Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Síða 39

Vísbending - 23.12.2005, Síða 39
SIGURJÓN:Þaðeruendalausirvaxtarmöguleikar svo framarlega sem við höfum nægt aðgengi að almennum fjármálamörkuðum og tökum engin stór feilspor. Auðvitað taka menn feilspor inn á milli en þau þurfa að vera stórfelld til þess að hafa alvarleg áhrif. Ef einn banki af þessum þremur misstígur sig alvarlega og verður fyrir miklum áföllum skapar það hættu fyrir alla bankana. Enn eru óbein tengsl milli bankanna sem gera það að verkum að skellur hjá einum hefur áhrif hjá öðrum. Þessi tengsl munu smám saman rofna og þegar íslenska starfsemin er ekki nema sem nemur 15% mun draga úr þessu áhrifum frá því sem nú er. Árið 2010 verða þetta að mestu ótengdir bankar. HREIÐAR: Ég held að við séum að gera einhver mistök, það er alveg ljóst að ekki mun allt ganga upp hjá okkur. En ég veit ekki hver þau kunna að verða. Ég held hins vegar að almennt hafi menn verið að kaupa góð fyrirtæki. Rekstur okkar er miklu áhættuminni núna en áður. Við erum með tæplega helming eigna okkar í Danmörku og þriðjung tekna okkar í Bretlandi. Enginn einn markaður getur því skemmt mjög mikið fyrir okkur. Ef allar eignir stærsta viðskiptavinar okkar tapast myndi ekki meira en 10% af eigin fé okkar tapast, því að við eigum tryggingar í eignum viðkomandi. arðbæran hátt. Þau verða þá að horfa í mjög miklum mæli út fyrir landsteinana. Síðan verður þetta svolítill hringsnúningur, menn fara að fjárfesta erlendis og þareru ntiklir möguleikar. Þá skapast miklar væntingar um árangur og hlutabréfaverð stígur. Til þess að standa undir því verða menn að halda áfrarn þessum fjárfestingum og þetta hleður sfðan utan á sig. Það sent maður er alltaf hræddur um er að annað hlaupi á undan hinu og þarna verði eitthvert ósamræmi. I öllum geirum verða menn fyrir einhverjum áföllum, utanaðkomandi áföll koma til og þau vinna bæði með og á móti fyrirtækjum. orku og skipafjármögnun sent okkar geira. Þar viljum við keppa á alþjóðavísu. Það þarf að ná samkeppnishæfni til þess að geta keppt á alþjóðavísu. Síðan er það bara spurning hversu vítt menn skilgreina þennan geira sinn. Ég sé ekkert að því að menn stefni að heimsyfirráðum en það þarf bara að skilgreina rnjög vel í hverju þau heimsyfirráð felast. SIGURJÓN: Það er mikilvægast að einbeita sér áfram að arðbæntm rekstri. Fyrirtæki sem hafa farið út í starfsemi erlendis hafa gert það vegna þess að íslenski markaðurinn er takmarkaður. Þau þurfa að halda áfram að vaxa og ná frekari stærðarhagkvæmni og það verður að gerast erlendis. Bankarnir eru þar á meðal. Ég held að allir hafi það að markmiði að halda áfram að vaxa svo fremi sem það sent menn eru að gera telst arðbært. Það er enginn að hugsa um heimsyfirráð eða dauða, menn eru að hugsa unt að ávaxta það eigið fé sem þeim er falið eða þeir bera ábyrgð á, og ávaxta það á sem bestan og öruggastan hátt. Það eru enda- lausir vaxtar- möguleikar fyrir bankana svo framarlega sem við höfum nœgt aðgengi að erlendum fjár- málamörkuðum og tökum engin stórfeilspor. BJARNI: Eðli málsins samkvæmt geta íslensku bankarnir ekki sýnt 30-40% arðsemi eigin fjár þegar til lengri tíma er litið. Það er alveg ljóst að þegar ákveðinni krítískri stærð er náð munum við líkjast samkeppnisaðilum okkar. Þó að við getum í einhvem tíma, og vonandi í einhver ár, í viðbót verið með mjög góða arðsemi eigin fjár þá held ég að til lengri tíma litið þá verði bankarnir með svipaða arðsemi og markaðurinn almennt. Heimsyfirráð eða dauði BJARNI: Það er alveg ljóst að öll fyrirtæki sem taka sig alvarlega stefna að því að vera best í því sem þau eru að gera. Þau eru náttúrulega alltaf að reyna að öðlast einhverja varanlega samkeppnishæfileika sem er það erfiðasta sem hægt er að gera á þessum markaði. Yfirleitt er þetta „rat-race“, stöðugt kapphlaup vegna þess að menn eru skildir eftir ef þeir gæta sín ekki. Ég held þess vegna að oft sækist menn eftir heimsyfirráðum, eða eftir því að skilgreina sig í einhverjum ákveðnum geira eða iðnaði sem þeir vilja ná sterkri fótfestu á. Við höfum til að mynda skilgreint sjávarútveginn, fiskiðnaðinn og matvælageirann almennt, vistvæna BJARNI: Lokaskrefið snýst um hvernig okkurtekst að búa til viðskiptalíkan þar sem fyrirtæki getur vaxið stöðugt en samt viðhaldið hagkvæmninni, hagnaðinum og þessum frumkvöðladrifkrafti. Við höfum séð að það er liægt að búa til svona umhverfi þar sem frumkvöðlastarfi er fylgt eftir. Dæmi um þetta er General Electric, í tíð Jack Welch. Fólki var leyft að gera mistök til þess að ná fram árangri en jafnframt var því refsað ef ekkert gerðist, ef reksturinn varð ekki arðsamur eða hagkvæmur. Ég held að í mörgum íslenskum fyrirtækjum svífi svona andi yfir vötnunum. Það gildir þó klárlega ekki um öll fyrirtæki. Það er alveg ljóst að innviði vantar í ýmis fyrirtæki til þess að geta haldið áfrarn á þessum hraða. Stundum er betra að staldra við og byggja upp innviðina áður en ráðist er í næstu kaup. Það er ekki til neinn einn kultúr í þessu, hver verður að l'ylgja sínu tempói en ekki stjórnast af því sem keppinautamir eru að gera. HREIÐAR: Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við getum komist lengra en nú. Við erum enn mjög litlir. Stærsti banki í heimi er með 100 sinnum fleiri starfsmenn en við. Stærsti banki Norðurlandanna er fimm sinnum stærri en við. Þannig ættum við að geta vaxið töluvert áfram. Við höldum að þröskuldarnir í Evrópu, sameiningar og yfirtökur á milli landa, séu orðnir miklu lægri en áður. Það voru skrifaðar bækur um það að yfirtökur á milli banka gætu aldrei skapað nein verðmæti, þau sköpuðust bara við sameiningar innan landa. Ég held að þetta sé að breytast. Ég held að Evrópa sé að verða miklu samleitnari,einsleitari markaður en áður. Reglur eru orðnar sambærilegar víðast hvar í Evrópu. Ungt fólk á Islandi á líka auðveldara með að tala erlend tungumál en áður og þannig er þetta víðast. Við höldum að umfang alþjóðaviðskipta eigi eftir að aukast talsvert og við ætlum að taka þátt í þeim. -39-

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.