Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 10
V. R. heiðrar Thor Jensen Skipulagsskrá fyrir Námssjóð átfræðan Thor Jensens Eftirfarandi ávarp var flutt af formanni Verzlunarmanafélags Reykjavíkur, Hirti Hans- syni, við heimsókn hans og tveggja annara félaga er falið hafði verið af stjórn félagsins og í nafni þess, að heimsækja Thor Jensen, á afmælisdegi hans þann 8. desember 1943. „Við erum ,hér komnir f. h. Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, til að færa yður, hr. Thor Jensen, þakklæti vort fyrir hina stórfenglegu gjöf til félagsins. Ennfremur vottum vér yður, háttvirti heið- ursfélagi, okkar beztu þakkir, fyrir þann vin- arhug og hlýju, er þér hafið borið til félags vors, frá fyrstu tíð; um leið og vér einnig ber- um þær vonir í brjósti, að sjóður sá, sem nú hefur verið myndaður ínnan vébanda V. R., fyrir yðar tilstilli, og hefur verið gefið nafnið „Námssjóður Thors Jensen“, — megi blómgast um ókomna framtíð og ná þeim tilgangi er gef- andinn hefur til ætlast, til styrktar ungum. efnilegum verzlunarmönnum, við nám í verzl- unarfræðum. Skipulagsskrá hefur verið samin fyrir sjóð þenna, dagsett 31. okt. þ. á. og hefur hún fengið staðfestingu Verzlunarráðs íslands og Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkv. skipun ríkis- stjóra Islands. í minningu þessa stóra viðburðar er skeð hef- ur í félagi voru á þessu ári og ævarandi þakk- lætis til yðar, staðfestum vér þennan atburð með því að eg afhendi yður grip þennan. — — Að síðustu ái’num vér yður allra heilla og blessunar á þessum merku tímamótum í æfi yðar, þar sem þér hafið fyllt áttunda tuginn, og óskum þess, að æfikvöld yðar og konu yðar, megi verða ykkur friðsælt og sólríkt æfikvöld“. Gripur sá, er formaður afhenti Thor Jensen frá félaginu, var fagur silfurbikar á svörtum fótstalli. Á sjálfan bikarinn var áletrað nafn Thors Jensen ásamt fæðingardegi og ártali. En á fótstallinn var festur silfurskjöldur er á voru rituð þakkarorð og árnaðaróskir frá Verzlunar- félagi Reykjavíkur. 10 1. gr. Sjóðurinn heitir: Námssjóður Thors Jensen. 2. gr. Sjóðurinn er eign Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem stofnað var 1891, og er sjóð- urinn afhentur félaginu með gjafabréfi Thors Jensen dags. 17. september 1943, og er að upp- hæð kr. 50,000,00. Sjóðurinn tekur nú þegar til starfa. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt verzlunarfólk, menn eða konur, til náms í verzl- unarfræðum hér á landi eða erlendis. Félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur hafa forgangsrétt til styrks en meðal félags- manna skulu þeir að öðru jöfnu ganga fyrir, sem lokið hafa burtfararprófi úr Verzlunar- skóla Islands. h. gr. Sjóðnum skal stjórnað af fimm manna stjórn- arnefnd. Gefandi sjóðsins, Thor Jensen, nefn- ir einn mann í hina fyrstu stjórn og skal sá vera formaður hennar. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur kýs þrjá menn og stjórn Verzlunarráðs íslands einn og skifta þeir með sér verkum, með þeirri takmörkun, sem á undan getur, að gefandi sjóðs- ins tilnefnir formann stjórnarnefndarinnar. Þessir fyrstu stjórnendur sjóðsins skulu allir í sameiningu velja fimm varamenn, og sé til- tekið hver er varamaður ,hvers hinna fyrstu stjórnenda. Þegar einhver hinna fyrstu stjórnenda fer úr stjórn sjóðsins, hvort sem það er af dauða eða öðrum ástæðum, tekur varamaður hans sæti í stjórninni og verður þá aðalmaður, en vara- mann í hans stað skal þá þegar tilnefna eftir sömu reglum og hinir upprunalegu varamenn voru valdir. Engan má tilnefna varamann nema samþykki hans liggi fyrir, um að hann vilji taka starfið að sér,- Á þennan hátt skal jafnan farið þegar autt verður sæti aðalmanns eða vara- manns í stjórninni, svo að hún sé jafnan skipuð 5 aðalmönnum og 5 varamönnum. I forfölium FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.