Frjáls verslun - 01.07.1943, Side 5
Eyjólfur Jóhannson, forstjóri,
Sigurður Árnason, kaupmaður,
Tómas Pétursson, fulltrúi,
Gunnar Jónsson, verzlunarstjóri.
í Bókasafnsnefnd voru kosnir:
Lárus BI. Guðmundsson, bóksali,
Páll Jóhannson, verzlunarmaður,
Hjálmar Blöndal, fulltrúi.
í Heiðursfélaganefnd voru endurkosnir
þeir:
Guðm. J. Breiðfjörð, blikksmiður,
Sigurjón Jónsson, kaupmaður,
Halldór Jónsson, kaupmaður,
Guðm. Kr. Guðjónsson, verzlunarstj.,
Jón Guðmundsson, kaupmaður.
I Fulltrúaráð Verzlunarskóla fslands voru
endurkosnir þeir:
Frímann Ólafsson, fulltrúi og
Stefán G. Björnsson, fulltrúi.
Var aðalfundur þessi fjölsóttur og fór að
öllu leyti vel fram og skipulega.
Skýrsla formanns V. R.
Góðir félagar! !
Eins og síðasta fundargerð bar með sér, þá
gaf eg stutt yfirlit yfir störf félagsins á umliðnu
starfstímabili. Er því ekki hægt að komast hjá
því við þessa skýrslu mína, að á verði nokkrar
endurtekningar á því er eg áður hefi sagt, — en
þar sem nú er aðalfundur félagsins og sjálfsagt
er að fram komi í höfuðdráttum það sem aðhafst
hefur verið í félaginu á síðasta starfsári, vona
eg að fundarmenn taki máli mínu eins og það
nú liggur fyrir.
Síðan á síðasta félagsfundi, þá hefur einn af
okkar góðu félögum látist, Tryggvi Magnússon,
verzlunarstjóri. Bið eg því fundarmenn að rísa
úr sætum sínum í virðingarskyni við hinn látna.
félaga.
Með því að ekkert það hefir legið fyrir, sem
gefið hefur tilefni til að kalla saman félagsfundi,
þá er það ástæðan fyrir því, að fundir hafa
ekki verið haldnir. Það skal þó tekið fram, að
einn stórviðburður skeði á árinu, sem af sér-
stökum ástæðum var ekki hægt að segja frá á
félagsfundi eins og sakir stóðu, en ég mun hins
vegar koma að því síðar í þesari skýrslu minni.
Þess skal getið, að reynt hefur verið að fá
FRJÁLS VERZLUN
ýmsa góða menn til að flytja erindi um verzlun-
armál og annan fróðleik og með því komaáfund-
um í félaginu, en vegna þess hvað slíkir menn
hafa verið önnum kafnir, sem við höfum leitað
til, þá hafa þeir, þrátt fyrir góðan vilja þeirra
og undirtektir, ekki getað orðið við óskum
stjórnarinnar í því efni og þar afleiðandi brugð-
ist vonum vorum.
Þær breytingar, sem orðið hafa á starfstil-
högun félagsins, síðan félagið eignaðist sitt
eigið heimili, hefur orðið þess valdandi að öll
störf og framkvæmdir ganga að mestu í gegnum
skrifstofu félagsins, um leið og þau einnig eru
unnin af hinum ýmsu starfandi nefndum.
Félagið hefur orðið sérstaklega heppið í vali
sínu hvað snertir skrifstofustjórann og ráðs-
konu félagsheimilisins. Þau hafa bæði, að
mínum dómi og eg hygg þeirra annara er til
þekkja, unnið störf sín af mikilli prýði og
samviskusemi.
Einn félagsfundur hefur verið haldinn á
étarfsárinu, en 25 stjórnarfundir, þar sem tekin
hafa verið fyrir ýms mál varðandi starfsemi
félagsins og teknar til athugunar og samþyktar
þær inntökubeiðnir er stjórninni hafa borist á
hverjum tíma.
< Á síðasta aðalfundi var tala félaga 1006 með
þeim sem þá voru settir á aukaskrá, en síðan
hafa bæst við 148 nýir félagar, sem gerir
samtals .................. 1174 félagar
nú settir á aukaskrá 15
1159
Útstrikanir v. úrsagna og skulda 24
1135
Dánir ............... 7
Á aðalskrá því nú .... 1128
Á aukaskrá .......... 44
Heiðursfélagar......... 13
Félagar samtals: 1185
Eins og venja hefur verið til, þá hélt félagið
jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna
6 kvöld í röð, 4.—9. janúar, að heimili félagsins.
Sóttu þessar skemmtanir 535 börn, fyrir utan
fullorðið fólk, er var í fylgd með börnunum.
Þóttu þessar skemmtanir takast prýðilega og
ríkti almenn ánægja hjá þeim er þær sóttu. Sér-
staklega þykja þessar skemmtinir heimilislegar,
5