Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 27
Hann var svo ungur; bjó yfir mikilli lífsgleði, var áhugamikill og átti mörg verkefni fyrir höndum. Frá þeim er hann fallinn og við lítum á autt sæti með djúpum söknuði. Ungur að aldri, 16 ára gamall, lauk Emil heit. fullnaðarprófi frá Verzlunarskóla íslands með ágætiseinkunn. Ég kynntist honum í Verzlun- arskólanum, og hélzt vinátta okkar allt til þess að dauðinn skildi leiðir. Ég veitti strax athygli áhuga hans á náminu. Góðar gáfur, samfara miklu kappi, skipuðu Emil heit. í fremstu raðir skólasystkina hans. í skólanum þótti öllum vænt um Emil; hann var tápmikill og síglaður. Glaðlegt yfirbragð einkenndi hann í daglegri framkomu. Ekki einungis í skóla komst Emil í fremstu raðir. Eftir stutt æfistarf hefir hann komist lengra áleiðis, en mörgum verður auðið þó að mörg ár eigi að baki. Að námi loknu vann Emil í rúmt ár í skrif- stofu föður síns. En hugur hans hneig brátt að því að verða sjálfstæður í starfi. — 21 árs að aldri stofnaði hann ásamt félaga sínum, Lár- usi Óskarssyni, heildverzlun hér í bæ. Þeir félagar voru þá báðir ungir að aldri og lítt lífsreyndir. Með tvær hendur tómar, á þeim tímum, þegar kreppan herti mest að, hófu þessir ungu menn sjálfstæðan atvinnurekstur. Þeir voru samhentir, höfðu trú á sjálfum sér og trú á framtíðinni, þó að þá væru margir bölsýnir og tímarnir til þess fallnir að draga dug úr ungum mönnum. Svo voru efni, í upphafi, af skornum skammti, að mér er kunnugt um að þegar Emil heit. var að undirbúa stofnun sjálfstæðrar starfsemi, fékk hann aura að láni hjá móður sinni til þess að kaupa frímerki á bréfin, sem hann þurfti að senda, En með dugnaði tókst þeim félögum að skapa fyrirtæki, sem frá upphafi hefir farið sívaxandi og stendur nú föstum fótum. Emil hafði hafið glæsilegt æfistarf og miklar vonir voru bundnar við framtíð hans. Ungur var hann búinn að ryðja sér myndar- lega starfsbraut. Og það sem mest réði brautar- gengi þessa unga og efnilega manns var sam- viskusemi. Hann tamdi sér að vera orðheldinn og reglusamur í störfum og viðskiptum. Á síðastliðnu sumri kvongaðist Emil heit. eftirlifandi konu sinni, Sigrid fædd Mogensen. Sambúð þeirra var ástúðleg, og þau litu til framtíðarinnar með fögnuði og gleði á hinu nýja heimili sínu. En sambúð þeirra varð skemmri en vonir voru um. Hin unga kona syrgir mann sinn dáinn eftir fimm mánaða hjónaband. Emil heit. var til moldar borinn á Þorláks- messudag. Jarðarför hans var fjölmenn og bar vott um að vinsæll maður var í valinn hníginn. A. B. ÁHræður: Pétur Jónsson Pétur Jónsson fyrrv. kaupmaður átti 80 ára afmæli hinn 20. febr. s. 1. Pétur gekk á unga aldri á verzlunarskóla erlendis og varð síðan starfsmaður við Knudsens-verzlun í Hafnarfirði. Síðar gerðist hann bóndi í Krýsi- vík:, en Pétur var kvæntur dóttur Árna sýslu- manns, er átti þá jörð. Seinna hóf Pétur svo verzlunarstörf á ný og rak verzlun í Reykja- vík um skeið, en síðast var hann starfsmaður hjá Sameinaða. Pétur var hið mesta glæsimenni og hefir alla tíð fengið hið besta orð þeirra sem hann hafa þekkt. Pétur er að allra dómi sannur ,,gentle“-maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann er heiðursfélagi Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. „Frjáls verzlun“ óskar honum til hamingju. FRJÁLS VERZLUN 2'

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.