Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 5
25 ára verzlunarafmæli: J. Þo rláksson & Norð mann I ársbyrjun 1917 stofnaði Jón Þorláksson hina alþekktu byggingarefnaverzlun, sem enn er í fullum gangi og átti 25 ára afmæli fyrir stuttu síðan. Jón rak verzlunina einn til 1923, en þá gerðist Óskar Norðmann félagi hans. J. Þorláksson & Norðmann er nú með þekkt- ustu verzlunum landsins og mun vera sú af sérverzlunum byggingariðnaðarins, sem hefir einna fjölbreyttasta vörusölu. 1 tilefni af afmælinu sneri „Frjáls verzlun" Viðtal við Óskar Norðmann. sér til Óskars Norðmann stórkaupmanns og fékk hjá honum nokkrar upplýsingar um verzl- unina, sem hér fara á eftir: Þann 1. febrúar 1917 stofnaði Jón Þorláksson byggingarefnaverzlun í húsinu Bankastræti 11 í Reykjavík. Jón hafði verið landsverkfræðingur um langt skeið, en sagði því starfi lausu frá árslokum 1916. Ekki hætti hann þó verkfræði- störfum, en hafði verkfræðilega teiknistofu, sem gerði áætlanir fyrir mannvirki og rak jafnframt því byggingarefnaverzlun. Starfsemi Jón Þorláksson Jóns var að því leyti tvíþætt, að hann sá bæði um áætlanir og teikningar á mannvirkjum og útvegaði efni til þeirra. Eins og kunnugt er, var Jón rnikill forgöngumaður þess að mannvirki hér á landi yrðu byggð úr steinsteypu og mið- aði hann verslunina ekki sízt við það, að út- vega allt er þyrfti til steinsteypuhúsa, en verzl- unin hefir raunar ætíð haft á boðstólum flestallt algengt byggingarefni annað en timbur. Árið 1923 varð ég verzlunarfélagi Jóns og um leið og sú breyting varð á, var einnig aðskilin sú grein af starfseminni, sem höfð var með höndum á hinni verkfræðilegu skrifstofu, og hefir firmað eftir það verið eingöngu verzlun. Eftir fráfall Jóns Þorlákssonar, árið 1935, er frú Ingibjörg Cl. Þorláksson eigandi firmans ásamt mér. Árið 1939 keypti J. Þorláksson & Norðmann steinsteypu Einar Magnússonar við Skúlagötu og rekur hana nú sem hlutafélag. H.f. Stein- steypan framleiðir steinsteypurör, svo sem píp- ur, hlífar fyrir jarðstrengi, vikurplötur til ein- angrunar og fleira þessháttar. Starfsmenn við verzlunina eru nú 10, sem eru í fastri vinnu, en auk þess vinna verka- Óskar Norðmann FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.