Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 2

Vísbending - 23.12.2005, Page 2
Jólasálmurinn í ár hefur yfirskriftina „Síðustu jólin”. Þetta er ekki spádómur um að jólin komi aldrei aftur heldur hvatning til þess að fagna jólunum, og raunar hverjum einasta degi, eins og þau væru þau síðustu. Það þýðir þó ekki að fólk eigi að hirða alla hýruna sína úr bönkunum og setja sig á kaf í skuldir til þess að geta eytt sem mestu í gleðina og dýrðina. Það snýst um að kunna að njóta stundarinnar. Sálmurinn hefur þó einnig persónulegri tilvísun þar sem þetta er síðasta blaðið undir ritstjóm minni. Eftir að hafa skrifað á sjöunda hundrað greina um viðskipti og efnahagsmál í Vísbendingu erkominn tími til að snúa sér að einhverju öðru. Sennilegt er að,jólatónskáldið” hafi einnig haft þetta í huga þegar hann skrifaði sinn síðasta jólasálnt fyrir blaðið. Jólasálmurinn er, eins og endranær, torveldur í ílutningi og er sennilega ekki nema fyrir höfundinn sjálfan að góla í fljótandi takti. En stundum er boðskapurinn merkilegri en tónamir og orðin, eða eins og í tilviki sjálfra jólanna, merkilegri en glysið og gjafimar. Peningar hafa verið mikið í sviðsljósinu á undanfömu ári. Flæði peninga hefur aldrei verið meira en nú og þeir sjaldan eða aldrei „ódýrari”. Þetta hefur knúið fjármagnsmarkaðinn áfram og fjárfestingar íslendinga á erlendri grundu. Peningar eru þess vegna meginþema blaðsins þar sem reynt er að draga upp ólíkar myndir af peningum og mætti þeirra og sjá þá frá mismunandi sjónarhomi. Peningar em ekki bara krónur og seðlar heldur ekki síður tækifæri og frelsi, uppspretta til þess að gera góða og skemmtilega hluti. Þess vegna eiga peningar að vera stór hluti af jólunum. En þeir eiga einungis að vera tæki til að skreyta með en ekki að vera tilgangur jólanna. Ég óska lesendum Vísbendingar og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eyþór ívar Jónsson, ritstjóri. Jólaspjall.....................................................................2 Jólasálmur - Thor J............................................................4 Hvað ef jólasveinarnir væru ráðherrar?- Benedikt Jóhannesson..................6 Fátœkrahverfin innra með okkur - Einar Már Guðmundsson........................8 Tími breytinga - viðtal við Hörð Sigurgestsson................................10 Guðspeki handa unglingum - Einar Már Guðmundsson..............................18 Peningar eru œði - Ólíkir einstaklingar svara spurningum um peninga...........20 Frelsi, saga ogframfarir - Ágúst Einarsson....................................24 Vísbending ársins.............................................................28 Bankamennimir - Hreiðar Már Sigurðsson, Bjami Ármannsson, Sigurjón Þ. Árnason.30 Víkingarnir við hliðið - Bakkavör keypti fyrirtækið Geest í Bretlandi.........40 Ritst jóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf„ Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is - Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans Umbrot og hönnun: Sigurjón Kristjánsson, sjonni@heimur.is Ljósmyndir: Geir Ólafsson - Auglýsingar: VilhjálmurKjartansson, vilhjalmur@heimur.is Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið máekki afrita án leyfis útgefanda. heimur « -2- *'e

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.