Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 11

Vísbending - 23.12.2005, Síða 11
Stjórnandinn I bókinni Eimskip - frá upphafi til nútíma erfjallað um forstjóra- skiptin áriö 1979. Ottarr Möller, sem hafði verið forstjóri í sautján ár, lét afstörfum og nýr forstjóri, Hörður Sigurgestsson, var ráðinn í staðinn. I bókinni segir: „Engum duldist að þarfór maður nýrra tíma og alþjóðlegra viðliorfa ífyrirtœkjarekstri. Menn áttu von á því að komu hans fylgdu umtalsverðar breytingar á rekstri og skipulagi Eimskipafélagsins." Hörður var maður nýrra tíma, ekki einungis í Eimskipafélaginu heldur í íslensku viðskiptalífi, hann markaði upphaf atvinnustjórnenda á Islandi. Þetta voru tímamót „Eimskip var stofnað 1914 og þegar þama var komið sögu árið 1979 var það orðið 65 ára gamalt. Þrír menn höfðu setið í stóli forstjóra í fyrirtækinu og þetta var mjög rótgróið fyrirtæki, að mörgu leyti steypt í danskt mót hvað varðar skipulag og uppbyggingu. Það vom þá þegar að verða miklar breytingar í umhverfmu á þessum tíma, mikil opnum, meira frelsi, ný hlutafélagalög, ný lög um reikningshald og kröfur um nýja hluti. Eg hafði fengið framhaldsmenntun mína í Bandaríkjunum og unnið hjá Flugleiðum í fímm ár en fyrirtækið var í nánum tengslum við umheiminn, bæði í austur- og vesturátt. Flugleiðir vom að mörgu leyti fyrsta „stórfyrirtækið“ (e. corporation) á íslandi að uppbyggingu til og þá á ég við að eignarhald og skipulag var meira í takt við fyrirtæki í Bandai'íkjunum en í venjulegum íslenskum fyrirtækjum. Eg held að þetta hafi verið tímamót í Eimskipafélaginu og í kjölfar þeirra urðu kynslóðaskipti í fyrirtækinu.“ Tími kominn fyrir breytingar „Það er auðvitað þannig að þegar ný kynslóð kemur þá vill hún breyta. Við snemm okkur að því, þannig að við, ég og samstarfsmenn mínir, lögðumst yfir reksturinn og bjuggum til skipurit og skipulag í fyrirtækinu. Við gerðum þetta hratt, ég kom þangað í ágúst 1979 og það var komið formlegt skipulag í byrjun árs 1980.“ Það urðu kynslóðaskipti „Við skipulagsbreytingamar árið 1979 var ljóst að stjómendur hins nýja skipulags myndu annars vegar koma úr hópi reynslumestu starfsmanna fyrirtækisins, hópi „the grand old merí' og hins vegar myndi ný kynslóð ungra manna koma að fyrirtækinu, en þeir vom gjaman nefndir „les enfants teiribles“. 1 hópi reynslumestu starfsmanna vom t.d. Valtýr Hákonarson, Viggó E. Maack og Guðni E. Guðnason. Þeir sýndu mikla þolinmæði í samskiptum við okkur yngri mennina." Annasamt starf að vera stöðugt í sókn „Þetta starf, að vera forstjóri Eimskipafélagsins, var ntjög annasamt starf. Þetta var stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og það vom gerðar miklar kröfur til okkar. Að reka stæni fyrirtæki er ekki rnu til fimm vinna heldur nokkuð sem menn verða að einbeita sér að meira en minna alla daga. Við vomm að lýlgja því eftir að ná árangri og æ meiri árangri. Við vomm í harðri samkeppni og mikill tími fór í að breyta fyrirtækinu og endurskipuleggja reksturinn. Stundum vomm við í því verkefni að slökkva elda. Fljótlega eftir að við vomm búnir að ná utan um rekstur Eimskips, sem í mínum huga tók ef til vill tvö ár, þá held ég að við höfum verið mjög oft í sókn og á undan eldinum.