Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 34

Vísbending - 23.12.2005, Qupperneq 34
VISBENDING HREIÐAR: Það sem er augljósast utan frá er þessi ytri vöxtur Kaupþings en það sem hefur einkennt okkur er mjög mikill innri vöxtur. Ef afkoma okkar fyrstu sex mánuði þessa árs er skoðuð sést að Bretland er stærsti markaður okkar, 33% af tekjum okkar koma þaðan. Það er allt í gegnum innri vöxt því að við tókum ekki yfir Singer fyrr en í júlí. Frá Lúxemborg fáum við 10% af tekjum okkar og það er allt í gegnum innri vöxt. Skandinavía stendur fyrir 30% af tekjum okkar og það eru eiginlega allt tekjur af fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Engu að síður eru stóru skrefin í vaxtarferli bankans yfirtökurnar fimm. Við höfum tekið yfír eitt stórt fyrirtæki á hverju ári síðustu fimm árin. Árið 2001 tókum við yfir Sofi í Finnlandi, 2002 Nordiska í Svíþjóð, 2003 Búnaðarbankann, 2004 FÍH í Danmörku og í ár Singer í Bretlandi. Spurning sem við fáum oft er „hvað er næst?“ BJARNI: Þróunin hefur verið hraðari og hún hefur haldið lengur áfallalaust áfram en ég átti von á. Ég held að við hljótum við að sjá einhverjar niðursveiflur einhvers staðar vegna þess að það gliðnar á saumunum þegar menn stækka svona hratt og svona mikið. Þó að ég segi þetta held ég samt að undirstöður kerfisins séu öflugar. Ég hef þá trú að við eigum að geta þolað áföll og þá á það bæði við fyrirtækin í iandinu og bankana. HREIÐAR: Fjármálastarfsemi er ein besta atvinnugrein fyrir samfélag sem hægt er að hugsa sér. Ástæðumar eru nokkrar. I fyrsta lagi er þetta umhverfísvæn starfsemi, í öðm lagi byggist hún á hugviti, í þriðja lagi krefst starfsemin vel menntaðs starfsfólks, í fjórða lagi er þetta atvinnugrein þar sem há laun eru greidd og í fímmta lagi gefur hún af sér miklar skattatekjur. Nær alls staðar er mikið samhengi á milli lífskjara og hversu þróaður viðkomandi fjármálamarkaður er. Ef sagan er skoðuð kemur í ljós að menning og listir dafna þegar fjármálamarkaðurinn blómstrar. Fyrir ísland er þetta gríðarlega spennandi kostur. Auðvitað er mikilvægt að menn hafi fæturna á jörðinni en ef þetta tekst vel getum við aukið lífsgæðin á íslandi töluvert. Við sjáum hve stórt hlutfall af þjóðarframleiðslu bankamir skapa og þeir eru stærstu skattgreiðendur landsins, en þeir greiddu um fimm milljarða króna í skatta á síðasta ári. Skattgreiðslur þeirra eiga bara eftir að aukast enn meira ef þetta heldur áfram að ganga vel. Ég bara vona að þjóðin geti verið sammála um þetta markmið, búið til sem best starfsumhverfí og gert miklar kröfur. Það eru tvö ríki í Evrópu sem hafa hærri þjóðartekjur á mann en Islendingar. Það er Noregur sem hefur olíuna og Lúxemborg. Fyrir þrjátíu árum var Lúxemborg ekki eitt af auðugustu ríkjum Evrópu, en það hefur komist í þann hóp með því að leggja áherslu á fjármálamarkaðinn. Þettaer gott fordæmi um að svona lítið ríki hafi hag af fjármálastarfsemi. Þróun íslenskra banka SIGUR.IÓN: Bankamir hafa leikið lykilhlutverk á íslandi í að hjálpa fyrirtækjum í útrás. Bankarnir hófu líka sjálfir útrás til að styðja við viðskiptamenn sína. Áður var lykilhlutverk þeirra að byggja upp starfsemi innanlands. Nú er lykilhlutverkið að vaxa erlendis og