Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.1942, Blaðsíða 47
Ellefsen (rh. af bls. 27 þjófóttir með afbrigðum. Skartmenn eru þeir miklir. Hottintottar eru minni vexti en Kaffar. Þeir eru ljótir og er einkum hörundið bólótt og sundursoðið. Af hvítum íbúum landsins unnu einnig með okkur nokkrir Búar, en þeir voru af lakari end- anum, og máttu teljast ónýtir til vinnu. Aðbúnaður og mataræði var ekki hentugt í því loftslagi sem þarna var. Við borðuðum alltaf mikið af kjöti en lítið var af fiski. Sumir Is- lendinganna þoldu þetta ekki og ég varð t. d. fárveikur í hálft ár og var þá um tíma á sjúkra- húsi í Höfðaborg. Þetta varð til þess að ég fór heim í árslok 1912. Kaup var hátt eftir því sem þá gerðist eða fyrst 50 kr. á mánuði og allt frítt. Auk þess fengum við premíu af hverri lýsistunnu en hún var sáralítil. Seinna árið fengum við 60 kr. á mánuði og 2 aura í premíu af hverju lýsisfati auk eftirvinnu, sem var kr. 1,40 á tímann eftir þáverandi gengi. Ellefsen gamli var ekki hár maður vexti en þrekinn á vöxt. Hann var afskapiega bráðlynd- ur en rann þó reiðin fljótt. Einu sinni man ég eftir að við vorum að laga til katla og var Ellef- sen nærstaddur. Rak hann sig þá í járnöxul og fékk af því dálítið höfuðhögg. Varð gamli mað- urinn þá svo reiður að hann barði öxulinn góða stund, en snéri sér svo að okkur á eftir, bros- andi og hristi höfuðið og sagði: Det var dumt! Det var dumt! Ellefsen hélt strangri reglu á stöðunni og mátti ekki fara þar með vín og ekki heldur máttu konur koma þar. Bær sá er Laangebon heitir var rétt hjá og voru Norðmenn illa kynt- ir þar og í fleiri bæjum, því þeir þóttu róstu- samir og djarftækir. 1 Laangebon urðu Norð- menn að einskonar „ástandi“. Þeir trúlofuðust eða giftust kynblendingastúlkum og komu yfir- leitt hinu mesta róti á kvenþjóðina á þessum slóðum. Ellefsen var oft spaugsamur og vel lá honum orð til íslendinga. Ég man eftir að hann fór einu sinni að tala við okkur íslendingana um hvalveiðistöðina í Reykjavík. Enginn okkar kannaðist við að nokkur hvalveiðistöð væri til í Reykjavík og kom þá upp að hann átti við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, en það hús sagði hann að byggt væri úr pakkhúsi, sem hann hefði látið rífa og selt Hannesi Hafstein. Þegar ég fór úr Saldanha Bay voru þar eftir þrír íslendingar, þeir Óskar Einarsson, Jón Jóns- son ættaður úr Önundarfirði, nú búsettur í Durban á austurströnd Afríku og svo Franklín Guðmundsson, sem rekið hefir vélaverkstæði í Höfðaborg. Ég kom heim til íslands á jóladagskvöld 1912 og hefi ekki síðan séð Saldanha Bay. Ég fór síðar í siglingar og kom þá til Afríku aftur en fór aldrei svo sunnarlega enda býst ég við að hvalveiðistöðin sé nú öll horfin og allir þeir, sem þar störfuðu með mér eru nú annaðhvort dauðir eða tvistraðir út í veður og vind. Nemendasamband VerzlunarsUólans Nemendasamband Verzlunarskólans hélt árs- hátíð sína í Oddfellowhúsinu 80. apríl síðastl. Nálægt 200 gamlir nemendur komu þarna saman til að endurnýja fornan kunningskap. Undir borðum söng Ólafur Magnússon frá Mosfelli nokkur lög með undirleik frk. Guðríðar Guð- mundsdóttir. Ragnar Jónsson flutti ræðu fyrir minni verzlunarstéttarinnar. Gísli Sigurbjörns- son forstjóri flutti ávarp til skólans frá árgangi 1927, sem hélt þarna upp á 15 ára afmæli sitt. Afhenti hann skólastjóra peningagjöf frá af- mælisbörnunum til styrktar byggingu hins fyr- irhugaða leikfimis og samkomuhúss skólans. Fyrir 10 ára gamla nemendur flutti Hans A. Hjartarson ávarp til skólans og skólastjóra. Þessi árgangur frá 1932 var sá fyrsti, sem nú- verandi skólastjóri, Vilhj. Þ. Gíslason útskrif- aði. Guðmundur Jónsson flutti kveðju frá 5 ára gömlum nemendum. Auk þess töluðu skólastjóri, Konráð Gíslason o. fl. Guðjón Einarsson stýrði hófinu undir borðum. Klukkan hálf tólf voru borð rudd og dans stiginn til kl. 4. Voru menn mjög sammála um það, að kvöldið hefði í alla staði verið hið á- nægjulegasta. S. Viðskiftaskráin 1942. Viðskiftaskráin 1942, útgefandi Steindórsprent h.f., er fyrir nokkru komin út og er nú enn stærri og efnismeiri en nokkru sinni fyrr. Viðskiftaskráin er sú bók, sem nú veitir beztar upplýsingar um íslenzkar stofnanir, bæði opinberar og einstaklingsfyrirtæki og er áreiðanleg og glögg heimild. Til þess að sýna bve bókin nær yfir mikið svið má geta þess, að bún veitir upplýsingar um 1582 félög og stofnanir víðsvegar á landinu og 3779 fyrirtæki og einstaklinga, víðsvegar á landinu, sem koma á ein- hvern bátt við viðskifti. í bókinni eru 87G0 nöfn með heimilisfangi og símanúmeri. Einnig er þar skrá yfir skipastól landsins. Viðskiftaskráin er vönduð að frágangi og hin að- gengilegasta handbók, sem er ómissandi hverjum kaupsýslumanni. PRJÁLS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.