Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 19
mikið að gera sér ljós áhrif verðbreytinganna á þann „ágóða“, sem fram kemur í reiknings- skilum fyrirtækjanna og vera viðbúinn þeirn verðlækkun, sem tvímælalaust verður. Það, sem leggja ber sérstaka áherzlu á, er þetta, að sá „ágóði“, sem fram kemur í bókhaldinu á verð- hækkunartímum, er ekki allur ágóði í venjulegri merkingu orðsins, þ. e. a. s. eiginlegur veltu- ágóði, heldur verðhækkun eigna, birgðanna, og það, að verðhækkunin er látin koma fram sem „ágóði“, veldur því, að verðlækkunin, sem síðar verður, lækkar raunverulegan veltugróða og kemur jafnvel fram sem tap, svo að ef „gróða‘* verðhækkunartímabilsins hefur verið ráðstafað sem eðlilegum gróða og hann t. d. greiddur út, getur svo farið, að fyrirtækið lendi í greiðslu- vandræðum og verði jafnvel gjaldþrota. En hvað á þá að gera til þess að koma í veg fyrir, að svo fari ? Hvernig er skynsamlegast að haga reikningsskilunum á verðbreytingatímum ? Fara mætti að á ýmsan hátt, en til þess að_ lengja ekki þetta mál um of, skal hér aðeins getið mjög stuttlega þriggja aðferða, sem tiH. greina koma til þess að forðast óhéppileg áhrifr^ verðbreytinganna í reikningsskilunum. 1) Stungið hefur verið upp á því að meta svoj nefndar „normalbirgðir" jafnan við hinu sama' verði, en aukabirgðir (,,spekulativar“birgðir) við kostnaðarverði á hverjum tíma. Ef gert væri ráð fyrir, að 100 einingar væru „normalbirgðir“ fyrirtækisins, sem rætt var um hér að framan, mætti t. d. alltaf meta hverja einingu á 50 kr.; jafnvel þótt innkaupsverð þeirra hefði verið hærra. Verðmæti vörubirgðanna í lok 2. ársins og byrjun 3. ársins hefði þá orðið 5000 kr. í stað 8000 kr. og ágóði 2. ársins 2000 kr. i stað 5000 kr., og í stað 1000 kr. taps 3. árið hefði orðið 2000 kr. gróði. Verðbreytingar birgðanna hefðu þannig engin áhrif haft. En að þessari aðferð hefur það verið fundið, að erfitt geti verið að áætla magn „normalbirgðanna" og að e,fnahagsreikningurinni yrði ekki rérfur, þar eð birgðirnar væru of lágt metnar. Með tilliti til íslenzkrar löggjafar er þess enn fremur að geta, að skattalöggjöfin heimilar ekki slíkt mat á vörubirgðunum, svo að slíkt kæmi ekki til greina í skattaframtali, og það myndi heldur ekki vera í samræmi við ákvæði bókhaldslag- anna. 2) Þá hefur því verið haldið fram, að jafnan beri að gera skýran greinarmun á verðbreyt- ingu og veltugróða; þegar vara, sem kostað hefur 50 kr., sé seld fyrir 70 kr., en endur- kaupsverðið sé jafnframt hækkað upp í 60 kr„ sé ekki um 20 kr. ágóða að ræða, heldur sé ágóð- inn, veltuágóðinn, einungis 10 kr., en 10 kr. FRJÁLS VERZLUN verðbreyting hafi átt sér stað, og þessum 10 kr. af mismun kaup- og söluverðs verði því að halda eftir í fyrirtækinu, ef hægt eigi að vera að end- urkaupa vöruna. Verðbreytingarnar eigi að bóka á sérstakan reikning, verðbreytingareikning, sem sé viðbótarreikningur við eiginfjárreikn- inginn, og komi við reikningsskil í efnahags- reikninginn. í sambandi við fyrri sölur 2. ársins í dæminu hér að framan hefði þá verðhækkun birgðanna, eða 1000 kr., verið færðar í debet á vörureikningnum, en í kredit á verðbreytinga- reikningi. Á sama hátt hefði verið farið að við síðari sölurnar. Hefði þá ágóðinn orðið 2000 kr. í stað 5000 kr. Á 3. árinu hefði verðlækkun birgðanna á sama hátt verið færð í kredit á vörureikningi og í debet á verðbreytingareikn- ingi, svo að á vörureikningnum hefði orðið 2000 kr. ágóði. Hér eru vörurnar jafnan metnar við kostnaðarverði og efnahagsreikningurinn því réttur frá því sjónarmiði, en verðbreytingamar samt engin áhrif látnar hafa á ágóðann. Þessi aðferð getur hins vegar orðið allflókin í fram- kvæmd, og kæmi heldur ekki til greina í skatta- framtölum. 3) Þá hefur því ennfremur verið haldið fram, að einfaldast væri að haga reikningsskilunum ^eftir venjulegum reglum, þ. e. a. s. eins og gert var í dæminu hér að framan, en líta ekki á all- an „ágóða“ verðhækkunarára sem ágóða, sem ráðstafa megi hvernig sem er, t. d. greiða út, heldur leggja til hliðar af honum fjárhæð, sem svari til verðhækkunar birgðanna. Þennan sér- staka sjóð, sem þannig sé myndaður, megi svo leysa upp, þegar verð birgðanna lækkar. f dæm- inu hér að framan hefði því átt að leggja 3000 kr. til hliðar og mynda einskonar verðbreytinga- sjóð á öðru árinu, en leysa hann upp á 3. árinu, og hefði þá orðið 2000 kr. gróði, sem greiða mátti út, hvort árið. Þótt frá fræðilegu sjónar- miði megi ef til vill það að þessari aðferð finna, að verðbreytingar á sumum eignum, birgð- unum, komi fram í rekstursreikningi (að vísu af því að sala hefur átt sér stað), en á öðrum, t. d. fasteignum, ekki, er þessi aðferð svo ein- föld, en nær þó alveg tilgangi sínum, að ég tel hana heppilegasta, og álít nauðsynlegt, að þann- ig sé farið að. En þá er þess að geta, að skattur yrði lagður á allan „ágóðann“ (5000 kr. á 2. ár- inu í dæminu hér að framan), og væri um háar tekjur að ræða, gæti svo farið, að ekki yrði svo mikið eftir, þegar búið væri að greiða skattinn, sem nauðsynlegt hefði verið að leggja til hliðar í verðbreytingasjóðinn, og er hér um að ræða mjög þýðingarmikið atriði, sem að síðustu skal rætt nokkru nánar. Hér að framan hefur verið sýnt fram á það, 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.