Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 33
Ski palest í norðurhöfum Pegar Reuben James var sökt Höfundur eftirfarandi frásagnar, segir frá árás á kaupskipalest í Norð- ur-Atlantshafi, þegar tundurspillinum Reuben James var sökkt, en það var fyrsta herskip Bandaríkjamanna, sem sökkt var í styrjöldinni. Skip- brotsmennirnir voru fluttir til Reykjavíkur. 24. okt. 1941. Þokan lyftist frá sjónum eftir að við höfum farið frá New Foundland, og aft- an við okkur sjáum við 43 skip, sem veltast á bylgjunum. Þau sigla í sjö röðum. Tundurspill- ar eru aftan við og til hliðar og gæta skipanna eins og þau séu fjárhópur, sem verið er að reka til réttar. Kanadiskur tundurspillir kemur á fleygiferð upp að okkur og gefur ljósmerki: Þökk. Góða ferð. Gangi ykkur vel. 27. okt. Sjór ókyrrist á miðnætti. Mér er ó- mögulegt að sofa nokkurn blund. Ég fer upp, en kastast til eins og dauður hlutur, því skipið fer illa í sjó og veltist stöðugt á endum. „Engir kafbátar í dag“, segir skipstjórinn. Hann er gamall kafbátsmaður sjálfur og veit hvernig þeir haga sér. Sjógangurinn er afskap- legur. Skrúfurnar koma stundum upp úr sjón- um og skipið tekur dýfur og veltur. í símanum heyrist að tekið hafi út af tveim skipunum, það sem á þilfari var. Einn maður er sagður hafa fallið útbyrðis. Við vonum að hann náist. 28. okt. Við erum 1200 mílur frá Islandi, því við höfum farið langt úr leið til að sleppa fram hjá kafbátunum, sem talið er að liggi í leyni á skipaleiðum. Við höfum fengið tilkynningu um kafbátahættu og höfum merkt 15 staði á kortinu, þar sem þeir eru sagðir hafa verið. 29. okt. Fengum skipun um að fara 22 mílur til baka til að gæta að olíuskipi, sem hafði orðið viðskila við hópinn um nóttina. Við fundum það einsamalt en það sigldi með réttri stefnu. Við sjáum Reuben James og hann gefur frá sér nokk- FRJÁLS VERZLUN ur flautuöskur og öslar áfram og kastar djúp- sprengjum. 30. okt. Kafbátar er í leið okkar og við höfum fengið skeyti um að Salinas hafi orð- ið fyrir tundurskeyti. Við vorum einmitt á þeim sömu slóðum fyrir tveim dögum. Boð koma um að skipalest, sem er þrem dögum á undan okk- ur, hafi orðið fyrir árás. Menn flýta sér til varðstöðva sinna og búast til orustu. Tungl er bjart og skipin ágætur skotspónn fyrir kafbáta. 31. okt. Ég er hálf—vakandi og hreyfingar skipsins hafa breyzt. Það er svo óvenjulega kyrrt og ekkert heyrist nema sama suðið í vél- unum. Allt í einu heyrist mikil sprenging og ég stekk á fætur. Ég heyri það glögglega, að þetta er frá tundurskeyti en ekki frá djúpsprengju. Mílu vegar fyrir framan okkur stendur svartur reykur upp af dökkleitum skipsskrokki. Buldur og brestir heyrist og gulir logar teygja sig hátt til lofts. Það eru skotfærabirgðir skipsins sem hafa sprungið. Skipið hallast og byrjar að sökkva að framan. Við erum á hraðri leið að skipinu þegar skutur þess stendur beint upp úr sjónum og rennur svo hægt niður í djúpið. Eftir augnablik heyrast sprengingar. Það eru djúpsprengjur skipsins. sem hafa sprungið og þeyta vogreki og mönn- um upp úr sjónum. Von bráðar heyrum við hás hróp um hjálp. Mennirnir í sjónum ýmist blóta eða biðja fyrir sér., en þeir ei*u eins og svartir selir í olíugrugguðum sjónum. Við förum gæti- lega til þeirra og stöðvum vélina. Yfirmennirnir gefa stuttar og ákveðnar skipanir, sem er hlýtt 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.