Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 29

Vísbending - 23.12.2005, Page 29
þeir reka kreditkortafyrirtœkin. Þeir grœðci því drjúgt á óþolinmœði neytenda. Guðmundur Magnússon (Kostnaður bráðlætisins). • Peningamálastjórnun Niðurstaðan er þvt að lausatök séu bœði á jjármálastejhunni og peningastejhunni þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Þetta minnir á „gamla daga”. Hagkerfið stejhir í harkalega brotlendingu þegar þenslutímanum lýkur. Tíminn til að bregðast við er að renna út. Þórólfur Matthíasson (Sýndarhagstjóm í sýndarhagkerfi?). Niðurstaðan er sú að það má búast við hœkkandi vöxtum nœstu átján mánuðina, allt að 12%. Oft er freistandi að láta fjármagnsdrijið góðœri leika lausum liala enda gerir það ríkistjórnir vinsœlar, en það leiðir úl hagkerfis sem fer að snúast um spákaupmennsku. Sltkur leikur endar yfirleitt með ejhahagslœgð og verulegu fjármagnstapi. Roger Martin-Fagg (Peningaflæði og vextir). Fá má nokkra hugmynd um hve [húsnœðisjverðið er langt yfir jafnvœgisverði með því að bera saman fasteignaverð og byggingarkostnað. Samkvœmt slíkum samanburði er útlit fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvœðinu hefði í ársbyrjun 2005 þurft að lœkka um nálœgt 30% til þess að ná jajhvœgi. Sigurður Jóhannesson (Yfirskot á fasteignamarkaði). Hluti af góðœrinu fjármagnaður með lánum og þegar Jjárhagurinn versnar aftur mynda áhrifin vítahring því að hœtt er við að á sama tíma þrengist um möguleika til lána. Það er hættulegt að hrópa ofoft „skuldir, skuldir” því að þá er hœtt við að enginn hlusti þegar allt er komið í óefni. Benedikt Jóhannesson (Skuldasúpan). Eigi Bandaríkjamenn í erfiðleikum með að stýra hagkerfi sínu eftir bóluhagfrœðinni er hœtt við að Islendingar geti upplifað hagstjómarvanda sem þeir liafa ekki þekkt fyrr í sögu lýðveldisins þegar bólurnar þrjár fara að springa hver afannarri. Eyþór ívar Jónsson (Hagstjómarbóla). • Ríkið Stundum hefði Davíð [Oddssonj þurft hollari ráð, ekki síst í efhahagsmálum. Ein af ástœðunum fyrir því að Davíð fékk ekki alltaf þá ráðgjöfsem þörfvar á var að hann kœrði sig ekki um að heyra í þeim sem voru honum ósammála. Hann vildi ekki að aðrir heyrðu f þeim heldur. Sigurður Jóhannesson (Davíð og hagfræði hans). Efgœta á hlutleysis milli rekstrarforma œtti heildarskattprósentan að vera sú sama lijá einstaklingum og félögum eins og er víðast hvar á öðrum Norðurlöndum. Lœkkun tekjuskattsprósentu einstaklinga er því rökrétt framhald aflœkkun tekjuskattshlutfallsfélaga. Guðmundur Magnússon (Ríkisfjármálin). Erfitt er aðfinna einhlíta skýringu á háu matarverði hér á landi. Þarna kemur margt til: Dýr landbúnaður og hömlur á innflutningi búvara, smœð landsins, dýr flutningur frá öðrum löndum og tiltölulega háar tekjur hér á landi. Nokkuð Ijóst er hins vegar að hátt matarverð hér á landi stafar ekki afþví að verslanir okri á landsmönnum. Sigurður Jóhannesson (Af hverju er dýrt að borða á íslandi?). Landsmönnum virðistþykja vœnna um kúabamdur en sauðfjárbœndur þvíað hver kúabóndifékk að meðaltali tœpar 7 milljónir króna ístyrk á ári í upphafi aldarinnar en sauðfjárbóndinn aðeins rúmar 600 þúsund krónur. Sigurður Jóhannesson (Bóndinn kostar fjórar milljónir á ári). Eftirfarandi eru nokkrar tilgátur um þau orð sem [sá sem felldi síðasta tréðj gœti hafa látið fall við það tœkifœri: „Óttist ei, tœkniþróunin mun leysa þetta vandamáT'; „Ahyggjurnar af umhverfinu eru ýktar, við þurfum frekari rannsóknir”; „Þið þurfið einungis að trúa, guð mun hugsa um sína". Eyþór Ivar Jónsson (Síðasta tréð). • Traust Traust er lykillinn að skilvirku efnahagslífi. Takist ekki að koma á trausti á milli kaupanda og seljanda með litlum kostnaði er allt eins víst að ekkert verði af viðskiptum. Eitt helsta einkenni frumstœðra hagkerfa er að þar er viðskiptakosmaður hár. Skýring þess er oftar en ekki lítið traust manna á nágrönnum sínum. Gylfi Magnússon (Traust á refilstigum Netsins). Hlutverk talsmanns djöfidsins er að draga fram hina gagnstœðu mynd, sýna fram á veikleika og villur eða að spyrja spuminga sem enginn annarþorir að spyrja. Hann á að vekja menn til umhugsunar um hvort trúin sem liggur að baki ákvörðun sé á rökum reist eða byggð á réttmœtum forsendum. líyþór Ivar Jónsson (Talsmaður djöfulsins) Nýr kall í brúnni er oft skýrasta merki um breyttar áherslur í stefhu fyrirtœkis. Dœmið af Sigurði [í Flugleiðumj og lausleg athugun á öðrum forstjóraskiptum ííslenskum fyrirtœkjum á síðastliðnum árum bendir hins vegar til þess að jjárfestar láti sig litlu skipta hver stýrir fyrirtækinu. Eyþór ívar Jónsson (Fráfall forstjóra). ísland verður aldrei óspillt þó að draga megi mun meira úr spillingu en hingað til hefiur verið gert. í framhaldinu verður einnig að taka á þáttwn sem ekki flokkast undir hefðbundna spillingu heldur viðskiptasiðferði svo að fi jálsrœðið verði nýtt tilframdráttar þjóðinni en ekki til að skipta kökunni á nýjan leikámilli nýrra „valdhafa”. Eyþór Ivar Jónsson (Ospilltar stofnanir). -29-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.