Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.01.1942, Blaðsíða 4
Frá jólatrésskemmtun V. R. dönsuðu börnin og fóru í leiki og skemmtu sér á annan hátt. Undirleik við sönginn og dansinn annaðist Hafliði Jónsson. Jólatrésskemmtanir þessar stóðu frá kl. 5 e. h. til kl. 10 um kvöldið. Síðasta kvöldið var tekin mynd af barna- hópnum, er stillti sér upp í kring um jólatréð og er myndin sem hér er birt frá því kvöldi. Jólatrésskemmtanir þessar þóttu takast mjög vel og höfðu margir það á orði að þær hefðu verið þær beztu, sem félagið hefir haldið, og þá sérstaklega heimilislegar. Skemmtinefnd félagsins sá um og stjórnaði þesum jólatréskvöldum, en hana skipa: Hjörtur Ilansson, form., Lárus Bl. Guðmundsson, Ólafur Beinteinsson, Konráð Gíslason og Lúðvíg Hjálm- týsson. Ennfremur aðstoðuðu nokkrir félags- menn, þar á meðal Árni Einarsson. Hlutavelta V. R. Þann 8. febrúar var haldin hlutavelta í Verka- mannaskýlinu, til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð félagsins. Sá stjórn og húsnefnd um hlutavelt- una og varð af henni mjög góður ágóði. Er skylt að þakka verzlunarmönnum hve vel þeir brugðust við um gjafir til hlutaveltunnar og sýndi það sig í þetta skifti, eins og endranær, að verzlunarmenn eru fljótir að hlaupa undir bagga ef félagið leitar til þeirra um styrk fyrir nauðsynjamál sín. Áfmæli V. R. Afmæli V. R. var haldið hátíðlegt 27. janúar á Ilótel Borg. Ilófst samkoman með borðhaldi kl. 8 e. h. og var síðan dansað til kl. 41/2 eftir miðnætti. Undir borðum voru ræður fluttar. Töl- uðu þar m. a. formaður V. R., Egill Guttorms- son, sem setti samkomuna, Árni Jónsson alþm. fyrir minni íslands, og dr. Oddur Guðjónsson fyrir minni verzlunarstéttarinnar. í ræðu sinni mælti formaður nokkrum orðum til Hjálmars Björnssonar viðskiftafulltrúa, sem var boðs- gestur félagsins á samkomunni, en Iljálmar svaraði með ræðu. Mjög mikil aðsókn var að afmælisfagnaðinum og urðu margir frá að hverfa. Skemmtu menn sér hið bezta. Arbók Reykjavlkur 1940 Dr. Björn Björnsson, hagfræðingur Reykja- víkurbæjar, hefir samið mikla bók, þar sem safnað er saman margvíslegum skýrslum varð- andi hag Reykjavíkur og bæjarlífið í ýmsum myndum. Er það í fyrsta sinn, sem slíkar hag- fræðilegar skýrslur hafa verið gefnar út um nokkurn kaupstað í landinu. Árbók þessi er gefin út af bæjarsjóði Reykja- vikur og ná skýrslur þær, sem þar birtast yfir- leitt til ársins 1940 og svo langt aftur í tímann, sem föng eru á og tilefni er til. í bókinni er feiknarmikill fróðleikur um Reykjavík og geta engir, sem láta sig nokkru varða hagsögu Reykjavíkur nú og á síðastliðnum árum, án bók- arinnar verið. Erlendis er það alsiða að stærri bæjarfélög komi sér upp skrifstofum er vinna hagfræðileg- ar skýrslur úr gögnum bæjanna um fjárhag, atvinnulíf og annað það, sem bæjarbúa varðar. Þegar Jón Þorláksson var borgarstjóri í Reykja- vík réði hann dr. Björn í þjónustu bæjarins til slíkrar skýrslusöfnunar og hefir hann unnið að því verki lengst af síðan. Má nærri geta að það er mjög mikilsvert fyrir stjórn svo stórs bæjar- félags sem Reykjavík er, að hafa við hendina nákvæmar skýrslur um hin ýmsu mál er bæinn varða. Með samanburði milli hinna einstöku ára og á ýmsu öðru, sem út úr slíkum skýrslum má lesa, geta þeir, sem um bæjarmálefnin fjalla, séð margt og fengið mikilsverðar upplýsingar. Hér í blaðinu eru á öðrum stað nokkrir smá- kaflar sem fengnir eru úr bók dr. Björns. Auð- vitað veita þessir stuttu útdrættir mjög ófull- komna hugmynd um bókina, en Reykvíkingar, sem kynnast vilja hag bæjarins, ættu að kaupa hana. 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.