Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 4
ASalfundur V. R.
var haldinn þriðjudaginn 30. nóvember að heim-
ili félagsins. Fundinn setti formaður félagsins,
Hjörtur Hansson. Bauð hann félagsmenn vél-
komna og lýsti því yfir að samkv. lögum félags-
ins ætti fundurinn að kjósa sér fundarstjóra.
Var fundarstjóri félagsins, Konráð Gíslason,
kosinn í einu hljóði. Tók hann því við fundar-
stjórn og kvaddi fyrir fundarritara, ritara fé-
lagsins, Lárus Bl. Guðmundsson. Var síðan
gengið til dagskrár.
1. Lesin upp fundargjörð síðasta félags-
fundar, og samþykkt.
2. Lesnir upp nýir félagar og samþykktir.
3. Formaður félagsins gaf skýrslu um störf
félagsins á liðnu starfsári og er hún birt
hér á eftir í höfuðdráttum.
4. Gjaldkeri félagsins, Stefán G. Björnsson,
las upp reikninga félagsins fyrir iiðið
starfsár.
5. Gjaldkeri Húsbyggingarsjóðs, Sigurður
Árnason, las upp reikninga sjóðsins.
6. Formaður Húsbyggingarsjóðs, Frímann
Ólafsson, gaf yfirlit yfir rekstur Húsbygg-
ingarsjóðs.
7. Formaður veitinganefndar Egill Gutt-
ormsson, gaf skýrslu um rekstur féiags-
heimilisins.
8. Formaður skemmtinefndar, Guðmundur
Guðmundsson, gaf yfirlit yfir störf nefnd-
arinnar á árinu og fjárhagsafkomu á þeim
skemmtikvöldunum er haldin hafa verið
í félaginu og annað þaraðlútandi.
4
9. Reiknmgar félagsins bornir upp til sam-
þykktar í einni heild og voru þeir sam-
þykktir í einu hljóði, athugasemdalaust.
10. Stjórnarkosning.
Formaður var endurkosinn, Hjörtur Hans-
son, kaupmaður.
Úr stjórninni áttu að ganga að þessu
sinni þeir:
Stefán G. Björnsson, fulltrúi,
Adolf Björnsson, bankamaður,
Sveinn Helgason, stórkaupmaður.
í stað þeirra voru kosnir:
Oddur H. Helgason, útgerðarmaður,
Lúðvík Hjálmtýsson, verzlunarmaður,
Baldur Pálmason, verzlunannaður.
En fyrir eru í stjórninni þeir:
Bergþór E. Þorvaldsson, stórkaupm.,
Lárus Bl. Guðmundsson, bóksali og
Konráð Gíslason, kaupmaður.
I varastjórn voru kosnir þeir:
Egill Guttormsson, stórkaupmaður,
Guðjón Einarsson, verzlunarmaður,
Stefán G. Björnsson, fulltrúi.
Endurskoðendur voru endurkosnir þeir:
Þorsteinn Bjarnason, bókari,
Einar Björnsson, fyrv. verzlunarstj.
Varaendurskoðendur voru einnig endur-
kosnir þeir:
Egill Daníelsson, fulltrúi og
Einar Guðmundsson, stórkaupm.
11. Kosning fastra nefnda:
f Húsnefnd voru kosnir:
Oddur H. Helgason, útgerðarmaður,
FRJÁLS VERZLUN