Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 6
samanborið við að þær væru haldnar í stærri salarkynnum. — Eins og að líkum lætur, þá er það mikið verk og vinna fyrir þá sem að þeim standa. Jólakvöldvöku hélt félagið fyrir félagsmenn og gesti þeirra 29. desember, með tilheyrandi hátíðarblæ. Séra Jón Auðuns flutti erindi og Guðmundur Jónsson, söngvari söng einsöng og jólasálmar voru sungnir. 52. afmæli félagsins var haldið hátíðlegt að Hótel Borg 29. jan. með samsæti og dansi. Ræður voru fluttar og sungið. Salir hótelsins voru fullskipaðir og skemmtu menn sér hið bezta. Við burtfararpróf nemenda Verzlunarskóla Islands var 4. bekk skólans boðið að kvöldi til dansskemmtunar og kaffidrykkju að heimili fé- lagsins. Auk nemenda var mættur skólastjóri Verzlunarskólans, Vilhj. Þ. Gíslason. Flutti for- maður félagsins stutt erindi um tilgang félags- ins og starfsemi þess. Valgarð Briem þakkaði fyrir hönd 4. bekkinganna. Egill Guttormsson skýrði fyrir nemendum .myndir þær sem eru á veggjum stjórnarherbergisins, af stofnendum og heiðursfélögum félagsins. Var síðan stíginn dans til ld. 2 og skemmtu boðsgestir sér hið bezta. Um 15 dansleikir hafa verið haldnir fyrir félagsmenn og gesti þeirra að félagsheimiiinu undir stjórn skemmtinefndar. Hefur skemmti- nefndin staðið sig þar prýðilega og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. En skemmtanir þessar eru einn meginþátturinn í því að sameina hið unga verzlunarfólk og laða það að heimili félagsins. Starfsemi félagsheimilisins hefur gengið með ágætum, aðsóknin mikil, svo að oft komast færri að en vilja. Efnahagur félagsins hefur aldrei staðið í slíkum blóma sem við lok síðasta starfs- árs. Munu formenn hinna ýmsu starfandi nefnda gefa skýrslur, samkv. fyrri venjum. Þess skal getið að form. Bókasafnsnefndar Bogi Benediktsson, er veikur og mætir því ekki á fundinum til að gefa skýrslu. — Útlán bóka hefur gengið fyrir sig með líkum hætti og áður. Heldur hefur þó dregið úr því upp á síðkastið, að menn notfærðu sér safnið og bóka- lán því minni en áður tíðkaðist. Hvað snertir blaðið Frjáls verzlun, þá hefur útgáfa þess á síðasta starfsári ekki gengið eins vel og æskilegt hefði verið, aðallega hvað snertir útkomu þess, sem stafar af tvennu, að prent- 6 smiðja sú, sem prentar blaðið, hefur haft yfir- .fullt að gera ásamt því, að skortur á rafmagni til reksturs prentvélanna hefur hamlað prent- uninni, og annað, að ritstjóriblaðsinshefurverið svo störfum hlaðinn í sambandi við málfærslu- störf sín og önnur störf, er honum hafa verið falin, að hann hefur upp á síðkastið átt örðugt með að búa blaðið til prentunar, enda hefur rit- nefndin lítið aðstoðað hann í því efni. Það skal jafnframt upplýst, að ritstjóri blaðsins hefur þegar sagt upp ritstjórn sinni við blaðið. — Sjálfsagt er, að sú stjórn, er nú tekur við í •félaginu, gjöri sitt ýtrasta til að fá annan rit- stjóra. Samkvæmt tillögu formanns ritnefndar, Frið- þjófs Ó. Johnson, og greinargerð hans þar að lútandi, þá hefur verið myndaður Æfifélagasjóð- ur blaðsins Frjáis verzlun. Meiningin með þess- um sjóði er sú, að menn geti með því að greiða í eitt skifti fyrir öll 250 krónur, orðið æfilangt aðnjótandi blaðsins. Hafa þegar 5 gjörst æfi- félagar og eru þeir því æfiáskrifendur. Frídags verzlunarmanna, 2. ágúst, var minnst á líkan hátt og verið hefur 3—4 undan- farin ár, með því að Ríkisútvarpið lét okkur góðfúslega í té einn iið í dagskrá sinni þennan dag í tilefni frídagsins. Formaður félagsins flutti stutt ávarp. Vilhjálmur Þ. Gíslason, skóla- stjóri og Árni Jónsson frá Múla fluttu sitthvort erindið og Þorsteinn Hannesson söngvari, söng einsöng með aðstoð hljómsveitar Útvarpsins. Á útvarpsráð þakkir okkar fyrir sýnda aðstoð. Kl. 10 um kvöldið var stiginn dans að Hótel Borg og skemmtu menn sér þar hið bezta. — Vegna mjög aukinnar aðsóknar að félagsheim- ilinu og þar af leiðandi brýnnar nauðsynjar á auknu húsnæði fyrir starfsemi félagsins, var sú ákvörðun tekin af stjórn og húsnefnd á miðju ári, að segja upp þeim aðiljum, er hafa á ieigu neðstu hæð hússins og geymslur í kjallara. En því miður reyndist þetta árangurslaust, þar eð leigjendurnir neituðu að fara úr leiguplássi sínu og færðu sér til afsökunar í því efni, að þeir styddust við fyrirmæli húsaleigunefndar og þyrftu því ekki að víkja. Síðast í september var hafin breyting á mið- hæð hússins Vonarstræti 4, með því að samein- uð voru suðvestur- og norðvesturherbergin, svo að úr þeim myndast einn salur þvert yfir húsið. Áætlaður kostnaður þeirra manna er unnu að breytingunnni var um 1300 krónur, og þótti því verkið vel framkvæmanlegt frá fjárhags- PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.