Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 5
Forstjórar Sjóvátryggingarfélagsins: t.v. Axel Tvlinius,
t. h. Brynjólfur Stefánsson.
félagiS að taka að sér bifreiðatryggingar. Yf-
irleitt hefir viðleitni félagsins verið í því fólg-
in, að koma sem mestu af tryggingum lands-
manna á íslenzkar hendur.
Skal hér nú örlítið minnzt á starfsemi hverr-
ar deildar fyrir sig:
Sjódeildin sjóvátryggir kaupskipaflotann
að miklu leyti, togarana og línuveiðarana að
nokkru leyti, inn- og útflutning landsmanna
að miklu leyti. Hér bætist auðvitað við stríðs
trygging á ófriðartímum, eins og nú standa
yfir.
Búnaðardeildin brunatryggir allskonar
lausafjármuni (innbú, vörur og vélar), og
mun hafa langmestan hluta þeirra trygginga
hér. Þá eru öll hús í Reykjavík brunatryggð
í skyldutryggingu hjá félaginu. Auk þess hef-
ir brunadeildin rekstursstöðvunartryggingar.
Bifreiðadeildin tryggir rúmlega helming
allra bíla á landinu, bæði í skyldutryggingu
og frjálsri tryggingu.
Líftryggingardeildin. Þá er sænsku félögin
Thule og Svea hættu starfsemi sinni hér á
landi yfirtók S. f. hinar íslenzku tryggingar
þeirra. Líftryggingarupphæðir í gildi um síð-
ustu áramót námu tæpum 32 millj. kr., þar af
ca. 14 millj. kr. yfirtekið frá sænsku félögun-
um. Hefir líftryggingarstarfsemin farið fram
úr öllum áætlunum, enda hefir félagið á að
skipa mörgum ágætum umboðsmönnum til að
afla félaginu trygginga.
S. í. hefir eftirlaunasjóð fyrir fasta starfs-
menn sína. Miðast eftirlaunin við 60 ára ald-
ur fyrir kvenfólk, en 65 ára fyrir karlmenn.
Sjóðurinn tryggir meðlimum sínum eftirlaun
allt að 60% af launum auk líftryggingar.
Fast starfsfólk félagsins á aðalskrifstofu
þess er rúmlega 40 að tölu. Auk þess hefir fé-
lagið fjölda umboðsmanna bæði hér í Reykja-
vík og út um allt land.
Það má óhætt fullyrða, að á fáum skrifstof-
um er eins mikið félagslíf meðal starfsfólksins
og hjá S. I. Starfsfólkið eða hluti þess fer að
jafnaði í tvö sumai'ferðalög á ári. Til þess að
standast kostnað af ferðalögum þessum eru
tveir sjóðir, sem meðlimirnir greiða mánaðar-
lega í yfir allt árið samkvæmt nánari reglum.
Með þessu móti hefir verið hægt að fara í tals-
vert kostnaðarsöm ferðalög, án þess að pyngj-
an yrði mikið vör við það. Á veturna er farið
í sameiginlegar skíðaferðir að lokinni vinnu
á hverjum laugardegi, þegar skíðafæri er.
Er það án efa gagnlegt mjög, að fólk, sem
vinnur saman við verzlunar- og skrifstofu-
störf, hafi með sér sem f jölbreyttast félagslíf.
Eykur það á kynningu fólksins á annan hátt
en á vinnustaðnum sjálfum.
Kristján J. Reykdal.
CASSON: Dugnaður.
IJMIR hafa ekki eyra fyrir hljómlist. Þeir geta hvorki
sungið né leikið á hljóðfæri. Þeim finnast allir söngv-
ar og lög eins. Og í eyrum þeirra hljómar jazz eins og
Beethoven.
Það eru lika til kaupsýslumenn, sem hafa jafnlitið
vit á gildi dugnaðar og aðrir á hljómlist.
Þeir eiga litil fyrirtæki, sem baslast áfram um stund.
Það virðist ekki vera hægt að hjálpa þeim á neinn hátt.
Aðrir kaupsýslumenn hinsvegar eru alltaf fullir á-
huga og dugnaði. Þeir koma fram með nýjar hugmynd-
ir og aðferðir, og læra af öðrum.
Á sínum tíma verða svo þessir menn forvígismenn á
sviði kaupsýslu og iðnaðar. Þeir eru færastir um að
standast alla keppni. Þeir verðskulda gengi sitt.
Gott ráð
TTÉR er gott ráð handa hverjum ungum manni, sem
J"J" er duglegur og framgjarn — þú verður að vinna
tvö dagsverk á dag. Þú verður að vinna hið venjulega
dagsverk þitt, hvað sem það er, og þú verður að vinna
annað dagsverk, sem er AÐ LÆRA.
Hið venjulega dagsverk þitt færir þér launin þín og
það er ef til vill allt og sumt, sem þú færð fyrir það.
Lærdómsstundirnar — sem þú átt að taka af frí-
tímanum — munu færa þér viðgang. Þær geta kann-
ske skapað þér ágæta braut í lífinu.
Framtíð þín — hvar sem þú verður staddur milli
fertugs og fimmtugs — er undir því komin, hvernig
þú verð frítíma þínum.
Þetta er ráð, sem gott er að fara eftir. En það er
kannske ekki nema einn af hverjum tiu, sem hefir
kjark og þrek til þess að hagnýta sér það.
FRJÁLS YERZÉUN
5