“ FÓKUSINN BREYTTIST MIKH) „A 21 árs starfsferli hjá Eimskip breyttist starf mitt mikið. Fyrst var ég á kafi í flutningastarfseminni og vissi orðið mikið um tæknileg atriði, eins og vélar skipa, gáma og fleira. Fókusinn breyttist hins vegar þegar við vomm búnir að koma okkur fyrir. Þá fór ég að fylgjast með fjárfestingum meira en daglegum rekstri í flutningastarfseminni. Á síðari hluta tímabilsins varð ég stjómaiformaður í Flugleiðum og notaði í það töluverðan tíma. Flesta daga töluðum við Sigurður Helgason saman í síma. Þannig að starf mitt og líf breyttist talsvert á tímabilinu.“ Góðir stjórnendur hafa yfirsýn og læra „Mín niðurstaða er að sumt fólk hafi hæfileika til að leiða aðra, hafi yfirsýn og horfi fram í tímann betur en aðrir. Stjómandinn verður að eiga gott með að tjá sig og leiða hóp. Fólk sem hefur jxssa hæfileika er besta efnið í stjómendur. Eg er líka jxirrar skoðunar að það sé hægt að kenna fólki að verða stjómendur með ákveðnum árangri. Það fer í gegnum skóla og lærir helstu hugmyndimar og lærir jafnframt af reynslunni með því að vinna með öðrum.Eg vargrænn og blautur á bak við eyrun jregar ég varð ffamkvæmdastjóri fjármála hjá Flugleiðum en það var mjög lærdómsríkt að vinna með Sigurði Helgasyni eldri. I Eimskip lærði ég mikið af stjómarformanninum, Halldóri H. Jónssyni, sem var höfðingi af borgfirskum ættum. Það var áhugavert að fylgjast með hvernig hann raðaði santan hlutum og kom á framfæri sjónarmiðum sínurn. Hann lagði áherslu á mikilvægi jtess að fara að lögum og reglum og jxss að gæta virðingar Eimskips. Hann lagði áherslu á að það skipti máli með hverjum maður ynni og það væri mikilvægt að velja samstarfsmenn sína vandlega. Með sama hætti hafði ég mikinn ávinning af því að starfa með stjómarformönnunum Indriða Pálssyni og Benedikt Sveinssyni. Reynsla mín er sú að náin jákvæð samræða stjómarformanns og forstjóra sé nauðsynleg og skipti sköpum fyrir stefnumótun og framkvæmd hcnnar." SVOLÍTIÐ PRÚSSNESKUR STJÓRNANDI „Eg hef aldrei mælt sjálfan mig út frá því hvort ég sé góður stjómandi. Ég er ekki tiltakanlega opinn í samskiptum við fólk. Sjálfsagt hef ég stýrt ofan frá og niður í gegnum hina stjómendurna. Ég var talinn vera maður hins klassíska skipulags og svolítið prússneskur í jxssu. Samstarfsmönnum fannst það stundum. Ég hef sjálfsagt verið talinn þungur á bámnni. Það þurfti oft að toga mig með til að standa í alls konar samskiptum eða uppákomum sem lá kannski ekki í eðli mínu að hafa frumkvæðið að. Auðvitað hafði ég svo gaman af slíku og skildi nauðsyn jxss jxgar út í það var komið. Ég hafði heilmikil samskipti og tengslakerfi við hagsmunaaðila, þ.e. stjóm, hluthafa, viðskiptavini. verkalýðsfélög, stjómmálamenn o.s.frv. Nánustu samskiptin vom við næstu undirmenn mína. Við lögðum mikið upp úr því að halda reglulega fundi með starfsmönnum, scm varð stöðugt mikilvægara á tímabilinu jregar eitthvað þýðingarmikið var að gerast og upplýsa þá um það. Við vildum passa upp á að fólk vissi um hlutina áður en það læsi um þá í blöðunum." Stjórnendahópurinn Hörður Sigurgestsson var ekki eini stjórnandi Eimskipafélagsins heldur reiddi liann sig mikið á hóp manna sem saman mynduðu stjórnunarteymifélagsins. Þeir voru hinn Itarði kjarni Eimskipafélags- ins, mjög ólíkir einstaklingar sem höfðu oft ólíkar skoðanir en allir

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.