Frjáls verslun - 01.07.1943, Síða 33
upp þegar í stað, heldur e/tir ákveðinn tíma
eða á ákveðnum tíma (t. d. mánaðarlok), og geta
slík viðskipti verið mjög margs konar.
Almenningi er í dagblöðunum og með auglýs-
ingu í bankanum gert kunnugt viðskipta- og
lokagengi á hverju bréfi, sem gengi hefur verið
skráð á, og sömuleiðis viðskiptamagnið.
Eins og að líkum lætur, er starfsemi og skipu-
lag kaupþingsins hér miklu óbrotnara og að
ýmsu leyti með öðrum hætti en tíðkast um
kaupþing stærri þjóða. Annars er skipulag kaup-
þinganna í hinum ýmsu löndum allólíkt. í engil-
saxnesku löndunum eru kaupþingin einka fyrir-
tæki, sem þó að vísu hafa sett sér strangar
reglur, einkum kaupþingið í London, en á megin-
landi Európu eru kaupþingin víðast hvar hálf-
opinberar stofnanir.
Kaupþingið í London ( London Stock Ex-
change), sem er stærsta kaupþing í heimi, er t.
d. hlutafélag og geta engir aðrir stundað við-
skipti á kaupþinginu, orðið kaupþingsfélagar,
en hluthafar þess. Mjög ströng skilyrði giida
svo um það, hverjir geti orðið kaupþingsfélagar,
og er það sjálfstæð atvinna, því að þeir mega
engin önnur viðskipti stunda. Geta þannig t. d.
bankar og kaupmenn ekki orðið kaupþingsfé-
lagar. Kaupþingsfélagarnir skiptast í tvo flokka,
og nefnast aðrir brokers, en hinir jobbers eða
dealers. Hinir fyrr nefndu annast viðskipti fvr-
ir þá, sem vilja kaupa eða selja á kaupþinginu.
Hinir síðar nefndu verzla hins vegar fyrir eigin
reikning. Viðskiptin eru aðallega greiðslufrests-
viðslcipti, og fer gengisskráningin þannig fram,
að kaupþingsfélagarnir tilkynna gengi sér-
hverra viðskipta, og er það síðan birt með stuttu
millibili. Getur gengi bréfs þannig breytzt veru-
lega á einum degi eða klukkustund.
Aðalkaupþingið í New York (New York Stock
Exchange) er einnig einkafyrirtæki, en þó háð
opinberu eftirliti síðast liðin 10 ár. Meðlima-
talan í félaginu, sem á kaupþingið, er takmörkuð
og verður því sá, sem vill verða kaupþingsfélagi,
að kaupa laust ,.sæti“. Hafa þau verið seld fyrir
of fjár, allt að 500,000 dollara. Skipulag kaup-
þingsins er ekki eins strangt og kaupþingsins í
London, en starfsemin er að öðru leyti svipuð.
Kaupþingið í Berlín (Berliner Börse) er aft-
ur á móti í eign opinberrar stofnunar, Iðnaðar-
og verzlunarráðsins í Berlín. Til þess að stunda
viðskipti á kaupþinginu þarf sérstakt leyfi, og
á almenningur ekki aðgang að sjálfum kaup-
þingsölunum. Á kaupþinginu starfa opinberir
starfsmenn, sem vinna að því að samræma fram-
boð og eftirspurn og ákveða gengið, en viðskipt-
ineru gerð af miðlurum og bönkunum eða full-
trúum þeirra. Viðskiptin eru tvenns konar, op-
inber og „frjáls“, og þarf leyfi til þess að mega
FRJÁLS VERZLUN
verzla með verðbréf á opinbera markaðinum.
Gengið er aðallega skráð á þann hátt, að öllum
kaup- og sölutilboðum hvers dags er safnað
saman og reiknað út það gengi, sem mest við-
skipti geta orðið við (Einheitskurs), og gildir
það þá fyrir öll viðskiptin. En á sumum bréfum
er leyft að skrá breytilegt gengi (variabler
Kurs), þ. e. a. s. í sérhvert sinn, sem viðskipti
eiga sér stað, er gengið skráð og birt. Öll við-
skipti eru staðgreiðsluviðskipti. Gx-eiðslufrests-
viðskipti hafa verið bönnuð síðan 1931.
Kaupþingið í Kaupmannahöfn (Köbenhavns
Fondsbörs) er nú hálf-opinberstofnun. Almenn-
ingur hefur aðgang að kaupþinginu, en í hinum
opinberu viðskiptum mega ekki aðrir taka þátt
en þeir, sem kaupþingstjói’nin hefur viðui'kennt
sem kaupþingsfélaga. Hún ákveður sömuleiðis,
með hvaða bréf megi verzla. En auk þessara
kaupþingsfélaga starfa og á kaupþinginu víxl-
arar, sem að vísu rnega ekki stunda viðskipti á
opinberum markaði, en láta kaupþingsfélagana
gera það fyrir sig. Viðskiptin og gengisskrán-
ingin fara fi*am eftir uppboðsaðferðinni, á sarna
hátt og lýst var hér að framan um kaupþingið
hér. Öll viðskipti eru staðgreiðsluviðskipti. Þeg-
ar viðskiptunum á hinum opinbera mai'kaði er
lokið, fara fram frjáls viðskipti ( Efterbörs),
og er þar vei’zlað með sörnu bréfin og á opinbera
markaðinum og sömuleiðis önnur bi’éf. Kaup-
þingfélagai’nir eru miðlai’ar í þessurn viðskipt-
um, en víxlai’arnir og almenningur taka einnig
þátt í þeim, og hrópar sérhver, hvað hann vill
kaupa eða selja. Oft og tíðum eru viðskiptin
miklu meiri og fjörugri á þessum fi’jálsa mark-
aði en á hinum opinbei’a, og birta blöðin einnig
gengi það, sem viðskiptin eru gerð við.
Kaupþingin í Oslo og Stokkhólmi eru skipu-
lögð á svipaðan hátt.
Af þessari stuttu lýsingu er auðsætt, að það
eru kaupþingin á Norðui’löndum, sem verið hafa
fyrirmyndin að kaupþinginu hér, og er eðlilegt
að svo hafi verið.
Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika, sem
vafalaust hefur verið um að í’æða, virðist stai’f-
semi kaupþingsins hafa gengið rnjög sæmilega
á fyrsta árinu. Samkvæmt upplýsingum Lands-
bankans hefur verið verzlað fyrir rúml. 6,5 milj.
kr. síðan kaupþingið var stofnað, mest með veð-
deildarbréf og hitaveitubréf. Veruleg verð-
bréfaviðskipti hljóta þó að hafa farið fram utan
kaupþingsins, en vonandi verður smám saman á
því breyting, þannig að viðskiptin fari aðallega
fram þar. I því er fólgið aukið öxyggi fyrir þá,
sem kaupa og selja bréfin, og gengið getur orð-
ið réttari mynd af vei’ði bréfanna og ástandinu
á verðbréfamarkaðinum.
33