bankarnir munu gera það áfram. Ég yrði mjög hissa ef íslenski þátturinn af heildarstarfstekjum viðskiptabankanna þriggja yrði meiri en 20% árið 2010. Nú koma um 50% tekna bankanna erlendis frá. Hugsanlega fer íslenski hlutinn niður í 10%. HREIÐAR: Menn hafa í gegnum tíðina vanmetið hvað fjármálageirinn er mikill vaxtargeiri. Talað hefur verið um fjarskiptageirann, tölvugeirann og upplýsingatæknigeirann sem vaxtargeira og fyrirtækin sem sprotafyrirtæki en fjármálageirinn er samt sú atvinnugrein sem hefur vaxið mest á undanförnum árum í heiminum. Það er sama hvert litið er. Það er útlit fyrir að þessi geiri haldi áfram að vaxa. SIGURJÓN: Bankamir eru íslenskir á meðan þeir hafa höfuðstöðvarnar á Islandi og meirihluti þeirra sent stjórna þeim eru íslenskir. Það breytist ekki á næstunni, allavega ekki á næstu fjómm eða fimm árum, þótt erfitt sé um það að spá. Það myndi þá gerast í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið er að erlendi þátturinn skiptir alltaf meira og meira máli. Síðan fara æ fleiri útlendingar sem leika lykilhlutverk I kerfínu. Ég sé það ekki gerast strax að höfuðstöðvarnar flytjist frá Islandi en það getur verið að það gerist einhvern tímann. Ef rekstrarumhverfi banka á Islandi er hagstætt og ekki verða settar neinar sérstakar reglur sem hefta íslensku bankana, hvað varðar skattalegt umhverfi og svo framvegis, hefði ég haldið að þeir verði áfram á Islandi. Þar er rótin og upphafið. BJARNI: I einkavæðingunni hér á landi voru það íslenskir aðilar sem keyptu fyrirtækin en ekki erlendir nema að óverulegu leyti. Hér á landi em höfuðstöðvar og starfsemi fyrirtækja sem eru að fjárfesta í öðrum löndum. Ákvarðanirnar em teknar hér á landi. Ef lönd á Balkanskaganum, Rúmenía, Eistland eða slík lönd eru tekin sem dæmi má nefna að allir bankarnir þar em orðnir erlendir og ekkert bankaumhverfi er í landinu nema greiðsluntiðlunin og það sem henni tilheyrir. Þar með er farið að taka ákvarðanir með hagsmuni annarra aðila í huga. Við mundum ekki vilja lenda í þeirri stöðu að allir íslensku bankamir væm í eigu erlendra aðila. Ég er á þeirri skoðun að almennt skipti eignarhald á fyrirtækjum miklu meira máli fyrir lítil lönd en stór. HREIÐAR: Það er spennandi fyrir starfsfólkið þegar höfuðstöðvarnar eru í viðkomandi ríki. Þetta hefur alls konar áhrif, margfeldisáhrifin eru töluverð. Við skiptum við markaðsfyrirtæki, endurskoðendur og lögfræðistofur sem vinna í miklu alþjóðlegra umhverfi en áður. BJARNI: Lykilatriði í mínum huga er að umhverfið hér á landi sé fyrirtækjavænt, bæði hvað varðar skattamál og almennt rekstrarumhverfi fyrirtækja. Uppbygging eftirlitsiðnaðarins, aðbúnaður fyrirtækja og pólitískur stöðugleiki skipta máli og svo ekki síður það sem lýtur að fólkinu sem hér býr, að það hafi tækifæri til rækta sjálft sig, hvort sem er með menntun, í starfi eða í persónulegu lífi. Menningarlíf sem hér þrífst og sú menntun sem fólki stendur til boða verða lykilþættir. Það hefur áhrif hvernig bankarnir og Island þróast. Ef maður horfir til Y Við œttum að lœkkaskattu Úrl8%íl5% ogtryggjaþað að jyrirtœki í Evrópu gœtu treyst því að hér vœru alltaf lœgstu fyrir- tœkjaskattamir. - 34 -

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.