Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 30

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 30
Þegar íslensk fyrirtæki vekja heimsathygli við að þau yfirtaka fyrirtæki í öðrum löndum er Ijóst að orðið hefur bylting. Þegar íslenskir fjárfestar birtast á síðum þekktustu viðskiptatímarita heims er Ijóst að orðið hefur bylting. Þegar bankar hafa stærstan hluta tekna sinna að utan er Ijóst að orðið hefur bylt- ing. Þegar spákaupmenn geta verslað með verðbréf á mörkuðum heimsins er Ijóst að orðið hefur bylt- ing. Þegar fólk getur fengið nær alla þá peninga sem það æskir eftir að láni er Ijóst að orðið hefur bylt- ing. Þegar launamenn geta orðið milljarðamæringar í gegnum umbunarkerfi fyrirtækja er Ijóst að orðið hefur bylting. Þegar frumkvöðlar geta fjármagnað næstum hvaða viðskiptatækifæri sem er er Ijóst að orðið hefur bylting. Þegar fjárfestar geta keypt stórfyrirtæki erlendis með skuldsettum kaupum er Ijóst að orðið hefur bylting. Þessar byltingar eru hluti af hinni íslensku fjármálabyltingu. Hin íslenska fjármálabylting snýst um peninga, aðgengi að peningum, fjárfestingar, eyðslu og sparnað. Hún snýst um verðbréf, fasteignir, lán og gjaldeyri. Hún snýst um fjármálakerfið, bankana og sparisjóðina, verðbréfafyrirtækin og lánafyrirtæki. Hún snýst únv, frelsi, tækifæri og græðgi. Hún snýst um annan heim en íslendingar þekktu fyrir einungis áratug síöan>Byltingin hefur leitt af sér nýja tíma. ■í :i

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.