Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 15

Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 15
THOR JENSEN Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur hefur hlotnast höfðingleg gjöf frá Thor Jensen. Það eru 50 þúsund krónur, sem hann fékk félaginu til frjálsrar ráðstöfunar til styrktar ungum, efnilegum verzlunarmönnum. Af gjöf þessari hefur verið stofnaður verðlauna- eða styrktar- sjóður, sem heitir Námssjóður Thor Jensen og er nú nánar frá honum skýrt hér í blaðinu. Ég hef verið beðinn að tengja við þá frásögn fáein orð um gefandann og samband hans við Verzlunarmannafélag Reykj avíkur. Thor Jensen hefur verið í félaginu frá því 29. maí 1891, eða í meira en hálfa öld, eða næstum því allan starfstíma félagsins. Hann hefur haft í mörg horn að líta, svo að hann hefur ekki tekið virkan þátt í daglegum störf- um félagsins. En hann hefur einlægt haft á- huga á ýmsum málum þess og fylgst með þeim og þroska félagsins. Hann var kjörinn heiðurs- félagi 30. janúar 1937, á afmælishátíð félags- ins. — Thor Jensen átti ekki heima í Reykjavík, þeg- ar hann gekk fyrst í félagið, en hann var hér á næstu grösum. Hann var verzlunarstjóri í Borgarnesi. En verzlunarstörf sín hér á landi hóf hann norður á Borðeyri. Seinna var hann um tíma á Akranesi og í Hafnarfirði og loks í Reykjavík frá því um aldamótin. Uppúr aldamótunum hófst nýr tími hér, með heimastjórninni eða búsetu Islandsráðherrans her innanlands og flutningi stjórnarinnar heim hingað. Það voru ekki sízt breytingar á fjár- málum, atvinnu- og samgöngumálum, sem þá kvað að og svo ýmsar breytingar á menntamál- um, með setningu nýrra fræðslulaga, seinna stofnun háskóla o. fl. Sími, efling innlendrar verzlunar, og upphaf innlendrar heildverzlunar, ný bankastarfsemi, ný útgerð, vélbátar og tog- arar og ýmislegt fleira, er vottur hins nýja at- hafnalífs. Þá var vor í loftinu, stórhugur og FRJÁLS VERZLUN starfsþrek í mörgum mönnum. Hugsjónir og hagsýni héldust í hendur. Thor Jensen var þá einn af helztu brautryðj- endum þessa nýja athafnalífs. Hann sá og skildi þá nýju möguleika, sem hér voru fyrir hendi og þá nýju tækni, sem til þess þurfti, að hagnýta þá. Hann var hugkvæmur maður og víðsýnn, ótrauður og áræðinn. Hann var einn af þeim, sem beitti sér fyrir kaupum á togara, þannig að togaraútgerð komst hér á fastan fót. Síðan hefur hann átt mikinn þátt í útvegs- málum, m. a. í stofnun Eimskipafélagsins. En 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.