Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 25
Um tvennt að velja. Frh. af bls. 7 það enn stefna hans að draga verzlunina saman, Þrátt fyrir yfirvofandi vandræði af völdum langrar styrjaldar. Einn ávöxturinn af hinni skaðvænu og fávíslegu stefnu hans er húsnæðis- leysið í Reykjavík, en samkvæmt valdboði hinna tveggja flokka voru ekki byggð nema fimm íbúð- arhús í Reykjavík árið 1940. Öll afskifti þess- ara flolcka á haftaárunum af hinum viðkvæmu hagsmunamálum verzlunarmanna voru gegn- sýrð af hlutdrægni og beinni ósvífni. Það þyrfti því ekki raunar frekari rökleiðslu að því, að allir verzlunarmenn hljóta að vera andvígir þessum flokkum, því það er augljóst að þeir hafa ekki breytt aðstöðu sinni neitt. Það er líka skylt að minna á það, að jafn- framt því sem atvinnumöguleikar verzlunar- manna voru rýrðir féll á þá þung byrði, sem skapaðist af óstjórn hinna rauðu flokka í al- mennum landsmálum. Fjöldi sveita og kauptúna um allt land var á gjaldþrotsins barmi eða gjaldþrota eftir 5—10 ára stjórn hinna rauðu. Framfærslubyrðin varð þessum sveitum og kauptúnum ofviða og þá var það sem megin- þunga allrar framfærslu í landinu var velt yfir á Reykjavíkurbæ með lagabreytingu á Alþingi. Önnur afleiðing óstjórnarinnar var sú, að at- vinnulausir menn hvaðanæva af landinu hópuð- ust til Reykjavíkur, því þar var helzt bjargar að leita. Þegar að svarf varð svo Reykjavíkurbær að greiða hundruð þús. í atvinnustyrk til þess fólks sem hvergi gat fengið vinnu hjá hinum aðþrengdu atvinnufyrirtækjum. Hinsvegar hafði landsstjórnin meira fé í veltunni en nokkru sinni fyrr í sögu landsins, en því var náð með sköttum og tollum, sem árlega voru hækkaðir eftir því sem hagur hins opinbera hallaðist. Með ranglátu og skaðlegu skipulagi á sölu innlendra afurða hefir Reykjavík verið gerð að féþúfu fyrir einokanir Framsóknar- manna og nefndabákn, sem almenningur fær litlar og óljósar upplýsingar um hvernig starfa. — Verzlunarmenn og aðrir þeii*, sem borið hafa þungar gjaldabyrðar, hafa fengið að kenna á þessum stjórnarferðum valdsflokkanna á undan- förnum árum. Meðan rauðu flokkarnir voru alls ráðandi í viðskiftamálunum og gátu komið því við að nota höftin í sína bágu blómgvuðust einokanir ríkis og samvinnufélaga. I Reykjavík hafði kaupfé- lag aldrei áður þrifist í samkeppni við hina frjálsu verzlunarstétt. En með tilstyrk hafta- FRJÁLS VERZLUN valdsins var hægt að koma upp stórverzlunum í hinu svonefnda samvinnuformi. Reynzla annara bæjarfélaga sýnir, að þar sem hinir rauðu flokkar hafa náð langvinnri meiri- hlutaaðstöðu hafa einokanirnar rutt verzlunar- stéttinni burtu. Verzlunarmenn geta því séð, að ef svo færi að rauðu flokkarnir gætu aukið mjög við vald sitt með því að ná Reykjavík á sitt vald, er rutt úr braut sterkustu hindruninni fyrir því að þessir flokkar geti komið fram eyðileggingar- áformum sínum. Næðu sósíalistar og Tímamenn valdi yfir bæjarmálum Reykjavíkur mundi það brátt sjást að það vald yrði notað takmarka- laust til þess að draga verzlunarstéttina nið- ur til hagsbóta fyrir einokanir og pólitísk sam- vinnufélög. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa engan stein lagt í götu verzlunarmanna. Verzlunin í Reykjavík hefir fengið eins gott athafnafrelsi í bænum og mögulegt hefir veriö fyrir bæjaryfirvöldin að veita henni. Öll höft og hömlur hafa komið frá ríkisvaldinu, sem verið hefir í höndum hinna rauðu. ★ Iíinn 15. marz verður skorið úr því hvort Sjálfstæðismenn ráða einir í bæjarmálunum næstu 4 ár eða hvort upp kemur hin rauðskjöld- ótta flokkasamsteypa, sem gráast hefir leikið verzlunarstéttina á liðnum árum. — Það ættu Sjálfstæðismenn að hafa hugfast að hvert það atkvæði, sem ekki er skilað á kjörstað, er at- kvæði með rauðu flokkunum. Þeir, sem heima sitja, kjósa með hinum rauðu. Þann 15. marz fylkja verzlunarmenn sér enn um Sjálfstæðisflokkinn, minnugir þess að Reykjavík má aldrei verða að bitbeini sósíalista og Tímamanna. •j* Emil G. Þorsteinsson Minningarorð Emil Gunnar Þorsteinsson stórkaupmaður andaðist 14. desember 1941. Banamein hans var heilablóðfall. I þrjá sólarhringa háði hann hel- stríðið við miklar kvalir unz yfir lauk. Degi áð- ur gekk hann frá starfi jafn heill og að vanda. Engan grunaði þá, að Emil heit. væri í síðasta sinn að kveðja störf og starfsfélaga. Emil var fæddur 4. desember 1916. Foreldrar hans voru frú Lára og Þorsteinn Sigurðsson húsgagnameistari. Hann varð aðeins 25 ára gamall. Andlát Emils kom okkur vinum hans á óvart. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.