Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 19
Jón Laxdal.
Hannes S. Blöndal.
Minni verzlunarstéttarinnar
og höfundar þess
Fyrir tuttugu árum, eða hinn 2. ágúst 1923,
var sungið á frídegi verzlunarmanna lag eftir
Jón Laxdal tónskáld, við kvæði eftir Hannes
S. Blöndal og tileinkaði Jón lagið söngfélagi
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Söngfé-
lagið er nú liðið undir lok, en Ijóð og lag lifa
og er farið með hvorttveggja á hátíðisdögum
verzlunarmanna. Vegna þess að Ijóð og lag mun
ekki vera í mjög margra höndum, er það birt
hér ásamt nokkrum línum um höfundana.
Kvæðið er á þessa leið:
Ung er stétt vor, aðeins frelsis naut hún
áratugi sjö á frónskri grund,
þá, ei fyrr, að fullu af sér braut hún
fjötur þann, er bar hún langa stund.
Það, sem margt, vér megum þakka Jóni,
margra alda tjóðurband var leyst.
Hann sá glöggt að án þess ei á Fróni
yrði þjóð úr vesalmennsku reist.
Stéttin ung á verði þarf að vaka,
verjast því, er réttinn getur skert,
útlent vald svo af oss megi’ taka
ágæt vopn, í framsókn mikils vert.
Þörf er varna, ófrelsisins andi
enn í leynum bíða kann sem fyr,
enn hann gæti bundið oss því bandi,
blessun frjálsra starfa er rak á dyr.
Verzlun frjáls úr fjarrum hefur löndum
fært oss margt, er bætti þjóðar hag,
verið lífæð lögð að íslands ströndum,
lyft oss upp úr nótt í bjartan dag.
Fjöregg er hún, aldrei sem má brjóta
allri framsókn veitir styrk og þrótt
en ef hennar orkulindir þrjóta,
aftur breytist dagsins ljós í nótt.
Vegna þess má aldrei, aldrei gleyma
ábyrgð, sem á vorri hvílir stétt,
líf að verja, treysta, efla, geyma
trauðlafenginn, lengi þráðan rétt.
Stétt vor lifi, frjáls í frjálsu landi, '
frægð og þekking auðnist henni að ná.
Stétt vor lifi, föstum fótum standi,
„framför tslands“ marki skjöld sinn á.
Höfundur kvæðisins, Hannes Stephensen
Blönclal var sýslumannssonur frá lnnrahólmi á
Akranesi. Móðir Hannesar var dóttir Svein-
bjarnar Egilssonar rektors og hafði því Hannes
ekki langt að sækja löngun sína til skáldlegra
yðkana, enda gaf hann þrisvar út ljóðmæli eftir
sig. Hannes tók, að loknu námi i Möðruvalla-
skóla, að stunda verzlunarstörf við Höepfners-
verzlun á Akureyri, en verzlunarstjóri þar var
þá Edvald Möller. Síðar starfaði Hannes hjá
Gránufélaginu á Akureyri og þar á eftir á
Blönduósi. Um tíma starfaði hann hjá Thor
Jensen í Borgarnesi og enn síðar við verzlanir
á ísafirði og Seyðisfirði. Um 8 ára skeið dvaldi
Hannes í Ameríku og var þá m. a. starfsmaður
við blaðið Lögberg, en 1907 kom hann heim
og varð þá starfsmaður Landsbankans og hélt
því starfi síðar þar til hann lézt.
FRJÁLS VERZLUN
1!)