Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 32

Vísbending - 23.12.2005, Síða 32
VISBENDING B\Mv\iMI\MHMR Fljármálabyltingin á íslandi hefur farið eins og hvirfilvindur um íslenskt viðskiptalff og þjóðfélag. Eftir stendur þó ekki rjúkandi rúst eins og yfirleitt þegar slíkir vindar blása heldur hefurþettaað mörgu leyti verið meiraeins og „hvíturstormsveipur'*. Ekki er endilega allt tandurhreint heldur hefur umbreyting átt sér stað eins og skipt hafi verið út húsgögnum og veggir málaðir í skærum litum þegar þeir voru áður í sauðalitunum. Ihaldsemi á íslandi hafði gert það að verkum að viðskipta- og efnahagslífið liafði ekki fengið að þróast eins og í nágrannalöndunum. Bankakerfið í faðmi ríkisins var einn helsti dragbíturinn. En ástæðurnar voru fleiri. ísland var alltaf svo „einstakt" að önnur lögmál urðu að gilda hér en annars staðar. Þetta var að mörgu leyti pólitískt tangarhald og þröngsýni fortíðarhyggjunnar. Mörg þessara viðhorl'a eru enn í „góðu gildi“. Krafan um endurskipulagningu kerfisins kom upphaflega frá ungum mönnum sem vildu „báknið burt“ en vindurinn var allur úr þeim þegar reyndi á. Hins vegar var það alþjóðavæðingin og þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu sem skipti sköpum í þessu frjálsræðisferli. Þá var tími til kominn að samræma reglur og aðstæður því sem gerðist annars staðar. Hér á landi var það ný kynslóð ungs fólks sem lék lykilhlutverk í þessari byltingu, fólks sem var ekki þjakað af einhverjum fortíðardraugum og minnimáttarkennd heldur skynjaði sprengikraft þjóðarinnar og tækifæri nýrra tíma. Bankamennirnir voru arkitektarnir. Viðskiptabankarnir þrír, KB-banki, Landsbanki og íslandsbanki hafa verið miðpunktur þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á undanfömum árum. Stjórnendur þeirra, þrír ungir menn sem komu inn í fjármálageirann á upphafsstigum byltingarinnar, eru með áhrifaríkustu mönnum þjóðarinnar. Þetta eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson hjá KB-banka, Bjarni Armannsson hjá Islandsbanka og Sigurjón Þ. Arnason hjá Landsbankanum. Hreiðar Már Sigurðsson kom til Kaupþings árið 1994 og starfaði fyrst með Bjarna Ármannssyni. Sigurður Einarsson var ráðinn forstjóri Kaupþings árið 1996 og Hreiðar Már varð aðstoðarforstjóri árið 1998, þegar Bjarni fór til FBA. Hreiðar Már lék stórt hlutverk í útrás bankans og dvaldist m.a. tvö ár í New York. Hann kom heim og tók þátt í yfirtökunni á Búnaðarbankanum árið 2003 og var gerður að forstjóra KB-banka það sama ár. Hreiðar Már hefur vaxið með fyrirtækinu í toppstöðuna. Sigurjón Þ. Árnason kom til Búnaðarbankans árið 1995 sem yfirmaður hagfræði- og áællunardeildar. Sigurjón stýrði í framhaldinu rekstrarsviði bankans og byggði upp verðbréfa- og fyrirtækjasvið. Þegar Kaupþing tók yfir Búnaðarbankann árið 2003 var Sigurjón „keyptur" yfir í Landsbankann og hefur síðan verið þar í bankastjórn ásamt Halldóri J. Kristjánssyni. Bjarni Armannsson var einnig „alinn upp“ hjá Kaupþingi og stýrði fyrirtækinu um tíma. Hann tók við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) og leiddi einkavæðingu hans sem gaf jafnframt tóninn fyrir einkavæðingu ríkisbankanna. Þrátt fyrir skammlífi Bankans undir merkjum FBA lék bankinn með Bjarna í fararbroddi lykilhlutverk að hrista upp í kerfinu eins og það var. FBA og Islandsbanki sameinuðust árið 2000 og var Bjarni fenginn í æðstu stöðu sameinaðs banka, fyrst með Val Valssyni en varð svo einn forstjóri árið 2003. Þræðir og örlög þessara þriggja manna eru tvinnuð saman með skemmtilegum hætti, þeir hafa í senn verið hindrun hver annars og skapað hver öðrum tækifæri. Brotthvarf Bjarna úr Kaupþingi skapaði tækifæri fyrir Hreiðar Má og yfirtaka Kaupþings á Búnaðarbanka ýtti Sigurjóni yfir í Landsbankanna. Samkeppni bankanna og áhugi þeirra að leiða framþróun fyrirtækjanna hefur þó spilað hvað stærst hlutverk í frama þeirra og árangri. Ritstjóri Vísbendingar ræddi við bankastjórana þrjá, hvern í sínu lagi, í nóvember. Svör þcirra þriggja gefa heildstæða mynd af þróun og framtíð íslenska bankakerfisins.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.