Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Page 38

Vísbending - 23.12.2005, Page 38
VISBENDING Einnig er hægt að fá lánað út á gott sjóðstreymi þótt fyrirtæki eigi ekki beinlínis eignir til þess að vega upp á móti lánunum. Þetta eru hefðbundin viðskipti sem kallast „leveraged buyout“. Þessi lán eru hönnuð með sérstökum hætti og með þekktum kjörum sem miðast t.d. við hversu stöðugt sjóðstreymið þarf að vera til þess að menn séu tilbúnir að nota ákveðna margfaldara o.s.frv. Svona lán eru vel þekkt á breska markaðinum. HREIÐAR: Við höfum tekið yfir fimm stór fyrirtæki á síðustu fimm árum. Fyrstu þrjár yfirtökurnar voru allar fjármagnaðar með útgáfu nýrra hlutabréfa. Við þurftum ekki að sækja neitt fjármagn. Yfirtökuna í fyrra á FIH fjármögnuðum við með því að gefa út nýtt hlutafé til hluthafa okkar á Islandi og fengum líka inn nýja erlenda hluthafa. I tókum við yfir Singer & Friedlander. Við áttum 20% en þurftum að taka 40 milljarða að láni, sem er álfka mikið og hagnaður okkar var í ár. Þetta er nú allur galdurinn við fjármögnunina hjá okkur. Rekstur bankans hefur verið mjög arðbær, við höfum greitt út arð en haldið hluta af hagnaðinum og nýtt hann til vaxtar. í yfirtökum í Bretlandi hefur megnið af fjármagninu komið frá erlendum bönkum. Ekki er óeðlilegt að álykta að 70% af fjármagninu komi frá breskum bönkum. Þá kemur afgangurinn frá íslenskum fjárfestum. Við sumar yfirtökurnar höfum við leitað fjár á íslenska hlutabréfamarkaðinum og gengið hefur vel að sækja fjármagn hér. I öðrum tilvikum hafa menn notað hagnaðinn af öðrum viðskiptum, eins og Baugur sem hefur notað eigið fé sem fyrirtækið fékk út úr viðskiptunum með Arcadia. Enn fremur hafa íslenskir bankar aðstoðað við þetta. Spilaborgin BJARNI: Mér finnst vera einkennandi núna að við eigum við ákveðið andstreymi á erlendum vettvangi að etja hvað varðar ímynd landsins. Það er að segja alþjóðasamfélaginu finnst saga viðskiptalífsins á íslandi á margan hátt ótrúleg. Þar lifa menn eftir mottóinu: „If it is too good to be true, it probably is.“ Það sem við þurfum hreinlega að sanna er að þessi uppbygging á undanförnum árum grundvallist á mjög öflugum grunni viðskiptalífsins hér á Iandi sem kemur fram í öflugri kauphöll, trú fjárfesta á þessi fyrirtæki og að hér séu frumkvöðlar sem eru tilbúnir að leggja peninga sína, orðspor og starfskrafta í að keyra þetta viðskiptalíf áfram. Þessi kraftur hefur síðan komið fram í öflugum og mjög stórum uppkaupum á alþjóðlegum vettvangi. Svo hafa jressir aðilar sýnt fram á góðan árangur í að sameina og reka fyrirtæki á skynsamlegan hátt. SIGURJON: Mjög einfalt er að hrekja samsæriskenningar um rússneska mafíupeninga. I stuttu máli þá myndaðist þessi umræða í kringum Landsbankann vegna þess að auður Björgólfsfeðga varð til er þeir seldu bjórverksmiðjuna í St. Pétursborg til Heineken - og peningarnir þá væntanlega komnir óbeint frá Hollandi. Þeir fóru með gamla gosdrykkjaverksmiðju og fluttu hana til Rússlands og fóru að tappa á gosdrykkjum, seinna að blanda saman gosi og áfengi og loks hófu þeir bjórframleiðslu. Síðan var þessi starfsemi seld og hagnaður myndaðist, einkum þegar bjórverksmiðjan var seld til Heineken. Hins vegarer miklu meira spennandi fyrirþá sem þrífast á samsæriskenningum ef rússneskir peningar eru í spilinu. Þar af leiðandi er erfitt að kveða niður þessa hvimleiðu sögu. HREIÐAR: Andstaðan erlendis kom fram í yfirtökunni á JP Nordiska í Svíþjóð þegar formaður samtaka smærri fjárfesta sendi fráséryfirlýsinguna: „The stockmarket is nofishmarket.