Frjáls verslun - 01.07.1943, Síða 13
aðalmanns um stundarsakir tekur varamaður
þess eða þeirra, sem forföll hafa, sæti í stjórn-
inni, enda sé ekki ágreiningur um að forföll
hamli. Skipta má um varamenn, ef allir stjórn-
endur sjóðsins samþykkja.
Nú verður vegna fráfalls stjórnenda, veikinda
eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum eigi
mögulegt að ná samþykki allra að því er snertir
kjör aðalstjórnenda svo sem gjört er ráð fyriv
hér að framan, og skulu þá hinir framk/æma
nauðsynlegar ráðstafanir til þess að stjórn
og varastjórn verði fullskipuð samkvæmt því,
sem ætlast er til með framanrituðum reglum.
í stjórn sjósins ræður afl atkvæða nema öðru
vísi sé ákveðið í skipulagsskrá þessari.
5. gr.
Gjörðabók fyrir sjóðinn skal stjórn hans lög-
gilda. skal færa í gjörðabókina allt um sjóðinn,
sem máli þykir skipta, þar á meðal fundargjörð-
ir sjóðsstjórnarinnar og sérstaklega allar á-
kvarðanir hennar um málefni sjóðsins. Enn-
fremur skal bóka í gjörðabók kjör varamanna,
og allar breytingar, sem verða á stjórn sjóðsins.
Varamenn skulu og rita í gjörðabókina sam-
þykki um kjör sitt.
6. gr.
Sjóðinn skal ávaxta með því að kaupa fyrir
fé hans bankavaxtabréf veðdeildar Landsbanka
íslands, hliðstæð verðbi’éf tryggð með öruggu
fasteignaveði eða verðbréf með ríkisábyrgð og
peningar, sem kunna að liggja fyrir, skulu á-
vaxtaðir á tryggum stað enda samþykki allir
stjórnendur hvernig fénu skuli komið á vöxtu.
7. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða og ár-
lega skal leggja Vs — einn fimmta — af vöxt-
um við höfuðstólinn. Að öðru leyti skal vöxtun-
um varið samlcvæmt tilgangi sjóðsins. Sjóðs-
stjórnin ræður þó að hve miklu leyti vöxtunum
er varið í þessum tilgangi ár hvert eða hvort
þeir verða lagðir við höfuðstól, frekar en gert er
ráð fyrir að framan, eða geymdir til síðari ára
til úthlutunar þá.
Nú hlotnast sjóðnum gjafir eða honum er
aflað fjár á einn eða annan hátt og skal þá
leggja þær upp'hæðir við höfuðstól sjóðsins.
8. gr.
Stjórn sjóðsins skal auglýsa árlega með hæfi-
legum fyrirvara eftir umsóknum um styrk úr
FRJÍLS VERZLUN
sjóðnum og úthluta síðan þeirri styrkupphæð,
sem hún vill úthluta hverju sinni, samkvæmt
tilgangi sjóðsins og í samræmi við ákvæði skipu-
lagsskrár þessarar. Stjórnin skal þó gæta þess
að hver einstök styrkupphæð sé ekki lægri en
svo, að hún geti talist til verulegrar styrktar
fyrir þann, sem hana hlýtur. Sama námsmanni
má veita styrk oftar en einu sinni en þó ekki
lengur en í 3 ár. Gera má styrkþega að skilyrði,
að !hann, að loknu framhaldsnámi í verzlunar-
fræðum, haldi fyrirlestra eða hafi æfingar með
nemendum í Verzlunarskóla íslands í sannáði
við skólastjóra þess skóla.
9. gr.
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Hið
fyrsta reikningsár sjóðsins telst frá stofnun
hans til ársloka 1944. Sjóðsstjórn ber að færa
bck um eignir sjóðsins tekjur hans og gjöld.
Stjórn sjóðsins semur við lok hvers reikn-
ingsárs reikning fyrir sjóðinn og skal hann
síðan staðfestur af löggiltum endurskoðanda.
Reikningurinn skal innfærður í efnahagsbók
sjóðsins og auglýstur í Lögbbirtingablaðinu í
síðasta lagi fyrir lok fegrúarmánaðar ár hvert.
10. gr.
Leita skal samþykkis Verzlunarráðs Islands
4á skipulagsskrá þessari og að því fengnu skal
leita staðfestingar ríkisstjóra. Skipulagsskrá
þessari má ekki breyta, nema allir stjórnar-
menn sjóðsins samþykki svo og stjórn Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur og Verzlunarráðs
íslands. Þó má aldrei breyta fyrirmælum um
tilgang sjóðsins né reglum 4. gr. um skipun
sjóðsstjórnar.
Reykjavík, 31. okt. 1943
I stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
Hjörtur Hansson
form.
Stefán G. Björnsson, Adolf Björnsson,
Bergþór E. Þorvaldsson, Konráð Gíslason,
Egill Guttormsson, Lárus Bl. Guðmundsson
Sveinn Helgason.
Verzlunarráð íslands er samþykkt ofanrit-
aðri skipulagsskrá.
Reykjavík, 4. nóv. 1943
F. h. Verzlunarráðs Islands,
H. Benedfktsson.
13