Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1939, Side 19
Herra ritstjóri! Að gefnu tilefni bið ég yður vinsamleKast um birt- ingu á eftirfarandi línum í næsta hefti blaðs yðar: Jafnvel hinir ofstækisfyllstu framsóknarmenn treysta sér ekki til þess að neita því, að áður en innflutnings- höftin komu til sögunnar var S. f. S. að sligast vegna margra ára tapreksturs. Þrátt fyrir þau fríðindi, sem löggjafarvaldið veitti kaupfélögunum umfram aðrar verzlanir, urðu þau nær alstaðar undir í samkeppninni við kaupmenn. Hvernig stóð svo á þessu? Vegna hvers varð sá að- ilinn undir, sem betri aðstöðuna hafði? Var það vegna þess að þjóðin vildi ekki skipta við kaupfélögin og taldi kaupmennina hæfari til þess að annast dreifingu vörunnar? Var það vegna þess að kaupfélögin voru notuð sem pólitískt áróðurstæki og verzlunargróði þeirra notaður á sama hátt og ríkissjóðurinn hefir verið notaður undanfarin ár? Var það vegna þess að kaupfélagsstjórarnir voru valdir af handahófi og ,,lit- urinn“ einn látinn ráða, en kunnátta og reynsla í verzlunarrekstri látin í léttu rúmi liggja? Var það vegna þess að í skjóli samvinnuhreyfingarinnar á fs- landi hafi þróazt hin argasta spilling og fjáraustur? Var það vegna þess að kaupfélagsstjórarnir misnotuðu stöðu sina og þau verðmæti, sem þeim var trúað fyrir? Eða var það bara vegna þess að kaupfélög geta ekki þrifist í frjálsri samkeppni við kaupmenn? Hver sem nú ástæðan kann að vera fyrir hinni aumu afkomu kaupfélaganna fyrir innflutningshöft, þá er það víst, að eftir að höftin hafa staðið í 7% ár, þá hafa kaupfélögiii rétt úr kútnum og standa nú í meiri blóma en nokkru sinni fyr, en jafnhliða því sem vegur þeirra hefir vaxið, þá hefir kaupmannaverzlunum hrakað. Það þarf ekki að spyrja um ástæðuna fyrir þessu, hún er öllum mönnum í þessu þjóðfélagi kunn. Framsóknarmönnum er það lika fyllilega ljóst, að um leið og kaupmenn fá að njóta sama réttar og sam- vinnufélögin, þá mun sagan endurtaka sig og þau munu smátt og smátt tina tölunni, lcaffærð í sitt eigið sukk. Þess vegna þora þeir elcki fyrir sitt auma líf að veita verzlunarstéttinni það jafnrétti, sem hún hlýtur að krefjast. Þjóðin verður enn um skeið að greiða milljónir ár- lega í samvinnusukkið. Þrátt fyrir „nýja tóninn“ í framsóknarmönnum, þá geta þeir stundum eklci leynt sínu innra eðli. Þetta FRJÁLS VERZLXJN jkemur greinilega fram í stuttri grein, sem birtist í „Timanum" nýlega. Tilefnið var bréf mitt, sem birt var í siðasta hefti þessa blaðs. Upphaf greinarinnar er svona: „“FRJÁLS VERZLUN”. Kaupmenn hér í bænum eru byrjaðir að gefa út nýtt blað, sem nefnist „Frjáls verzlun". Eins og nafnið bendir til mun blaðið eiga að berjast fyrir afnámi inn- flutningshaftanna og frjálsum aðflutningi frá útlönd- um. Eins og vænta má, þar sem um slíkan málstað er að ræða........“. Svo mörg eru þau orð. Þetta segir nú Tíminn nokkr- um dögum eftir að „blessað drenglynda gáfnaljósið hann Eysteinn" er búinn að lýsa því yfir, að hann vilji afnema höftin. Það þarf svo sem ekki að efast um heilindin. Greinarhöfundur heldur svo áfram í sama. dúr, kall- ar kaupmenn ,,legáta“ og fyllist að lokum heilagri skelfingu yfir því að eg skuli hafa skrifað illa um „öðl- inginn hann Jónas“. Það hefir verið sárt fyrir þjóðina að búa við óstjórn siðustu ára, og það er sárt fyrir verzlunarstéttina, að búa við það ranglæti, sem hefir ríkt og ríkir í íslenzk- um verzlunarmálum, en þeim mun ákveðnari verður krafa stéttar vorrar að vera, og krafan er: jafnrétti. TOBIAS. Óreglan á skriístofum hins opinbera. Herra ritstjóri! Góðfúslega ljáið eftirfarandi linum rúm í blaði yðar. íslenzk verzlunarstétt er fjötruð, af innflutningshöft- um og gjaldeyrisskorti, og verður aldrei nógsamlega á það bent, hversu skaðleg og ranglát höftin eru á ýmsum sviðum. En það er ein hlið á þessu máli, eitt þýðingar- mikið atriði i sambandi við haftafarganið, sem ekki hef- ir verið bent á nógu rækilega. Það vita allir, að á úthlutun leyfa hefir til skamms tíma verið hinn mesti seinagangur, og hefir oft verið erfitt að fá Gjaldeyrisnefnd til þess að svara bréfum fyrr en eftir dúk og disk. Þetta hefir oftlega komið sér mjög bagalega fyrir ýmsa kaupsýslumenn, og meira en tölum verði talið. Slíkur seinagangur af nefndarinnar hálfu hefir gert höftin ennþá óbærilegri en ella hefði þurft að vera. En geruiia nú ráð fyrir, að leyfið sé fengið og varan flutt til landsins. Þá hefst ný sorgarsaga. Ef varan er keypt gegn staðgreiðslu, þá má innflytjandinn eiga það víst, að hann getur ekki nálgazt hana fyrr en eftir mánuð eða ár. Hafi hann keypt hana með gjaldfresti og samþykki víxil, þá hefst baráttan við tolíheimtu- mennina. Ýmsir iðnrekendur kvarta yfir því, að vöru- tegundir, sem ekki hafa verið fluttar árum saman til landsins, lig'gi oft og bíði vikum saman á hafnarbakk- anum — vegna þess, að enginn veit, hvernig á að tolla 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.