Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 16

Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 16
VISBENDING Framkvœmdastjórn Eimskipafélagsins ogforstjóri 1997: Þórður Magnússon, Er/endur Hja/tason, ÞorkeH Sigurlaugsson (situr), Friðrik Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hörður Sigurgestsson og Hjörleifur Jakobsson. rekstri þessara fyrirtækja vom ekki helstu eigendur þeirra, þeir voru atvinnustjómendur og launþegar." Margir kolkrabbar „Frelsið og nýir viðskiptahættir hafa hins vegar ckki komið í veg fyrir samþjöppun valds á markaði. Nú er allt orðið fullt af þessum kippum af fyrirtækjum. Það er hins vegar einkennandi núna að það er fámennur hópur sem hefur yfirráð yfir þessum fyrirtækjum. Það em þnr eða fjórir aðilar sem eiga Flugleiðir og Samson-grúppan á 45% í Landsbankanum. Þessir helstu eigendur em þeir sem reka fyrirtækin. Mér sýnist því sem svo að „kolkröbbunum" hafi fjölgað." Útþenslan Eimskipafélagið var eitt ai/ra fyrsta fyrirtœki landsins, ásamt Flugleiðum og fisksölufyrirtœkjunum, sem fór í útrás með því að stofnu dótturfélög erlendis og reyna að tiyggja að félagið vœri sinn „eigin herra" í hverri höfn. Félagið fór einnig út í lóörétta og lárétta útþenslu, eins og kallað er - lóðrétta með því að gerast flutningafélag í stað skipafélags og kaupa þar af leiðandi stærri hlut virðiskeðjunnar og lárétta með því að hjóða upp á stœrra flutninganet en áður. En félagið fór einnig út í óskyldan rekstur með stofnun fjárfestingarfélagsins Burðaráss. Eimskipafélagið hefur þar af leiðandi verið fyrirmynd eða fordœmi fyrirtœkja sem hafa lagt áherslu á útþenslu starfseminnar. Hin nýja útrásarbylgja „Mér finnst margt af því sem menn em að gera núna mjög áhugavert og það hefði verið gaman að hafa getað gert þetta í „gamla daga“. Þessi útrás vekur mikla athygli og mikið fer fyrir henni, enda er hún spennandi og vonandi gengur flest af því upp. Sumt mun ekki ganga upp. Það hlýtur að koma að því að það hægi á útrásarbylgjunni og menn fari að vinna úr henni.“ ÍSLAND ER LANDIÐ „Auðvitað hlýtur að koma aftur að því að fókusinn beinist að þvi hvað gerist hér á Islandi og hvemig menn ætla líka, í meira mæli en nú, að nota þetta frelsi til að byggja hér upp fleiri og öflugri fyrirtæki sem búa til verðmæti hér innanlands og skapa atvinnu fyrir fólk og góðar tekjur. Það er eðlilegt að menn þurfí að hafa vara á sér ef hinar raunverulegu höfuðstöðvar þessara fyrirtækja fara að flytjast í meira mæli en nú til útlanda. Þá á ég ekki við hinar lögformlegu höfuðstöðvar heldur hvar foringjamir em og hugvitið er. Ef þessir aðilar dveljast og starfa meira og minna erlendis mun hugsunin og stefnumótunin beinast í vaxandi mæli út frá jxim stað þar sem þeir em.“ Hin rösklega fjármálavæðing „Það hefur komið mér á óvart livað þessi markaðsvæðing á fjármagnsmarkaði hefur gengið rösklega yfir og hversu áhrifin hafa verið mikil. Þetta hefur gert mönnum kleift að framkvæma alls konar hluti sem þeir hafa haft áhuga á, bæði í rekstri og fjárfestingum. Þetta hefur gengið mjög hratt, unnist á frekar stuttum tíma, og þetta er í samræmi við baráttumálin á sínum tíma, þ.e. frelsi á fjármagns- og gjaldeyrismarkaði og frelsi við verðlagsákvarðanir. Við vildum að jxssir þættir hyrfu úr höndum ríkisvaldsins og að ríkið hætti að setja fé skattgreiðenda í vita tilgangslaus verkefni. Að vísu er þetta nokkuð sem við hefðum átt að vera búin að gera fyrir löngu síðan. Við vorum á eftir flestum í þessum efnum. En þetta er þó komið núna. Svo hefur ríkt hér feikileg velmegun á sfðustu 10-15 árum sem hefur komið með frelsinu og skynsamlegri efnahagsstefnu. Það hefur gert það að verkum að fólk vill búa hér á landi.“ Spurning um bankaveldi „Það hlýtur hins vegar að vera eðlilegt að velta því fyrir sér hvort tengsl fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaðarins séu eðlileg. Félög sem eiga Kauphöllina eru að stórum hluta undir stjóm bankanna, sem hlýtur að vekja spurningar. Þess ber að minnast að fyrirtækin í -16-

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.