Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Síða 6

Frjáls verslun - 01.04.1939, Síða 6
|g|l 16 I! V S0 \ i'w'SnijjPsf 3 % teyffiSgaS&Sgttct ■ 8*16 . i iii .— L__ BÍ l_ ® , : f?V|fc\ ii ifft i '4- m fci J Ljk ’yyig TOBKhn jjui 18 m m 18 «3 mm‘é AUSTURSTRÆTI W? kJUÉm&pH ***‘ w f -J — • ■URÍ að er ef til vill nokkuð þröngt heiti, sem ég hefi valið þeim fáu og sundurlausu þönkum, sem hér fara á eftir. Bygging Reykja- víkur og verzlunin er mikið efni en flókið og margt, sem drepa þarf á, þótt fleiru sé sleppt. Reykjavík er aðalverzlunarborg íslands. í gegnum Reykjavík liggur meginæð allrar verzl- unar og gefur að skilja, að sá atvinnuvegur hlýt- ur að gera sínar kröfur til bæjarins. Verzlunargötur, sem svo eru nefndar, byggj- ast upp með sérstöku tilliti til viðskiptanna og skapast þar sem umferðaæðar íbúðarhverfa skerast flestar. Þær eru einskonar voldugur markaður, sem sækir kraft sinn út um borg og bý. Á erlendum málum eru slík hverfi nefnd Eftir Hörð Bjarnason. City, en þar eru alla jafna auk stærri verzlun- arhúsa, bankar og gistihús. „City“ greinist í margar götur. Ef við lítum á okkar „City“ hér, þá nær hún yfir Austurstræti fyrst og fremst, 6 og aðliggjandi götur, Laugaveg, Bankastræti, Aðalstræti, Hafnarstræti o. s. frv. Hjá okkur er fyrirkomulagi verzlunarhverfisins hagað nokk- uð öðru vísi en víðast annars staðar, því hér eru byggingar hins opinbera dreyfðar innan um verzlunarhúsin. Erlendis seilast menn til að hafa byggingar hins opinbera lítið eitt utan við aðal- hringiðuna í stórum götum við góða birtu og landrými. Það er að forðast að láta þær lenda innan um verzlunarhúsin. Þetta þarf einnig að hafa í huga hér. Það á ekki í framtíðinni að velja byggingum hins opinbera stað við Austur- stræti eða aðrar okkar götur, sem verzlunin helgar sér. Þær eiga að standa við opin svæði, en þó eigi of fjarri aðalumferðaleiðum. Það þarf margs að gæta, þegar byggð er verzlunargata, og vil ég nefna nokkur atriði. I fyrsta lagi þurfa byggingarnar að vera í sem nánustu samhengi við göturnar. Það má segja, að hús og götur eigi að „renna út í eitt“. Gang- stéttir mega ekki vera óþarflega breiðar, svo að umferðin taki of mikið pláss. Fólkstraumur- inn á að leggjast fast upp að húshh'ðunum eða hliðargluggunum og er bezt að svo sé beggja FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.