Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 27
Viðleitni óhæfra manna Einn af höfuðpostulmn vandlætingarinnar í voru „borgaralega" þ.jóðfélagi, Halldór Kiljan Laxness, ritaði fyrir nokkru í „Þjóðviljann" grein um „viðhorf dagsins“. Aðalkjarni um- ræddrar greinar var sá, að við Islendingar vær- um að bauka við allskonar framfaratækni, en hefðum ekki tök á neinu. Rafmagnið væri lítið og alltaf að bila og yfirleitt öll okkar vélamenn- ing á völtum og fallandi fæti. Allt okkar fram- farabrauk væri „dilettanteri", viðleitni óhæfra manna. Þessi grein er eftirtektarverð að því leyti, að úr henni skín svo augljóst skilningsleysi á seinni ára sögu okkar og fullkominn illvilji í garð þeirra manna, sem tekið hafa sér fyrir hendur að ryðja nútíma tækni braut í landinu. Það er í þessu sambandi ekki ófróðlegt að hafa í huga, að fyrsti verkfræðingurinn, sem íslendingar eignuðust, er enn við líf og starf á meðal okkar. Svo skammt er síðan verkleg þekking á vísindalegum grundvelli, barst til landsins. En sókn íslendinga í þessum efnum hefur verið hröð, sannkölluð leiftursókn. Alls- staðar blasa við afrek unnin á síðustu áratug- um. Sífelt læra landsmenn nýjar vinnuaðferðir og taka í þjónustu sína nýja vélar. Allt hefur þetta skeð á fáum árum. Það má segja að þetta hafi skeð á einu augnabliki í sögu okkar. Svo rís upp maður, sem aldrei á ævi sinni hefur lagt fram handtak í þessum efnum, og dæmir allt þetta vera viðleitni óhæfra manna. Ástæðan er sú, að vegna fiutningaörðugleika nú á stríðs- tímunum, hefur rithöfundurinn nú um stundar- sakir ekki nægilega skært ljós í lampanum sínum tii að skrifa skáldsögur þær, sem hann án efa ætlast til að verði lífseigari en verk þeirra manna, sem hann reynir að gera lítið úr. En hvað mundi Halldór Kiljan Laxness segja, ef þessar framfarir, sem átt hafa sér stað í verklegum efnum á Islandi hefðu skapast í sósíalistísku ríki? Auðvitað mundi hann rita langar lofgreinar um hinar miklu sósíalistísku ; framkvæmdir, sem væru óviðjafnanlegar að hraða og gæðum. Það hefur jafnan verið við- kvæði H. K. L. og annara kommúnista, að ekki bæri að furða sig á þótt margt færi aflaga og ; á afturfótunum í Rússlandi, því þar væri alltsvo ungt og óþroskað. Jafnvel þótt hungur hafi dunið þar yfir hefur þetta- sama viðkvæði verib FR.7ÁLS VEKZLUN í blöðum kommúnista. En hér heima, 1 fámennu og fátæku „borgaralegu" þjóðfélagi á allt að ganga eftir snúru, hér má ekki verða töf á neinu. Jafnvel eru erfiðleikar af völdum styrj- aldar ekki taldir þar afsakanlegir. Allar þær framfarir á efnalegu sviði, sem hér hafa orðið á síðustu áratugum hafa gerst án þátttöku komúnista. Þeir hafa ekki beitt sér í þeim efnum til eins né neins og vafasamt að svo verði nokkurntíma. ÞEGAR HERRAMENN HITTUST . . . Framh. af bls. 25. heilsu sinnar vegna gæti hann ekki drukkið í botn, en jafnframt kvað hann svo á, að ef ein- hverjum okkar ekki tækist að drekka úr bik- arnum í botn í einum teig, skyldi hinn sami verða að drekka annan til. Til sannindamerkis um að ekki væri eftir skilið skyldi sá, sem lokið hafði, hvolfa bikarnum án þess að úr rynni. Síðan rétti hann fullan bikarinn þeim næsta og gekk hann svo á milli allra. Þótt menn neyttu allra lífs og sálarkrafta tókst þó ekki betur en svo, að tveir urðu í hegningarskyni að tæma annan bikar. Við vorum slegnir ótta yfir afleiðingum svo mikillar drykkju og kviðum því mest að bikarinn yrði aftur látinn ganga milli. En þá voru bornar fram sykraðar pönnu- kökui' og síðan sagóbúðingur með rjóma. Það var ekki til neins þótt við börmuðum okkur yfir því að við hefðum ekki magarúm fyrir slíkar veitingar, við urðum að taka aftur á diskana en síðan var boðið kaffi í öðru herbergi. Ekki höfðu þó þrengingar okkar tekið enda. Okkur brást algerlega að kaffið ætti að binda enda á veizluna. Þégar við fyrst komum inn í húsið höfðum við tekið eftir gríðarstórri súpu- skál úr postulíni, sem stóð að við héldum til skrauts. En nú tók ung stúlka skálina og bar hana fyrir okkur og þar með glös, sem voru á við stærðar ölglös. Við litum hver á annan skelfingu lo'stnir, er við sáum að skálin var full af heitu púnsi svo rauk úr. En hér var ekkert undanfæri. Við reyndum að líta giaðlega út og gera skyldu okkar. Eftii' nokkra stund kvöddum við hinn gest- risna húsbónda okkar, sem fylgdi okkur niður að sjónum. 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.