Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 31

Frjáls verslun - 01.07.1943, Page 31
Gylíi Þ. Gíslason: Kaupþingið Fyrir ári stofnaði Landsbankinn kaupþing hér í Reykjavík. Var það opnað í salarkynnum bankans hinn 22. desember 1942 og á því ársaf- mæli um þessar mundir. Tilgangur bankans með kaupþingsstofnuninni mun fyrst og fremst hafa verið sá, að koma á opinberri skráningu á gengi verðbréfa og auðvelda almenningi og fésýslumönnum kaup og sölu á verðbréfum við sannvirði. Allmikið verðbréfamagn hefur verið hér í umferð undanfarið og stöðugt farið vaxandi. Síðan 1937 hefur Landsbankinn safnað upp- lýsingum um vaxtabréí þau, sem verið hafa í umferð. í árslok 1937 reyndust það tæpar 47 milj. kr. Langmestur hlutinn, eða um 2/3 voru lán gegn veði í fasteignum (veðdeildarbréí og jarðræktarbréf). Rúmlega 2/3 reyndust vera í eign opinberra aðilja (þ. e. ríkisins, opinberra sjóða, bæjarsjóða, banka og sparisjóða) og tryggingarfélaga. 1. des. 1942 taldi bankinn hins vegar, að í umferð væru tæpar 72 milj. kr. vaxtabréfa, og hefur vaxtabréfamagnið þann- ig aukizt um rúmlega 50% á 6 árum. Rúm- lega helmingur bréfanna voru lán gegn veði í fasteignum, og nokkru röskari helmingur var í höndum opinberra aðilja og tryggingarfélaga og sjóða. Þegar þess er gætt, hversu vöxtur verðbréfa- magnsins hefur verið mikill og ör, virðist það hafa verið orðið fyllilega tímabært að stofna til kaupþings, er gæti orðið miðstöð verðbréfa- viðskiptanna og þar sem gengi þeirra þréfa, sem verzlað er með, væri skráð og gert almenn- ingi kunnugt. Samkvæmt reglum þeim, sem gilda um kaup- þingið, fer framkvæmdastjórn Landsbankans með yfirstjórn þess, en dagleg stjórn er í hönd- um kaupþingsstjóra. Almenningi er ekki heimilt að stunda viðskipti á kaupþinginu, og á hann ekki aðgang að því, svo sem víða tíðkast erlendis. Þeir einir mega stunda verzlun þar, sem fá til þess leyfi framkvæmdastjórnarinnar, og nefn- ast þeir kaupþingsfélagar. Bankar, opinberar stofnanir, sparisjóðir, félög og einstaklingar geta orðið kaupþingsfélagar, og skulu einstak- lingar uppfylla viss skilyrði. Tala kaupþings- FRJÁLS VERZLUN félaganna hefur verið takmörkuð við 15. Þótt Landsbankinn reki kaupþingið, er hann, að því er snertir þátttöku í viðskiptunum, venjulegur kaupþingsfélagi og nýtur engra sérréttinda mn- fram aðra kaupþingsfélaga. Kaupþingsielag- arnir annast viðskipti bæði fyrir sjálfa sig og aðra, og eru í síðara tilfellinu skyldir að taka þóknun, J/2% af upphæð viðskiptanna, ef um vaxtabréf er að ræða, en 1% af hlutabréfum. Framkvæmdastjórn Landsbankans ákveður, með hvaða bréf megi verzla á kaupþinginu og semur um það skrá, en með önnur verðbréf en vaxta- bréf og hlutabréf má aldrei verzla. Engin hluta- bréf hafa þó enn verið tekin á skráningarlist- ann. Viðskiptin og gengisskráningin fara fram eft- ir hinni svo nefndu „uppboðsaðferð“. Kaup- þingstjóri nefnir í heyranda hljóði ákveðiö verð- bréf, og segja þá kaupþingsfélagarnir til um, við hvaða gengi þeir vilja kaupa eða selja þetta verðbréf. Miðast tilboðin við ákveðna upphæð, „hlut“, og eru hlutirnir venjulega tveir, „stór hlutur“ (5000 kr.) og „lítill hlutur“ (1000 kr.). Falli kaup- og sölutilboð tveggja kaupþingsfé- laga saman, getur kaupþingsstjóri þess, og eru þá viðskipti komin á, en kaupþingsritari skráir nöfn kaupanda og seljanda og gengið. Síðan nefnir kaupþingstjóri bréfið oöru sinni og svo aftur og aftur, þangað til engin kaup- og sölu- tilboð falla lengur saman. Er þá skráð hæsta kauptilboðið, sem nefnt er, og lægsta sölutilboð- ið, og nefnast þau gengi lokagengi, en gengi það, sem viðskipti höfða átt sér stað við, er nefnt viðskiptagengi. Getur viðskiptagengið orðið fleira en eitt, ef um f jörug viðskipti er að ræða. Að svo búnu fer kaupþingstjóri eins með næsta bréf og síðan öll þau, sem tekin eru til viðskipta á kaupþinginu. Kaupþingsfélagarnir gera síðan upp i'iðskiptin sín á milli. Öll víð- skipti eru staðgreiðsh.iviðskipti (Kassaviðskipti) þ. e. a. s. greiðsla og afhending verða að fara fram fyrir klukkan 2 daginn eftir að við- skiptin eru gerð. Svo nefnd greiðslufrestsvið- skipti (Terminviðskipti), sem tíðkast mjög er- lendis og mikil spákaupmennska er stunduð með, eru ekki leyfð, en þá eru viðskiptin ekki gerð 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.