna vaknar sú spurning í brjósti einfalds lesanda hvaðan Birni komi slík einbeitni og hvaða hagfræði það muni nú vera sem liggur þarna eins og bjarg undir skoðunum hans. Til þess að svara því leituðum við á náðir manns sem hefur kynnt sér hagfræði og heitir Már Guðmundsson. Már situr í musteri sínu í Seðlabankanum þar sem hæst ber á Arnarhóli og forðum var reist virki til að verja landið fyrir andskotum. Már rýndi í bókina góðu um Brekkukot og gáði í sínar skruddur til samanburðar og mælti svo: „Mér sýnist kjarninn í kenningu Björns í Brekkukoti vera ein- hvers konar kenning um nátt- úrulegt eða normalt verð þar sem verðið byggist fyrst og fremst á því vinnumagni sem þarf til að framleiða viðkomandi vöm. Þetta er blanda af vinnugildis- kenningu sem rekja mætti til klassísku hagfræðinganna en auk þess má fínna þama skýra sam- svörun við kenningu Adams Smith um náttúmlegt verð. Munurinn á Birni í Brekkukoti og klassísku hagfræðingunum er að Björn lifir augljóslega í kyrrstæðu sam- félagi og hann gerir ekki ráð fyrir neinni fram- leiðniaukningu. Þetta viðhorfhans kemur skýrt fram í því að biblían átti að vera eitt kýrverð þegar Guðbrandsbiblía kom út og í huga Björns skyldi það verð standa um aldur og ævi. aflinn um viðskiptin með biblíuna sýnir betur grund- völl vinnugildiskenninga og náttúrulegt verð. Þessar kenn- ingar standast því aðeins ef þjóðfélagið stendur kyrrt eða allir hlutir vaxa með sama hraða. Það sem sést hins- vegar vel í kaflan- um um verðlagn- ingu Björns í Brekkukoti á fiski að hann vill alls ekki að framboð og eftirspurn ráði fiskverði heldur sé það í samræmi við náttúrulegt verð. Adam Smith og hinir klassísku hagfræðingar fjölluðu um þessa hluti en Smith t.d. gerði skýran greinarmun á markaðsverði og náttúrulegu verði. Samkvæmt Smith hafði markaðsverðið tilhneigingu til að sveiflast kringum náttúrulega „Rétt bibblía hér á íslandi er útlögð og þrykt afherra Guðbrandi sáluga á Hólum fyrir norðan land. Þá bibblíu hefég sjálfur barið augum hér íDómkirkjunni. Það stendur á henni að hún kosti kú. Það er okkar bibblía. Þórður skírari mælti: Eg sný ekki aftur með það að mín lundúnabibblía er jústeruð bibblíaþó hún kosti ekki nema sjötíu og fimm aura. Heldur þú að herra Guðbrandur hafi verið aðféfletta okkur á íslandi þegar hann setti kýrverð á bibblíuna? sagði afi minn. Nei deingur minn, sú bibblía sem herra Guðbrandur gafút var á réttu verði. Efbibblían hefur verið snemmbœruvirði áður fyr, þá er hún það enn. Bibblía sem kostar hálfa hœnu -tvu, svei. “ Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll bls.30. Reykjavík 1957. K Það sem Adam Smith sagði um náttúruverð: „ Þegar verð á einhverri vöru er hvorki hœrra né lœgra en það sem dugir til að greiða náttúrlega leigufyrir jarðnœðið, náttúrleg laun fyrir vinnuna og náttúrlegan hagnað áfjármunina sem eru notaðirtil að rœkta hana, framleiða og senda á markað, þá er varan seld fyrir það sem kalla má náttúrlegt verð. “ Adam Smith. Auðlegð þjóðanna. Þýðing: Þorbergur Þórsson. Bókafélagið. Reykjavík 1997 26

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.