Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 10

Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 10
Fyrri l<aíli greinar próíessors Guðbrandar jónssonar urn Þorlák O. fohnson Ritgerð þessi er samin af tilefni hundrað ára af- mælis þessa merkismanns. Af ýmsum ástæðum birtist hún ekki fyrr en þetta. Þó hún komi ekki upp á dag, þótti höf. ekki ástæða til þess að fela hana pappírskörf- unni, enda þótt hún geri ekki þessum merkismanni þau skil, sem honum ber. Hitt þykist höf. viss um, að þegar stundir líða, muni þessum manni gerð þau skil, sem honum hæfa, og ekki þyrfti að undra, þótt hann yrði bókar- eða bókaefni áður en lyki. G. J. Það er óhætt að segja, að íslenzkum sagn- fræðingum hefir ekki enn tekizt að gera sögu þjóðar sinnar rétt skil. Taki maður sér í hönd einhverja af hinum mörgu og misjafnlega góðu kennslubókum, sem til eru í íslandssögu, en viðameiri heildarrit eru ekki til um hana enn sem komið er, er eitt' það fyrsta, sem mað- ur rekur augun í, að það er enginn fastur þráður í frásögninni. Það eru aðallega sundur- laus æfiágrip manna, sem festir hendur á, og hafa þær sjaldan önnur tengsl aftur fyrir sig eða fram en ættbálkinn til beggja handa; þá eru þar og frásögur af atvikum, sem ekki hefir tekizt að tengja, og jafnvel ekki verið reynt að tengja, við neina samfellda heildarrás ís- lenzkrar sögu, og ekki heldur við erlend atvik eða aðstæður, nema beinlínis verði ekki hjá því komist. Þetta er staðhæfing, en engin ásök- un, því það eru naumast enn til efniviðir í sög- una, eða öllu heldur, þó þeir séu til, þá er ekki búið að tegla þá og hefla. íslenzkir sagnfræð- ingar eiga enn eftir að vinna meginundirvinn- una, áður en sagnaritararnir geti með sæmi- legum árangri farið á stúfana. Það þarf að vinna allt hið einstaka út í smáritgerðum, og þegar svo til er þurausið, þá er fyrst hægt að fara að rita sögu íslands. Enda þótt svona sé enn ástatt, er það mjög greinilegt, að til er fastur þráður í sögu ís- lands, að minnsta kosti einn, ef ekki fleiri, enda er saga flestra þjóða að því leyti svip- uð vaxkertunum digru í hinum miklu dóm- 10 kirkjum úti í heimi, að kveikirnir eru margir, þó kertið sé ekki nema eitt. Það er ekki gott að vita enn, hversu margþættur er þráðurinn í sögu lands vors, en einn er öllum sjáanlegur og bláþráðalaus. Það er sjálfstæðisbaráttan. Hún er óslitin frá því forfeðurnir flúðu Noreg undan ofríki, og fram á þennan dag. Menn mega ekki láta það villa sig, að hún hefir ver- ið með margvíslegum svip um aldirnar. Atvikin í sögu landsins eru tengd sjálfum sér, ekki aðeins í röð innan rásar tímans, held- ur í órjúfandi orsakasamböndum fram fyrir sig og aftur fyrir sig og útundan sér á alla vegu. Saga lands vors er og fjarri því að vera sjálfstætt fyrirbæri bundið FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.