Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 2
BJÖRN OLAFSSON: Samningurinn við Bandaríkin Samningur sá, sem gerður hefir verið við Bandaríkin, byggist á tveim meginatriðum. I fyrsta lagi, að allur útflutningur okkar til Bret- lands greiðist í dollurum. í öðru lagi, að Banda- ríkin lofa að sjá íslendingum fyrir nauðsynleg- um vörum og munu leggja til skipakost til að flytja þær til landsins ef þörf krefur. Það mun flestum hafa orðið Ijóst strax og árangur samninganna var birtur, að talsverð breyting mundi verða á utanríkisverzlun lands- ins. Ameríku-samningurinn hafði það í för með sér, að breyting hlaut að verða á viðskiftasamn- ingi vorum við Breta og eftirliti því sem þeir höfðu með gjaldeyrisverzluninni. Samkvæmt brezka viðskiftasamningnum var því heitið, að vér fengum allar nauðsynjar frá Bretlandi eða frjálsan gjaldeyri til kaupa á þeim. Með hinum nýja samningi, sem gerður hefir verið við Breta, er felldur niður réttur þeirra til eftirlits með gjaldeyrisverzluninni, en jafnframt falla niður skyldur þeirra til að sjá íslendingum fyrir nauð- synjum nema að litlu leyti. Þær vörutegundir, sem gert er ráð fyrir að vér getum fengið frá Bretlandi á þessu ári, eru kol, salt, cement, leir- vara, vefnaðarvara (að litlu leyti) og nokkrar smærri vörutegundir. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að vér verðum að leita til Bandaríkjanna um aðflutninga til landsins. Að vísu má segja að ekki sé í kot vísað að sækja þangað nauðsynjar, en hin langa leið ger- ir flutningana erfiða og áhættusama. Þótt að ýmsu leyti hafi verið auðveldara fyrir innflytj- endur almennt að kaupa vörur frá Bretlandi, þá er nú svo komið að þar er orðinn mikill hörg- ull á mörgum vörum og þeir erfiðleikar munu fara vaxandi. En þótt stefnubreytingin í við- skiftum landsmanna vegna Ameríku-samnings- ins kunni að hafa einhver óþægindi í för með sér fyrst í stað, munu menn almennt fagna yfir 2 því, að breytingin varð þess valdandi, að lands- menn urðu aftur sjálfráðir um gjaldeyrismál sín og utanríkisverzlun. Ef allt fer með felldu um framleiðsluna, eins og verið hefir tvö undanfarin ár, er lítill vafi á því að landsmenn hafi nægan gjaldeyri fyrir öll- um nauðsynlegum innflutningi. Að vísu er framleiðslan háð aflabrögðum, veðráttu og hern- aðarframkvæmdum, en engin ástæða er til að láta hugfallast eða fyllast bölsýni um framtíð- ina og hyggja að allt muni nú verr ganga en áður. Vegna hinnar gífurlegu hernaðarframleiðslu í Bandaríkjunum, fara vaxandi erfiðleikar um kaup á ýmsum vörum þar í landi. Til þess að tryggja það, að Islendingar geti fengið þær vör- ur, sem þeir þarfnast, var samið um sérstaka tilhögun á leyfisveitingum fyrir vörum hingað til lands. Ennfremur er tryggð aðstoð Banda- ríkjastjórnar með innkaup á einstökum tegund- um ef nauðsyn krefur. En þess mun verða gætt af fremsta megni að öll vörukaup fari fram eftir venjulegum viðskiftaleiðum og að afskifti rík- isvaldsins verði sem allra minnst. Til þess að greið afgreiðsla fáist á forgangsleyfum (prior- ities) þurfa íslenzkir innflytjendur að tilkynna viðskiftasamböndum sínum vestan hafs að senda allar beiðnir um forgangsleyfi til sendi- herra íslands í Washington eða til aðalræðis- mannsins í New York. Séu beiðnirnar sendar á annan hátt, er ekki líklegt að þær fái viðunandi afgreiðslu. Viðskiftanefndin, sem nú er skipuð átta mönn- um, hefir með höndum fyrirgreislu á viðskift- um við Bretland og Bandaríkin. Geta menn snú- ið sér til nefndarinnar með vandamál sem upp koma með útvegun á ýmsum vörum, að svo miklu leyti sem það er í sambandi við fyrir- Framh. á síðu 17. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.