Vísbending - 23.12.2005, Side 8
VISBENDING
£ír>ar Mér Guðf*ur)4ssor)
Fá+ækrahs/erfír) íonra
„Það er fátt fréttnæmt i Ijóðum. Engu að siður deyja margir á ömuriegan hátt
vegna skorts á því sem þar er að finna.“
Svo yrkir bandaríska skáldið William Carios Williams. Hann er i
rauninni að segja að þegar okkur skorti flugið þá blasi tómleikinn við. Fólk
veslast upp af þvi að það finnur ekki innihald i lífinu.
En hvar er innihaldið i lífinu? Það er ekki kosið um það í kosningum.
Enginn finnur það fyrir okkur, ekkert raunveruleikasjónvarp, engir
ráðherrar.
Ég sat í bíl með vini mínum. Útvarpið var á og fréttir að byrja. Þulurinn
sagði eitthvað um Seðlabankann, að hann hefði hækkað eða lækkað
stýrivexb'.
Vinur minn sagði: „Einar, Getur þú sagt mér hvað stýrivextir em?“
Ég hugsaði mig öriítið um en sagði svo: „Ég skal segja þér það ef þú
segir mér hvað verg þjóðarframleiðsla er?“
Svo hlógum við báðir, og ræddum þetta ekki frekar, hvorki stýrivextina
né vergu þjóðarframleiðsluna.
Ég og vinur minn, við emm auðvítað bara tveir vitleysingar, svona lúðar
sem nenna ekki að hugsa og hlæjum þess vegna bara að hagspekinni og öllu
heila klabbinu.
Hitt er engu að síður staðreynd, að fólk er að dmkkna i
hagfræðihugtökum sem allir nota en enginn skilur, ekki frekar en guðina i
gamla daga.
Samanber allar fjárfestingamar. Einn kaupir annan og annar kaupir
hinn, og þeir heita jafn fjölskrúöuguni nöfnum og jólasveinamir. Einhver
græðir glás af seðlum og allir em svaka ríkir á meðan ellilifeyrisþegamir
hnipra sig í kompum.
Hér er eitthvað sem rímar ekki. Sænska skáldið Tómas Tranströmer yrkir
svo:
Við bmgðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin em innra með yður.
Þetta er heilmikil hagfræði. Búa fátækrahverfin innra með okkur?
Hvemig mælum við slíkan viðskiptajöfnuð? Hvað verður um umhyggjuna í
rikidæminu?
Ég er ekki að búa til neitt samhengi á milli ríku mannanna og þeirrar
fátæktar sem við blasir víða. Þetta em stórkostlegir náungar sem vaða um
heiminn, taka illa rekin fyrirtæki og stinga þeim i vasann.
Þeir minna í senn á víkinga og pönkara, ryðjast inn í sali þar sem syfjaö
andrúmsloftið er altt að kæfa og skrúfa í botn. Þeir hugsa hratt og framkvæma
enn hraðar.
Fátækt er heldur ekki endilega rétta orðið yfir ellilifeyrisþegana i
kompunum, útigangskonumar með sprittið og allt félagslega botnfallið. Eymd
er betra orð og þessi eymd er allra, ekki bara þeirra sem fyrir henni verða, því
hún er fátækrahverfið innra með okkur.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel. Fátækrahverfin em innra með yður.
-8-