Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Page 30

Vísbending - 18.12.1998, Page 30
sem stjórnmálaflokk- ar eru. Ekki er úr vegi að velta einnig fyrir sér fjölda þingmanna. I dag eru þeir 63. Þar af eru 10 ráðherrar en þátttaka þeirra í störf- um Alþingis er með töluvert öðrum hætti en annarra þing- manna. Þeir hafa á bak við sig her manna sem vinna ýmsa vinnu, bæði vegna þeirrar framkvæmda- stjórnar sem þeir sinna og ekki síður við undirbúning lagafrumvarpa. Forseti Alþingis dæm- ir sig úr leik sem þátttakandi í þing- störfum. Hans hlutverk er fundar- stjórn, bæði með dómgæslu og fram- kvæmd. Eðlilegra væri að fundarstjórn væri í höndum atvinnumanns sem væri starfsmaður. Ef þingmenn vildu raða upp málum með einhverjum hætti þá kæmu þeir sér saman um slíka röðun og fundarstjórinn færi þá eftir slíku. A Alþingi sitja nokkrir þing- menn sem ekki sjást. Þeir tala sjaldan, flytja sjaldan mál og eru þar að auki ekki áberandi í fjölmiðlum. Vera þess- ara „draugaþingmanna“ að nokkru til- komin vegna of mikils fjölda alþing- ismanna. Myndin hér á síðunni sýnir ræðutíma og fjölda mála sem einstakir alþingismenn hafa komið að (nöfnum er sleppt svo og ráðherrum). Nokkur fylgni er milli fjölda stunda sem þing- menn flytja ræður og fjölda mála sem þeir leggja fram. (Könnunin var gerð 20. nóvember og náði til upphafs kjör- tímabilsins. Myndin sýnir hlutfall af heildar: ræðutíma, fjölda A-mála og B- mála.) Með því að fækka alþingismönn- um fækkaði lítt virkum þingmönnum hlutfallslega auk þess sem þeir gætu síður týnst í fjöldanum og einnig yrði auðveldara er fyrir almenning að fylgj- ast með störfum þingsins. Launamál þingmanna hafa einnig verið til umræðu. Laun þeirra eru allt of lág. Þau mætti stórhækka til að laða að fólk. Það mætti einnig hugs- anlega tengja þau árangri, t.d. gætu þau verið hlutfall af landsframleiðslu eða afkomu ríkis- sjóðs. Eðlilegt er að þingmenn séu ekki í öðrum störfum og einnig gæti komið til greina að tak- rnarka setu þeirra í stjórnum og nefndum utan þings. Stjórnlagaþing? Núverandi stjórnskipun er of laus í rásinni til að fullnægja nútíma- viðhorfum um það hvernig stjórnun og ábyrgð fer saman. Ábyrgðarsvið er of óljóst og í fæstum tilvikum þurfa menn að sæta afleiðingum gjörða sinna. Það virðist fullreynt að Alþingi geti endurskoðað stjórnarskrána en unnið hefur verið að því um áratuga- skeið. Það hlýtur því að vera tímabært að íhuga það í fullri alvöru að velja stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að endurskoða stjórnarskrána. 30

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.