Vísbending - 23.12.2005, Síða 17
Kauphöllinni voru sextíu. Þau eru nú tæplega þrjátíu og markaðsverð
í lok október var um 1500 milljarðar króna, þar af var verðmæti
bankanna fjögurra 990 milljarðar, eða samtals um 66%, þ.e. þeir
stóðu fyrir tvo þriðju allra skráðra fyrirtækja, og þeir eiga þar að
auki umtalsverðan hlul í öðrum félögum Kauphallarinnar. Það vekur
spurningar um hvort það sé heppilegt, til lengri tíma litið, að þróun
íslensks atvinnulífs sé í mjög ríkum rnæli komin undir þessum fjórum
bönkum.“
TÓMLEGT í HÖLLINNI
„Fyrir utan bankana er hægt að telja önnur stór fyrirtæki í Kauphöllinni
á fingrum annarrar handar. Það hlýtur að vera áhugavert að fleiri
fyrirtæki komi inn í Kauphöllina, hvoit sem þau eru innlend eða
erlend. Þama er í reynd aðeins eitt íslenskt fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Væri ekki áhugavert að sjá fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu? Menn gætu
þá notað fjármagnsmarkaðinn til að taka ný skref í þcirri atvinnugrein
á Islandi. Þama em tvö stór fyrirtæki í hátækni, Össur og Marel, en
það hlýtur að vera keppikefli að fá þangað fleiri fyrirtæki af þeim
toga. I framtíðinni væri náttúrulega áhugavert að sjá eitthvað af
orkufyrirtækjum þarna inni. Svo hlýtur að koma að því að það verði
einkavætt í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þá sjáum við þróun
þar sem kastljósinu verður aftur beint að starfsemi með höfuðkjama
hér á landi
SjÁVARÚTVEGURINN ER Í VNDUR
„Það hefur vakið athygli mína að sjávarútvegurinn hefur týnst. Nær
öll sjávarútvegsfýrirtækin em farin út úr Kauphöllinni. Eg held að
við hljótum að sjá ný tækifæri í sjávarútveginum þar sem menn feta
nýjar leiðir - kannski með því að verða virkari á alþjóðlegum markaði
sem myndi miðla fisknum í meira mæli og með öðium hætti en nú
er gert.“
Breyttar áherslur
„Útflutningur sjávarútvegsfyiirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu
hefur minnkað hratt. Eftir því sem hann breytist, breytist ýmislegt
annað, eins og t.d. rökin fyrir því að við getum ekki gengið í
Evrópusambandið. Við hljótum að vilja skoða hvemig við getum
orðið meiri þátttakendur í Evrópu 21. aldarinnar en hingað til. Eg
er ekki að hugsa um þetta bara út frá peningunt, hvað við fáum eða
þurfúm að borga. Það er áhugavert að búa til sterka Evrópu sem er
mótvægi, ásamt Bandaríkjunum, við önnur stórveldi sem em að verða
til. Ég skil heldur ekki að menn vilji ekki sitja við borðið þar sem
ákvarðanimar em teknar.“
VlÐ LENDUM Á NÝ
„Þetta umbreytingaferli sem hefur átt sér stað hlýtur að lenda
einhvers staðar aftur. Ég held að það verði að sjá eftir því hve áhrif
stjómmálamannanna eru orðin lítil. Það er grunnverkefni þeitra að
skapa kerfi til að hafa eftirlit með markaði og viðskiptum og gera þau
virk. Eftirlitsstofnanimar em ennþá veikar. Ég held að menn lagi það
ekki með því að búa til nýjar reglur og reglustofnanir. Löggjöfin er í
lagi en misvel hefurgengið að framkvæma hana. Við eigum að búa til
kerfi sem tryggir áframhaldandi frjálsræði og möguleika á því að láta
nýjar framtíðarsýnir rætast."
Að leiðarlokum
Þegar Hörður var spurður um hvort hann myndi skrifa
endurminningar sínar, eins og aðrir þjóðþekktir Islendingar, svaraði
hann: „Endurminningar eru ekki á dagskrá, þœr myndu ekki hœta
neinu við.“ Enginn efast hins vegar um að þegar Hörður hvarf úr
hringiðunni hvarfeinn mesti „reynslubolti" íslensksatvinnuhfs. Hann
hefitr án vafa haft meiri bein og óbein áhrifá viðskiptalífið en hann
grunar. Asamt öllum hinum sem lögðu hug og hjarta í að byggia upp
íslenskt viðskiptalíf hefur liann lagt grunninn að þeirri framþróun og
hagsœld sem íslendingar liafa upplifað á síðustu árum.
Að eiga sinn tíma sjálfur
„Fyrst eftir að ég hætti var ég þátttakandi í ýmsu en er það ekki
lengur. Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með hvað er að gerast í
samfélaginu og fylgist með ýmsu betur en öðm. Ég hef gaman af að
fylgjast með þróun í fyrirtækjarekstri hér á landi. Það væri auðvitað
gaman að hafa puttana í þessu að einhverju marki en þegar ég hugsa
um það verð ég líka jafnfeginn því að þurfa ekki að hafa áhyggjur eða
bera ábyrgð. Ég sé ekkert sérstakt hlutverk sem ég hef í framtíðinni,
annað en það að eiga minn tíma sjálfur."
Hörður Sigurgestsson
- Ferill -
Menntun:
Stúdent Ifá Verslunarskóla íslands 1958
Cand. Oecon. frá Háskóla íslands 1965
MBA frá Wharton School 1968
Starfsreynsla:
Fjárlagaoghagsýslustofriun 1968-1974
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Rugleiða 1974-1979
Forstjóri Eimskipafélagsins 1979-2000.
Fjölskylda:
Hörður er kvæntur Áslaugu Ottesen bókasafnsfræðingi. Þau
eiga tvö böm. Inga er viðskiptafræðingur og MBA og búsett
í Madrid á Spáni ásamt eiginmanni og tveimur börnum.
Jóhann Pétur er lögfræðingur og búsettur í New York í
Bandaríkjunum ásamt eiginkonu og tveimur bömum.
Gleðileg jól og
farsœlt komandi ár!
NÓl SÍRÍUS