Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.08.1940, Qupperneq 4
KRISTJÁN J. REYKDAL: Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Sjóvátryggingarfélag íslands h/f var stofn- að 20. október 1918 og er því nær 22 ára. Voru það aðallega kaupsýslu- og útgerðar- menn, sem stóðu fyrir stofnun þess, enda hafa þeir haft bezt skilyrði til að dæma um nauðsyn þess að stofna íslenzkt félag, sem gæti tekið að sér skipastól landsmanna ásamt vöruflutningum milli landa og innanlands. Enda kom það fljótt í ljós, að hér hafði ver- ið stigið spor í rétta átt í þeirri viðleitni að koma verzlun allri sem mest á íslenzkar hend- ur, og var enda einn liðurinn í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar eins og stofnun Eimskipafé- lags íslands nokkru áður. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir L. Kaa- ber kaupmaður (formaður), Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður, Hallgrímur Kristinsson framkvæmdarstjóri, Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri og Jes Zimsen kaupmaður. Strax á stofnfundi var samþykkt, að leita til hr. A. V. Tulinius yfirdómslögmanns um að taka að sér framkvæmdarstjórn fyrir félagið, og gegndi hann því starfi til 1934, að hann lét af starfinu sökum lasleika. Tulinius stjórnaði félaginu í öll þessi ár af sérstökum dugnaði og samvizkusemi, og má tvímælalaust að miklu leyti þakka honum hve félaginu vegnaði vel. í stað Tuliniusar var félagið svo heppið að fá Brynjólf Stefánsson tryggingarfræðing til að taka við framkvæmdarstjórastarfinu, en hann hafði um nokkur ár verið skrifstofustjóri fé- lagsins. í núverandi stjórn félagsins eru eftirtaldir menn: Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri (formaður), Lárus Fjeldsted hæstaréttarmála- flutningsmaður, Aðalsteinn Kristinsson for- stjóri, H. A. Tulinius stórkaupmaður og Guð- mundur Ásbjörnsson kaupmaður. Fyrst framan af rak S. í. eingöngu sjóvá- tryggingar, bæði beint og sem endurtrygg- ingu, eða þar til 1. júlí 1925, að félagið hóf brunatryggingarstarfsemi. Þ. 1. desember 1934 er það stóra spor stigið að setja á stofn líftryggingardeild, og 1. janúar 1937 byrjar Starfsfólk Sjó vátryggingar- félagsins 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.