Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 4
mundi ríkja í þjóðfélaginu og það ofurselt illum völdum. Þeir neita landsbúum um borgaraleg réttindi til þess að geta sjálfir farið með valdið, alveg eins og erlendu yfirdrottnarnir. En það fer einnig svo nú, að það þýðir ekki að streit- ast á móti til lengdar. Órétturinn víkur og Tímamönnunum verður skipað á þann sess í íslenzkum stjórnmálum, sem er í samræmi við það fylgi kjósendanna, sem bak við þá stendur. Sjálfstæðismenn leggja út í þennan bardaga við innlent kúgunarvald, alveg ótrauðir og án þess að hika. Málið er það, sem barist er fyrir, en mennimir hverfa í skuggann. Sjálfstæðis- menn standa sameinaðir. ★ Þegar Tímamenn höfðu siglt öllu í strand 1939 báðust þeir samstarfs og hjálpar frá Sjálf- stæðismönnum og það samstarf var látið í té. Að baki var þá löng keðja kreppuára, sem Tíma- menn höfðu notfært sér til framdráttar.- Þeir hefðu ekki getað hitt á heppilegra árferði, til að framkvæma kúgunarstefnu sína. Ef góðæri hefði ríkt, hefði verið örðugra fyrir þá að koma fram haftakúguninni. En kreppuástandið gátu þeir notað sem hagkvæmt yfirskin fyrir því sem framkvæmt var andstæðingunum til óhægðar. Innræti Framsóknarmanna, sem stjórnmála- flokks, lýsir sér bezt í því að þeir skyldu nota sér kreppu og óáran til þess að gera hluta and- stæðinga sinna enn verri. Þegar stjórnarsam- vinnan hófst 1939 var styrjöld sjáanleg fram- undan og Sjálfstæðismenn töldu það skyldu sína, þjóðarinnar vegna, að skorast ekki undan sam- starfi við forna andstæðinga. Um stjórnmála- legan ávinning af slíku samstarfi var ekki að ræða, enda miðaðist þátttaka þeirra einungis við það, að reyna að lagfæra það öngþveitis- ástand, sem þjóðarbúskapurinn var kominn í. En Framsóknarmenn misstu aldrei sjónar á hinum stjórnmálalega ávinningi. Þeir höfðu ætíð flokk sinn ofarlega í huga og höguðu sér þar eftir. Nú hælast Tímamenn yfir því að Sjálfstæðis- menn hafi tapað atkvæðum meðan þeir voru í samstarfinu við þá. Þeir halda sig hafa unnið Sjálfstæðismönnum pólitískt tjón meðan sam- stjórnin sat að vöidum og efnt til klofnings og sundurlyndis innan flokksins. En þótt ekki hafi skort viljann hjá Tímamönnum til slíks, þá liefir það þó ekki tekist. Sjálfstæðismenn ganga til kosninga um kjördæmamálið til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur, að harðsnúin minnihluta- klíka geti sagt fyrir verkum. Sjálfstæðismenn krefjast aukinna áhrifa á mál þjóðarinnar í samræmi við það, sem sjálf þjóðin vill. Tímamönnum hefir ekki tekizt að nota stjórn- arsamvinnuna Sjálfstæðismönnum til tjóns og Sjálfstæðismenn berjast nú fyrir réttlætismáli og standa sameinaðir sem einn maður. ★ Sjálfstæðisflokkurinn er ekki klíkuflokkur. Hann nýtur fylgis manna úr hverri einustu stétt þjóðfélagsins. Verzlunarmenn hafa fylgt flokknum einhuga að málum vegna þess að Sjálfstæðismenn berjast fyrir frjálslyndri verzl- unar- og fjármálastefnu. Þess vegna er það, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú hafið nýja baráttu til að fá réttlát og aukin áhrif á stjórn landsins, þá fylkja verzlunarmenn sér enn ein- huga undir merki flokksins. Enginn ágreining- ur kemst að. Menn skilja að nú er meiri nauð- syn að standa saman en nokkru sinni fyrr. Andstæðingarnir hafa hlakkað yfir því, að vænta mætti sundurlyndis innan Sjálfstæðis- flokksins, einmitt nú. Þeir hafa reiknað það dæmi skakkt. Verzlunarmenn og menn úr öðr- um stéttum, sem undanfarin ár hafa sameinast undir merki Sjálfstæðisflokksins, standa þar enn einhuga og sigurvissir. Sameinaðir stöndum vér! Það mun sannast hinn 5. júlí. Verzlunarmenn hvarvetna Fylkið yður um |oingmannaefni á landinu! Sjálfstæðismanna. 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.