Vísbending - 23.12.2005, Page 44
VISBENDING
Upp frá árinu 2002 var bræðrunum ljóst að fókusinn var
ekki lengur á sjávarútveginn og tengdar vörur. Hann var ekki
sá vaxtargeiri sem þeir sóttust eftir að fjárfesta f. „Upp úr því
fæddist sú hugmynd að fyrirtækinu væri best borgið í höndunum
á því fólki sem hafði byggt það upp með okkur“. Arið 2003 var
sjávarútvegshluti Bakkavarar seldur starfsmönnum og það bætti
fjárhagsstöðu félagsins talsvert. A sama tíma höfðu Lýður og
Agúst ákveðið að auka hlut sinn í ferskum matvælum á breska
markaðinum. Risafyrirtækið sem hafði verið „óraunhæft dæmi“
árið 2000 var ekki lengur óraunhæft heldur næsta markmið
Bakkavarar í yfirtökum á Bretlandseyjum.
Davíð og Golíat
Geest er leiðandi á breska matvælamarkaðinum í tilbúnum
ferskum matvörum. Fyrirtækið velti 902 milljónum punda (105
milljörðum króna) á árinu 2004. Vöruframboðið samanstendur
af yfir 2.000 vörum í 16 vöruflokkum. Fyrirtækið hefur einnig
starfsstöðvar á Spáni, í Belgíu, í Frakklandi og í Suður-Afríku.
Innri vöxtur félagsins var um 5%. Þó hafði dregið úr væntingum
um vöxt félagsins á síðastliðnum árum, sem gerði það að verkum
að risinn fékk slæma útreið í kauphöllinni í London á árunum
2002 og 2003 og tapaði um helmingi af virði sínu á skömmum
tíma. Eignarhald í félaginu var mjög dreift eins og einkennir flest
fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllinni í London. Þessi slæma
útreið Geest á hlutabréfamörkuðum var vendipunkturinn sem
gerði það að verkum að hið óraunhæfa dæmi varð raunhæft í
augunt bræðranna. I kjölfarið fóru þeir að undirbúa yfirtökuna
á Geest.
Engin spurning er um að velheppnuð yfirtaka á bæði
Wine & Dine og KFF í Bretlandi hafði aukið sjálfstraust
Bakkavararmanna til þess að fara út í stórfellda yfirtöku. „Ég
held að það sem er mikilvægt í þessu sambandi er að við töldum
okkur hafa afar góða þekkingu á þessum rekstri. Við þekkjum
og þekktum alla viðskiptavini félagsins vel, höfðum átt viðskipti
við þá og störfuðum á sama markaði. Við vissum meira og
minna allt um þetta. Við sögðum við okkur sjálfa að það væri
ástæðulaust að bera virðingu fyrir þessu félagi þó að það væri tíu
sinnum stærra en Bakkavör. Meginmálið var að við vorum með
fjórar verksmiðjur og þeir með 42, svo að hver er munurinn? Það
er enginn munur eftir allt. Flestir lenda í þeirri gryfju að halda
að þetta sé eitthvað stærra og merkilegra en það er. Ef einhver
leikur í kvikmynd þá er hann allt í einu orðinn merkilegri maður
en einhver annar, en hann þarf náttúrulega að snýta sér eins og
hver annar. Það er þessi glansmynd, sem er búin til, sem skapar
ákveðna virðingu og fjarlægð. Það þarf bara að komast yfir
þann múr og vera ekkert að sýna þessum stóru körlum of mikla
virðingu, það er algerlega ástæðulaust."
Það var þörf á snörum handtökum í þessum leik þar sem „það
var alveg ljóst í okkar huga að Geest yrði keypt.“ Fyrirtækið var í
huga þeirra bræðra eins og gæs sem beið eftir því að verða gripin.
„Eitt af því sem ýtti á okkur að kaupa 20% hlut í fyrirtækinu
var að aldrei hafa verið meiri peningar í fjárfestingarsjóðum en
núna síðustu tvö árin - miklu meiri peningar en tækifærin eru
til að eyða þeim.“ Þetta var þar af leiðandi kapphlaup sem fólst
í því að grípa gæsina á meðan hún gafst. Fyrsta skrefið í þessu
ferli var að gefa út skuldabréf á Islandi og „ nýta sterka stöðu á
heimamarkaði til að sækja fjármagn. Þannig höfðum við nægt
bolmagn til þess að búa til 20% stöðu í fyrirtækinu.“ Hugmyndin
um að byggja upp stöðu í fyrirtækinu áður en stigin væru formleg
skref til yfirtöku var tilkomin af slæmri reynslu af því að reyna
að yfirtaka fyrirtæki án þess að eiga nokkurn hlut í því. „Við
leituðum til fyrirtækis, töluðum við stjórnanda og stjórn, án þess
að eiga hlutabréf í því og okkur var bara hent út. Við förum ekki
þessa leið aftur. Við kaupum bara 20% og verðum langstærsti
hluthafinn og þá munu þeir ekki geta hent okkur út.“ Að kaupa
hlutinn í tveimur skrefum var stefnumörkuð ákvörðun sem
tengist upplýsingarskyldu á hlutabréfamarkaðinum í London.
Eftir kaup á 10% hlut í fyrirtæki þarf að gera grein fyrir því hver
hugmyndin sé með kaupunum. Til að forðast að senda út margar
Höfuðstöðvar
ísland
Bretland
London Katsouris Fresh Foods
Bakkavör Birmingham
Spalding The Fresh Dip Company
Spalding Geest Flowers Multiples
Spalding Melrow Salads
Spalding Lincs Saldads
Spalding Recipe Dish
Spalding Soups & Sauces
Spalding Factory 1
Bourne - Bourne Salads and Bourne Stir-fry
Sutton Bridge - Linc Cuisine and Wingland Foods
Holbeach - The Pizzeria
Tilmanstone - Tilmanstone Salads
Grimsby - Mariner Foods
Harrow - Katies Kitchen
Milton Keynes - Tilbrook
Biggleswade - Saxon Valley
Bo'ness - Caledonian Prepared
Selby - EVS, YFS og IPL
Highbridge - Isleport Salads
Alresford - Alresford Salads
Birmingham, Soton, Manchester - Flowers
Wholesale
Anglia Crown
Belgía
Vaco
Frakkland
Crudi
Cinquieme Saison
Spánn
Crudi
M&S Spanish Fruit
Suður-Afríka
Spring Valley Foods
-44-