Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 7
legu sjónarmiði séð, enda framkomnar tillögur
og óskir formanns og skemmtinefndar í þessu
efni, samþykktar af stjórn og húsnefnd. Bauðst
skemmtinefndin til að sjá svo um að kostnaður
við þessa breytingu þyrfti ekki að skerða hús-
sjóð, heldur mundi 'hann verða greiddur af inn-
komnum peningum á skemmtikvöldum félagsins,
enda var það mikið áhugamál nefndarinnar að
breyting þessi kæmist í framkvæmd, vegna að-
kallandi meira húsrýmis fyrir kvöldskemmtanir
félagsins. — Fyrir utan áður nefndar breyting-
ar á hæðinni, þá var settur nýr Linoleum-dúkur
yfir allan gólfflötinn, svo að allur kostnaður við
breytinguna mun nema um 3 þúsund krónum,
og má það teljast vel sloppið á þessum miklu
dýrtíðartímum. — Hygg eg að félagsmenn muni
vera sammála um, að breyting þessi hafi orðið
til stórbóta fyrir starfsemi félagsins.
Með því að stjórnin hafði komist að því að í
uppsiglingu væri hjá ríkisstjórninni frumvarp
að varanlegum föstum grundvelli á sanngjörnu
grunnkaupi opinberra starfsmanna í hverri at-
vinnugrein fyrir sig, þar sem gjört er ráð fyrir
að gildandi vísitala á hverjum tíma, bætist við
grunnkaupið, — þá var mér og Adolf Björns-
syni falið að tala við Björn Ólafsson, fjármála-
ráðherra, og leita hjá honum upplýsinga um
mál þetta, með það fyrir augum, að félagið
taki mál þetta til yfirvegunar í sambandi við
væntanlegt frumvarp stjórnarinnar, með tilliti
til þess ósamræmis er virðist ríkja í launakjör-
um verzlunarfólks, miðað við hæfileika þess og
þekkingu, og að þeim málum yrði komið í fast-
ara form, á grundvelli þeim er heppilegastur
þætti til frambúðar. — Samkvæmt fengnum upp
lýsingum hjá fjármálaráðherra, þá hefur inál
þetta verið í undirbúningi hjá ríkisstjórninni,
en var ekki það á veg komið að hægt væri að
gefa ncinar frekari upplýsingar. En ráðherrann
var fús til að gefa frekari upplýsingar, þá er
málið væri lengra á veg komið.
Samkvæmt framkomnum tílmælum nokkurra
vinnuveitenda og þá aðallege. kaupmanna og
verzlunarþjóna, um að stjórn félagsins gengist
fyrir breytingu á lokunartíma sölubúða yfir
vetrarmánuðina, er voru aðallega fólgnar í því,
að verzlunum yrði lokað kl. -1 á laugardögum
og kl. 7 á föstudögum í stað kl. 8, eins og verið
hefur yfir sumarmánuðina, en til frekara sam-
komulags kl. 7 á föstudögum allan ársins hring.
— Þá tók stjórn félagsins þá ákvörðun á stjórn-
arfundi þann 22. sept., að verða við fram-
FRJÁLS VERZLUN
komnum tilmælum og gera tilraun, til að byrja
með, með því að boða til sameigmlegi fundar
með formönnum hinna ýmsu sérgreinafélaga
innan verzlunarstéttarinuar um mál þetta og
var fundur haldinn 27. sept. Var mal þetta rætt
iivm og aftur á fundinum. en engin endanleg
ákvörðun tekin, önnur en sú, að formenrJrnir
lofuðu að ræða mál þetta að nýju sín á milli,
á sérfundi, mjög bráðlega.
Eftir að fundur þeirra hafði verið haldinn,
þá hringdi formaður vefnaðarvörukaupmanna,
Árni Árnason, kaupmaður, til mín og sagðist
hafa átt að flytja mér þau boð að ekkert sam-
komulag hafi náðst um breytingu á lokunar-
tímanum og framkomnar tillögur í því máli ver-
ið felldar.
Síðan hefur mér borist til eyrna að Verzlun-
arráð íslands hafi tekið upp á sína arma þetta
mál, og samkvæmt samtali mínu við Svein M.
Sveinsson, forstjóra, sem er einn í stjórn Verzl-
unarráðsins, þá er stjórn ráðsins að vinna að
þessum málum á víðtækum grundvelli til sam-
ræmingar fyrir öll verzlunar- og iðnfyrirtæki.
Verðum vér því að álíta að málið s.é í góðra
manna höndum og að úrlausnar megi bráðlega
vænta er geti orðið til samkomulags, á meðal
þeirra aðilja er hér eiga hlut að máli.
Verzlunarráð íslands, hefur með bréfi sínu til
V. R. dags. 20. okt. þ. á., beint þeim tilmælum
til V. R. að það í framtíðinni snúi sér beint til
Verzlunarráðsins með allt það er varðar hags-
munamál verzlunarstéttarinnar.
Félag matvörukaupmanna hefur á fundi sín-
um fyrir nokkru síðan, lýst afstöðu sinni til
lokunarmálsins, með því að samþykkja breyt-
ingar á lokunartíma sölubúða á líkum grund-
velli og að framan getur.
Það skal ennfremur upplýst, að Verzlunar-
mannafélag Hafnarfjarðar og Kaupmannafé-
lagið hafa samþ. að beita sér fyrir að fá sölu-
búðum í Hafnarfirði lokað yfir vetrarmánuðina
á laugardögum kl. 4 og föstudögum allt ái'ið
kl. 7 síðd. Hafa þessir aðiljar hinsvegar tjáð sig
vilja fylgja í öllu því sem gjörist í þessum
málum, fyrir atbeina V. R.
Þá kem ég að þeim stóra viðburði, er ég
minntist á í byrjun skýrslu minnar. — Sá at-
burður gerðist á seinni hluta starfsárs félags-
ins, að félaginu voru færðar 50 þúsund krónur
að gjöf.
Laugardaginn þann 25. sept. síðastl., hringdi
7