Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Síða 3

Frjáls verslun - 01.07.1943, Síða 3
afurða, en vísitala innfluttra vara var hins vegar talsvert fyrir neðan hina almennu vísi- tölu. Hinn öri og mikli vöxtur dýrtíðarinnar síð- ustu mánuði ársins 1942 vakti að sjálfsögðu al- mennan kvíða. Þetta varð til þess, að 19. des. 1942 voru afgreidd á Alþingi lög um almennt bann við verðhækkun á vörum um rúmlega tveggja mánaða skeið. Þessi ráðstöfun kom að sjálfsögðu æði hart niður á ýmsum verzlunar- og iðnfyrirtækjum, sem urðu að hlýta þessu banni. Þegar þéssu tímabili lauk, hafði Alþingi sam- þykkt ný lög um verðlag og verðeftirlit í land- inu. Voru lög þessi æði mikið strangari en þau lög, sem í gildi höfðu verið fyrir verðhækkunar- bannið. Má segja að með hinum nýju lögum og reglugerðum, sem gefnar voru út, hafi nálega allar innfluttar vörur, svo og íslenzkar iðnaðar- vörur og margvíslegar þjónustur verið settar undir verðlagsákvæði og verið háðar eftirliti Viðskiptaráðs og Verðlagsstjóra, sem falin var framkvæmd þessara mála, samkvæmt hinum nýju lögum. 4) Þér minnist á Viðskiptaráð. Hvað segið þér um afskipti þess af innflutningsmálunum? Svo sem kunnugt er, var Viðskiptaráð stofnað í byrjun þessa árs, samtímis því sem Gjald- eyris- og innflutningsnefnd var lögð niður. — Verkefni þau, sem þessari nýju stofnuii voru falin, voru æði margþætt. Því var falið að á- kveða, hvaða vörur skyldi leyfa að flytja til landsins, ráðstafa farmrými í skipum, er flytja vörur til landsins, ráðstafa gjaldeyri til vöru- kaupa erlendis, annast innflutning brýnna nauð- synja eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, ef sýnt þykir, að innflytjendur sjái ekki þörfum þjóð- arinnar borgið, eða aðrar ástæður gera slíkar ráðstafanir nauðsynlegar. Einnig var því falið að sjá um framkvæmd vöruskömmtunarinnar í landinu, fara með verðlagsákvarðanir og verð- lagseftirlitið, eins og áður segir. Þetta starfsvið Viðskiptaráðs er það víð- tækt, að með sanni má segja, að afskipta þess gæti á flestum sviðum viðskiptalífsins. Eg skal ekki leggja neinn dóm á, hvernig Viðskiptaráðinu hefur tekizt að leysa hin ýmsu verkefni af hendi. Mörg þessara verkefna eru vissulega erfið viðfangs, og þegar tekið er tillit til þess, að hér er um viðkvæm hagsmunamál að ræða, kunna dómarnir að verða ærið mis- jafnir. En hitt er víst, að Viðskiptaráð hefur farið inn á nýjar brautir í starfi sínu. Þannig má geta þess, að á síðastliðnu vori safnaði Við- skiptaráðið ýmsum skýrslum um fyrri innflutn- ing, í því augnamiði, að tryggja ákveðnari FRJÁLS VERZLUN Hallgrímur Benediktsson. grundvöll til að byggja á úthlutanir gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Enn sem komið er hefur ekki fengizt úr því skorið, hvernig þessi til- raun reynist. Þá hefur Viðskiptaráð sett á- kveðnar reglur, er segja til um það, í hvaða röð vörur skuli taka til flutnings. Þá sér Viðskiptaráð ennfremur um innflutn- ing ýmissa vörutegunda fyrir einstök firmu eða samlög innflytjenda. Eru þessi afskipti Viðskiptaráðs þegar orðin all víðtæk. Eins og sést á þessum dæmum, sem þegar hafa verið nefnd, hefur starfsemi Viðskiptaráðsins í för með sér margvíslegar hömlur á athafnafrelsi verzlunarstéttarinnar. En eins og áður segir, legg eg ekki að þessu sinni neinn dóm á starf- semi Viðskiptaráðs, enda verður að játa, að sumar þær ráðstafanir, sem það hefur með höndum, eru óhjákvæmilegar eins og stendur. 5) Hafa ekki verið miklir erfiðleikar á að koma vörum til landsins? Flutningar á vörum frá Bretlandi hafa yfir- leitt gengið greiðlega á árinu, enda hefur það vörumagn,' sem þaðan hefur fengizt útflutt, minnkað talsvert. Um flutning á vörum frá Framh. á bls. 43. 3

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.