“ Greinilegt var að viðhorfið var að þessir Islendingar gætu ekki kennt Svíum neitt í rekstri fjáimálafyrirtækja. Við höfum hins vegar ekki orðið vör við neitt í líkingu þetta viðhorf í Bretlandi. Þar er spurt hvað við höfum fram að færa og hvað við ætlum að gera. BJARNI: Spilaborgaráhættan er fyrir hendi. Það er alveg ljóst að bankamir hafa lánað þeim sem eru virkastir á markaðinum og tekið þátt í fjárfestingum og eftir því sem þeim aðilum fækkar eru bankarnir háðari því að þessum aðilum takist ætlunarverk sín. Spursmálið er hverjar afleiðingarnar verða fyrir kerfið ef þeim tekst ekki það sem þeir ætla sér. Aftur á móti er óhætt að segja það að undirstöður fjármálakerfisins hafa aldrei verið sterkari en nú. Ef ég horfí til 2001 og gengisbreytinganna þá, og í hvaða stöðu við vorum þá samanborið við nú, þá er himinn og haf þar á milli hvað þetta er miklu betra ástand núna. Við erum búin undir samdrátt. Spilaborgaráhrifin geta bæði orðið mikil og Iítil en held ég að við séum klárlega háð því að fjárfestingar og staða þessara sterkustu aðila gangi upp. Hin kerfislega áhætta liggur ekki endilega í því að hlutirnir fari illa hjá einstökum aðilum, hún getur alveg eins legið í því að erlendir aðilar haldi að hlutirnir séu að fara illa og að þá verði ímyndin raunveruleiki. Það er ljóst að erlent lánsfjármagn hefur drifið þennan vöxt áfram að stómm hluta og áframhaldandi aðgangur innlendra aðila að því er mikilvægur. Þar af leiðandi má stilla þannig upp myndinni að afskaplega mikilvægt sé fyrir alla bankana að bankarnir almennt gangi vel. Þrengingar hjá einum munu klárlega hafa einhver keðjuverkandi áhrif án þess að maður þurfi endilega að horfa upp á að spilaborgin hrynji. Akveðin kerfisleg áhætta er fyrir hendi, erfiðleikar hjá einum geta kallað á erfiðleika hjá öðmm. SIGURION: Þeir sem hafa tekið þátt í þessari uppbyggingu eru orðnir fjárhagslega sterkir. Þetta er ekki sú spilaborg sem menn halda. Það em aðallega einhverjir erlendir aðilar sem hafa verið tala um það. Uppbyggingin er miklu traustari en menn gera sér grein fyrir. Menn eru ekki búnir að gera sér grein fyrir því hve mikil verðmæti hafa myndast hér á landi á undanförnum ámm. Landsbankinn var með eigið fé upp á 16 milljarða króna fyrir tveimur og hálfu ári og efnahagsreikning upp á 278 milljarða. I dag er eigið fé er í kringum 100 milljarða og efnahagsreikningurinn upp á 1.200 milljarða króna, og hann því vaxið um heilan milljarð. Þetta er ævintýraleg saga en svipað hefur átt sér stað í mörgum fyrirtækjum. BJARNI: Vöxturinn hér hefur verið ævintýralegur, í líkingu við það sem gerist I svokölluðum tígra-hagkerfum. Hagvöxtur hefur verið mikill og fyrirtæki hérlendis hafa verulegan áhuga á að fjárfesta erlendis. Eftir að einkavæðingu lýkur og þegar fjármálafyrirtæki eru einu sinni komin á markað gera þau sér grein fyrir að þau þurfa að vaxa til að hlutabréfaverðið hækki og að þau geti vaxið á Það hefur komið á óvart hversu margir hafa talið sig verið tilbúna til svo stórtœkra fjárfestinga sem raun ber vitni. -38-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.